Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 23

Vera - 01.11.1982, Blaðsíða 23
Vinnustaðir okkar allra skipta máli, hvort sem þeir eru heima eða heiman. Það skiptir máli að þeir séu eins viðundandi og nokkur kostur er, enda sá staður þar sem flestir eyða drjúgum hluta ævi sinnar. Stéttar- félög og önnur hagsmunasamtök hafa látið sig aðbún- að á vinnustöðum miklu skipta og til er Vinnueftirlit ríkisins, sem hefur með höndum að sjá til að kröfum sé fullnægt. Hagkaupamálið snýst um aðbúnað á vinnustað — nánar tiltekið á væntanlegri saumastofu Hagkaupa h.f. Framvinda þess máls var á þessa leið: VILTU VINNA GLUGGALAUSUM KJALLARA? í lok ágústmánaðar s. 1. fjallaði skipulagsnefnd Reykja- víkur um beiðni frá Iðngörðum h. f. þess efnis að heimilað yrði að reisa hús austan við núverandi verslun Hagkaupa í Skeifunni. Húsið cr ætlað fyrir vörulager, saumastofu og kjötvinnslu fyrirtækisins. Með beiðninni fylgdi teikning að húsinu en samkvæmt henni er saumastofunni og kjötvinnsi- unni ætlað rúm í kjallaranum. Þrír veggir eiga að vera nið- urgrafnir, sá tjórði snýr að gröf, sem verður aðkeyrsla sendi- bifreiða. Á þeim gafli eru skv. teikningunni 12 gluggar, 2.15 m á breidd, 0.95 á hæð. Það eru 24.5 fermetrar af gluggum á húsnæði sem er um 2240 fermetrar að tlatarmáli, en það er undir því lágmarki sem byggingarreglugerð og reglugerð um vinnustaði gerir ráð fyrir samkvæmt skilningi Kvenna- framboðsins. Þess vegna vakti fulltrúi okkar í skipulagsnefnd, Sólrún Gísladóttir, athygli á kjallarahúsnæðinu og kvaðst ekki geta gefið atkvæði sitt fyrir samþykki beiðninnar. Meirihluti nefndarinnar leit þeim augum á kjallarann, að það væri ekki í þeirra verkahring að hafa skoðun á honum, heldur einung- is á staðsetningu hússins í heild og samþykkti hana. Túlkun í hverra hag? Stuttu síðar kom málið fyrir bygginganefnd borgarinnar og fylgdi því þá umsögn Vinnueftirlits ríkisins og Eldvarn- areftirlits. í umsögn Vinnueftirlitsins var ekkert sagt um kjallarann eða gluggana. Það eina sem þeir fundu athugun- arvert við teikningar hússins var of lítil lofthæö í búnings- herbergjum og smæð kaffistofunnar. En samkvæmt teikn- ingum á nýja kaffistofan, sem ætluð er bæði starfsfólki saumastofu og kjötvinnslu, að rúma 33 menn, cn nú vinna um 40 konur á saumastofunni einni. Bygginganefnd greiddi um það atkvæði hvort samþykkja skyldi teikninguna og gefa grænt ljós á að húsið risi. Atkvæði féllu þannig að Sjálfstæð- ismenn greiddu atkvæði með, fulltrúi Kvennaframboðsins á móti en fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins sátu hjá. Fulltrúi Kvennaframboðsins, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, lét bóka að hún teldi ekki að byggingar- nefnd ætti að skapa fordæmi fyrir atvinnuhúsnæði af þessu tagi í nýbyggingu, heldur ætti að gera sömu kröfur um vinnustaði í kjöllurum og gert er um íbúðir. Lítum aðeins á byggingareglugerðina sem byggingancfnd á að starfa eftir. Þar segir að miða skuli við þær reglur, sem gilda um íbúðarhús, þegar fjallað er um hús til annarra nota. Varðandi kjallaraíbúðir segir orðrétt: „Ekki má gera íbúð í kjallara, en það telst kjallari, þegar gólf er undir yfirborði jarðvegs á alla vegu.“ Það virðist því ótvírætt að byggingar- nefnd borgarinnar hefur hunzað þessi ákvæði með sam- þykki sínu. Og hvað með Vinnueftirlitið, þá stofnun sem á að standa vörð um að aðbúnaður vinnustaða sé a. m. k. viðunandi. í nýlegum lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er lítið fjallað um húsnæði þeirra staða, enda gera lögin ráð fyrir að sett verði ný reglugerð um þau mál. Þó segir í lögunum: „Vinnustaður skal vera þannig úr garði gerður, að þar sé gætt fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Fylgja skal viðurkcnndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða svo og fyrirmælum Vinnueftirlitsins ...“ í þeirri reglugerð, sem Vinnueftirlitinu ber að fara eftir, segir m. a.: „Þar sem unnið er við dagsbirtu, skulu vinnu- rými þannig gerð, að hún nái sem best til þeirra og dreifing birtunnar sé sem jöfnust. Ljósop glugga á veggjum skal að „samkvæmt teikningun- um er saumastofunni og kjötvinnslunni ætlað , rúm í kjallaranum“ málsvarar verkafólks gefa þegjandi sainþykki sitt

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.