Vera - 01.11.1982, Síða 29

Vera - 01.11.1982, Síða 29
Myndlistarmenn líkt og aðrir listamenn hér á landi stunda ýmiss konar störf sér til lífsviðurværis, þar eð því er ekki svo vel fyrirkomið hér, að menn geti einbeitt sér að listinni einni saman. í mjög mörgum tilvikum stunda listamenn lág- launastörf ýmiss konar meðfram listsköpun, því oftast hafa þeir að sjálfsögðu varið námstíma sínum (mislöngum, frá 5 og upp í 10 ár) í listnám. Efni og tæki þau, sem myndlistarmenn nota við gerð verka sinna, eru dýr enda oftast há- tollavörur. Undantekningar á þess- um háu gjöldum eru fáar, þar eð þessi efni og tæki eru flokkuð sem atvinnutæki. Vinnuaðstöðu þurfa myndlistarmenn að koma sér sjálfir upp því þess eru fá (engin?) dæmi, að hið opinbera hlaupi undir bagga að því leyti. Að setja upp sýningu er dýrt fyrirtæki og á fárra t'æri. Enda þarf til þess að kosta leigu á sal, prenta auglýsingar, boðskort o. fl. Einnig er stundum drjúgur kostn- aður við flutning á verkum, upp- setningu o. þ. h. í riti UNESCO, sem fjallar um stöðu og rétt listamanna, segir: „Aðildarlöndum ber að vernda og styrkja stöðu listamanna með því að líta svo á, að vinna listamannsins bæði í nýju og hefðbundnu formi sé þjóðfélagsleg nauðsyn. Aðildar- löndum ber að meta þannig störf listamannsins að hann fái notið sín og hljóti það fjárhagslega öryggi sem honum ber fyrir störf sín í menningarmálum. Aðildarlönd skulu tryggja það, að listamenn njóti þeirra réttinda og verndar, sem ákveðin er í alþjóðlegum lög- um og lögum hvers Iands um mann- réttindi." Hversu vel hefur miðað í þessa átt hér á Islandi? Hinum ýmsu stétt- um listamanna helur gengið misvel að fá rétt sinn viðurkenndan, en sem gott gengi má nefna STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar). Allt frá stofnun þess 1948 hefur ríkisútvarpið greitt félagsmönnum þess höfundarlaun fyrir tónverk flutt í útvarpið. Félög myndlistarmanna hafa enga sam- bærilega samninga gert. Á vegg- spjaldi, sem gefið var út í tilefni bar- áttudags norrænna myndlistar- manna, segir: „Greiða skal mynd- listarmönnum laun fyrir framlag þeirra til þjóðfélagsins, dagleigu- gjöld og sýningargjöld." Með dag- leigugjöldum er átt við, þegar opin- berir aðilar boða til sýninga, skuli listamönnum borguð leiga fyrir verkin þann tíma, sem sýningin stendur. Með sýningargjöldum er átt við gjöld, sem opinberir aðilar greiða árlega af verkum í sinni eigu og er það viss upphæð af hverju verki sem rennur í sameiginlegan sjóð myndlistarmanna. Bæði Norð- menn og Danir hafa sett lög um dagleigu og sýningargjöld. En til eru fleiri hugmyndir myndlistar- manna um, hvernig opinberir aðilar geti komið til móts við listafólk. Má þar nefna hugmynd að vinnustof- um, sem Reykjavíkurborg kæmi upp og leigöi út til skemmri tíma gegn vægu gjaldi. Enginn vafi er á því að það er hagur okkar allra að stuölað sé aö blómlegu menningar- lífi hér á landi. Stjórnvöld eiga þó erfitt með að eygja þann hagnað, því svo virðist sem í þeirra augum felist verðmæti ekki í öðru en bein- hörðum peningum. Gudrún Erla Geirsdóttir Hvað maður getur hatað de Sade, Hitler og Pinochet miklu meir komast ekki með tærnar en góðu hófi gegnir þar sem ég hef hælana drottning hryllingsmyndanna marinnogblár beitir valdi sínu skrokkurinn hrópar miklu meir logandi á hefnd en góðu hófi gegnir hver hryllingsmyndin rekuraðra hvað maður getur hatað ^ á rauðu tjaldi niöurlægingarinnar miklu ógnvænlegri en góðu hófi gegnir Sonja Jónsdóttir.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.