Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 20

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 20
IBUASAMTOK LITILS VIRT „Kvennaframboðiö viil að stjórnunarformi borgarinnar verði breytt og dregið úr völdum nefnda og ráða, sem nú starfa einangrað án innbyrðis samráðs og án tengsla við borg- arbúa. Frumkvæðið verði í höndum hverfasamtaka, sem geri tillögur til borgarstjórnar um framkvæmdir og þjónustu í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóm hafi endanlegt ákvörðun- Neyðarúrræði íbúanna? I Reykjavík eru nú sex hverfasamtök: í Grjótaþorpi, í Árbæ og Breiðholti, í Þingholtunum, í Vesturbæ gamla og Vesturbæ syðri. Flest þeirra voru stofnuð til varnar aðgerð- um, sem borgaryfirvöld höfðu fyrirhugað eða þá til verndun- ar og viðhalds viðkomandi hverfi. Það er skoðun Kvenna- framboðsins að hverfasamtök eigi að vera annað og meira en skjöldur íbúanna í baráttunni fyrir betra umhverfi. Þvert á móti ætti samvinna að vera á milli borgaryfirvalda og samtaka íbúanna. Ibúar hvers hverfis eru í betri aðstöðu til að vega og meta það sem ábótavant er, þeir þekkja umhverfi sitt betur því kostir þess og gallar liggja ljósar fyrir þeim. Það er í rökréttu framhaldi af þessari skoðun og stefnuyfirlýsingu Kvennaframboðsins að eftirfarandi tillaga var borin upp í borgarstjórn þ. 21. októbers. 1.: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að sjá til þess að leitað verði eftir hugmyndum íbúa- og hverfasamtaka í borginni um hvaða verkefni er brýnast að vinna í hverju hverfi fyrir sig á komandi fjárhagsári. Frestur íbúa- og hverfa- samtaka til svara miðast við gerð fjárhagsáætlunar." Getur m. a. komið í veg fyrír fjárfrek mistök Með tillögunni fylgdi greinargerð: „Tillagan er flutt í því skyni að auka tengsl og samvinnu borgaryfirvalda og íbúa- og hverfasamtaka og gefa samtökunum kost á að láta í ljós, hvaða hverfabundin verkefni er brýnast að leysa að þeirra mati á komandi ári. Jafnframt rniðar tillagan að því að viður- kenna hverfasamtök sem mikilsverðan ogeðlilegan talsmann íbúahverfa. Tillagan gerir á engan hátt ráð fyrir að skerða ákvörðunar- vald eða ábyrgð kjörinna fulltrúa. Sú málsmeðferð, sem í arvald og velji forgangsverkefni úr tillögum hverfasamtaka. Þannig sé stefnt að því að borgarbúar verði virkir þátttak- endur við skipan borgarmála. Borgarstjórn kynni íbúum ákvarðanir sínar og rökstyðji þær,“ segir í stefnuskrá Kvennaframboðsins. henni felst, er miklu fremur til þess fallin að tryggja, að fjármagni borgarinnar sé varið í sem bestu samræmi við þarfir íbúa á hverjum tíma. Aukið samráð og samvinna borgaryfir- valda mun einnig koma í veg fyrir fjárfrek mistök, þegar teknar eru ákvarðanir, sem snerta ákveðin hverfi sérstaklega. íbúasamtök eru ekki starfandi í öllum hverfum borgarinn- ar. Viðurkenning borgaryfirvalda á mikilvægi þeirra, þó með óformlegum hætti sé eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir, mundi væntanlega skapa nýjan starfsgrundvöll fyrir þau sam- tök, sem fyrir eru og verða hvati að stofnun nýrra.“ Guðrún Jónsdóttir, flutningsmaður tillögunnar í borgar- stjórn var ekki fyrr sest aftur en borgarstjórinn tók til máls og hafði þá eftirfarandi breytingartillögu fram að færa: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarstjóra að kynna borgarbúum, sem og hagsmunasamtökum svo sem íbúasam- tökum með opinberri auglýsingu, að óskir, tillögur og ábend- ingar, sem koma skuli lil athugunar við gerð fjárhagsáætlun- ar, þurfi að berast borgarráði fyrir 15. nóvember n. k.“ Þessi breytingartillaga var samþykkt með öllum 12 at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins, níu atkvæði komu á móti. Um- ræður urðu engar. Hver sá auglýsinguna? VERA hitti Guðrúnu Jóns. að máli fyrsta dag nóvember til að spyrja hana um álit hennar á gagntillögu borgarstjórans: „Ég lít þannig á tillögu borgarstjórans," sagði Guð- rún „að henni sé slegið fram svona frekar til að losna við að taka afstöðu til okkar tillögu og til íbúasamtak- anna sem slíkra. Það sem vakir fyrir okkur er einhvers konar viðurkenning á tilvist samtaka, sem íbúar Reykjavíkur hafa stofnað með sér, eflaust í þeirri góðu trú að þar með væru þcir að gera Reykjavík að betri borg, sem tæki tillit til fólksins. Með breytingartillögunni er verið að horfa alveg fram hjá þessum samtökum, vanvirða þau eiginlega. Tillaga borgar- stjóra reiknar enn fremur með að tillögurnar verði á einstakl- ingsgrundvelli en með því að ýta undir starfsemi íbúasam- taka, örva þau og jafnframt íbúana sjálfa til samstarfs og félagslegrar virkni eins og ég held að okkar tillaga geri, held cg að verið sé að fara út á miklu heillavænlegri braut.“ Gj/Ms £20 gamla fólkið eyðir mestum parti dagsins hvert í sinu herbergi, notfærir sér ekki aðstöðuna til að hittast í setustofu eða í tómstundaherbergi. í Norðurbrún er enginn starfsmaður til að annast fólkið sérstaklega, heldur aðeins húsvörður. En jafnvel þótt vistmenn á Norðurbrún geti séð um sig sjálfir, nægir ekki að útvega herbergið eitt, Kvennaframboð fer fram á að ráðið verði í störf, sem mættu rjúfa þá einangrun, sem ríkir þarna og gera vistina skemmtilegri. Félagsmálahópurinn gerir það einnig að tillögu sinni að sett verði á fót æskulýðsstarfssemi í Seljahverfinu í Breið- holti. Verði það hvort tveggja í senn, ætlað að höfða til stærri hóps unglinga og einnig aö mynda athvarf eða útideild eins og nú er í miðbæ borgarinnar. Félagsmálahópur sinnir einnig heilbrigðismálum. Tvær til- lögur má nefna af þeim vettvangi. Önnur lýtur að kynfræðslu. Sem stendur fer slík fræðsla fram tvo tíma í viku. Enginn sérstakur starfsmaður er í þessu heldur ákvarðast það af áhuga og tíma hvers og eins. Kvennaframboðið vill að hér verði bót á. Að síðustu hefur Kvennaframboðið lagt fram tillögu þess efnis að biðstofan á slysavarnardeild Borgarspít- alans verði lagfærð í þá átt að gera biðina auðveldari, en allir sem þangað hafa þurft að sækja munu kannast við þá kulda- legu aðstöðu sem er þar núna. Lítið mál en mannlegt. Engin þeirra tillagna, sem hér hefur verið sagt frá, hefur enn komið til umræðu í borgarapparatinu. Ms.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.