Vera - 01.11.1982, Side 19
ÞEIR YNGSTU OG ÞEIR ELSTU
EFSTÁ BLAÐI
í síðasta tölublaði Vcru var m. a. sagt frá tillögum fulltrúa
Kvennaframboðsins hvað varðar húsnæðismál. f>á sagði
„Ekkert er vitað hve margir eru í húsnæðishraki nú. Aðeins
liggja fyrir tölur frá húsnæðisdeild Fclagsmálastofnunar en
þar eru um 800 manns á biðlista. Hjá Leigjendasamtökunum
eru 130 manns á skrá.“ (Þegar Vera 2 er skrifuð, eru rúml.
1000 hjá Félagsmálast.)
Tillögur fulltrúa Kvennaframboðsins sem miða að lausn
þessa vanda eru þessar: Að borgin hafi frumkvæði að við-
ræðum við Leigjendasamtökin og Húseigendafélagið um
skráningu þeirra, sem eru að leita að húsnæði og hafi milli-
göngu um útvegun þess. Þessi tillaga hefur nú fengið umfjöll-
un í félagsmálaráði. Viðbrögð ráðsins voru neikvæð. Að sögn
Guðrúnar Jónsdóttur, var þar lögð áhcrsla á að borgin eigi
ekki að blanda sér í þessi mál! Og tillagan bíður enn umsagn-
ar húsaleigunefndar.
Önnur tillaga Kvennaframboðsins var þess efnis að borgin
beiti sér fyrir endurskoðun laga um Húsnæðismálastofnun
ríkisins, þeim þætti laganna, sem fjallar um byggingu leigu-
húsnæðis. Málum er þannig háttað núna að húsnæðisstjórn-
arlán til byggingar leiguhúsnæðis eru mjög óhagstæð. Tillag-
an fól í sér að þau lán yrðu gerð jafnhagstæð og lán til
byggingar verkamannabústaða. Þessi tillaga okkar var sam-
þykkt í borgarráði og tilmælunum um að lánakjörunum verði
breytt hefur verið beint til félagsmálaráðherra og formanna
flokkanna.
Eins og komið hefur fram, hafa fulltrúar Kvennafram-
boðsins í nefndum og ráðum borgarinnar dygga hópa að baki
sér. Einn þessara bakhópa er félagsmálahópurinn. Hann
hefur í haust unnið að tillögum og er um þessar mundir að
ganga frá þeim, sem lagðar verða fram við gerð fjárhagsáætl-
unar borgarinnar fyrir næsta ár. Mörgu er ábótavant í félags-
málum borgarbúa eins og flestir vita. Hér má minna á skýrslu
Jafnréttisráðs, sem út kom í október, en hún staðfesti svo
ekki verður um villst margt af því sem Kvennaframboðið tók
sérstaklega tillit til í stefnuskrá sinni. Til dæmis að taka er sú
staðreynd að þriðjungur allra reykvískra barna á aldrinum
7-12 ára er einn á báti lungann úr deginum. I þessu sambandi
má ekki láta duga að skírskota til samviskubits mæðra. Frelsi
kvenna til jafnstöðu á vinnumarkaði, frelsi og réttur kvenna
til að velja sér þann starfa, sem þær kjósa sér sjálfar, jöfn
ábyrgð foreldra og réttur barna til viðunandi lífs — allt þetta
verður að tryggja og án þeirrar tryggingar er allt tal um
lýðfrjálst samfélag skelfing lítils virði.
Börnin hafi forgang
Með þetta í huga er það því ekki að ósekju að dagvistun
barna er efst á blaði hjá félagsmálahópi Kvennaframboðsins.
Við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs leggur Kvennaframboð-
ið fram tillögu um að dagvistunarmál fái algjöran forgang. í
stefnuskrá okkar kemur fram sú krafa, að öll börn hafi að-
gang að dagvistun sex klukkustundir á dag og að skóladag-
heimili verði sjálfsagður hluti skólakerfisins. Tillaga félags-
málahópsins er stórt skref í átt til þessa markmiðs. Enn
fremur hefur félagsmálahópurinn gert það að tillögu sinni að
leitað verði eftir því við fræðsluráð að skólatími 6, 7 og 8 ára
barna verði ekki skemri en 4 klukkustundir á dag þegar á
næsta skólaári. Einnig að skólatími allra barna í grunnskólum
verði samfelldur. Hvort tveggja er þetta í samræmi við yfir-
lýsta stefnu Kvennaframboðsins.
Aldraðir og sjúkir
Önnur tillaga varðar aukna heimilishjálp fyrir gamla og
veika. Sem stendur er heimilishjálp fyrir hendi frá kl. 8 til kl.
17 en í tillögunni er gert ráð fyrir að þessi aðstoð verði líka
fáanleg um helgar og helgidaga. Þá er í tillögunni einnig gert
Hefur þú lesiö BAGBIABIB i dag
ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi heimilishjálparinnar í þá
átt að starfsfólkið (nær eingöngu konur) skipti með sér borg-
inni í hverfi, samræmi vinnu sína og skipti með sér verkefn-
um. Þessi breyting er hugsuð til að rjúfa þá einangrun sem
starfsfólk heimilishjálparinnar býr við núna. í tillögunni er
einnig gert ráð fyrir námskeiðum fyrir starfsfólkið.
Þá má nefna tillögu um ráðningu starfsfólks að húsnæði
aldraðra í Norðurbún 1. Kvennaframboðið hefur þegar vak-
ið athygli á lélegri nýtingu setustofunnar þar (sjá síðustu
Veru) og vill ráða bót á þessu. Við athugun kom í ljós að
19
Ljósm. Rut