Vera - 01.11.1982, Side 22
að láta undir höfuð leggjast að gera deiliskipulageru borgar-
yfirvöld í raun og veru að sniðganga rétt íbúanna til að gera
athugasemdir við skipulag síns hverfis. Deiliskipulag verður
að fá opinbera umfjöllun. Áður en það getur hlotið staðfest-
ingu ráðuneytis þarf það að vera til sýnis opinberlega í sex
vikur, og þá eiga íbúarnir rétt á að gera athugasemdir við það
innan ákveðins frests.
— Hvaða pól hefurðu þá tekið í hœðina þegar tillögur að
nýbyggingum í gömlu hverfunum hafa komið til kasta skipu-
lagsnefndar?
— Síðan ég kom í skipulagsnefnd hafa nær allar nýbygg-
ingar sem koma hafa til kasta nefndarinnar verið með nýting-
arhlutfall um og yfir 1.0. Ég get alls ekki samþykkt slíkar
byggingar meðan ekkert deiliskipulag er til. Ég hef þessvegna
lagst gegn þeim, og sömu sögu er að segja um fulltrúa okkar í
byggingarnefnd. Ég hef hinsvegar lagt áherslu á að vinnunni
við deiliskipulagið verði hraðað eins og frekast er kostur.
M. a. lagði ég fram tillögu um að deiliskipulagi fyrir Þingholt-
in verði að mestu leyti lokið fyrir vorið ’83. Það sem styrkir
mig enn frekar í andstöðunni við geðþóttaákvarðanirnar
varðandi þessar nýbyggingar er að þær hrinda gjarnan af stað
eins konar keðjuverkunum. Eitt hátt hús í miðri götumynd
verður til að styrkja umsókn lóðareigandans við hliðina um
álíka hús, og þannig koll af kolli. Einmitt núna er verið að
afgreiða fjölmörg mál í skipulagsnefnd sem eru talandi dæmi
um þetta.
Reglur um nýbyggingar
— Hvað er þá til ráða?
— Það liggur náttúrlega í augum uppi að eina raunhæfa
lausnin er deiliskipulag sem allra fýrst. Það eitt getur t. d.
tryggt að séð verði fyrir fullnægjandi leiksvæöum og bíla-
stæðum, og að hætt verði að ganga endalaust á lóðir og græn
svæði.
— Hvernig björgum við þá helst í horn meðan ekkert er
deiliskipulagið?
— Stífari reglur um það hvernig eigi að standa að fram-
kvæmdum gætu hjálpað til. Starfshópur á vegum skipulags-
nefndar hefur að undanförnu unnið að slíkum reglum í fram-
haldi af tillögu Kvennaframboðsins þar að lútandi. Þessi
starfshópur hefur nýlega komið sér saman um að þegar sótt
er um byggingarleyfi, verði umsækjandi að gera glögga grein
fyrir götumyndinni sem hann ætlar að fella húsið inn í. Hann
verður að geta sýnt á afstöðumynd nærliggjandi hús, þar með
talin hús handan götu. Með þessu móti sést hvort nýbygging-
in skyggir á önnur hús. Jafnframt þarf að fylgja skuggateikn-
ing, en hún á að sýna hversu löngum skugga húsið varpar til
norðurs. Það á m. ö. o. að vera á hreinu hvort það skyggir á
suðurglugga í næsta húsi. Það sem að mínu mati vegur þyngst
í þessum reglum er þó að gert er ráð fyrir að sett verði upp
skilti á framkvæmdastað, þar sem er auglýst hvaða fram-
kvæmdir er verið að sækja um á lóðinni. Á þessu skilti verða
teikningar af fyrirhugaðri nýbyggingu, og jafnframt er íbúum
bent á að koma athugasemdum á framfæri, ef þeir hafa
eitthvað við bygginguna að athuga.
— Attu von á að þessar tillögur verði samþykktar í Borgar-
stjórn?
— Frekar á ég von á því, já. Auk mín sátu í starfshópnum
sem þær samdi Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Borgar-
skipulags, og Ingimundur Sveinsson, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í skipulagsnefnd. Ég hlýt að reikna með því að hann
hafi eitthvert umboð til að samþykkja þessar reglur fyrir sitt
leyti.
— En samt sem áður: þessar reglur eru nauðvörn meðan
deiliskipulagið er ekki til?
— Absolútt, og ég vil brýna fyrir fólki að vera vel á verði og
hlífast ekki við að koma athugasemdum á framfæri. Okkur
kemur öllum við hvernig umhverfi okkar er, ekki eingöngu
hvað verið er að framkvæma á næstu lóð, heldur ekki síður
hvort verið er að breyta svipmóti þess hverfis sem við búum í.
HS
$22