Vera - 01.11.1982, Page 31

Vera - 01.11.1982, Page 31
ÚR KVENNASOGUSAFNINU kvonlaus. Það var mær og hct Rannvcig. Matsclja sú var móðirin, er Helgi hafði sett fyrir bú sitt. Þórdís tók við þessari meyju og gjörði svo til sem hún ætti. Fæddist mærin þar og var að engu ósjálegri en sú, er skilgetin var. En Þórdís lét þá konu þcgar á burt og fékk henni góða peninga. Á þetta lagðist mikil virðing, hversu vel Þórdísi fór það sem margt annað." Matseljan, móðir Rannveigar litlu, varð nauðug eins og margar íslenskar konur síðar, árciðanlega ekki viljug, að láta barnið sitt í hendur eiginkonu barnsföðurs síns. Og margar konur aðrar en Þórdís hafa hlotiö virðingu af þess háttar ,,góðverki“. En matseljan slapp þó við cina af þeim hörmungum sem margar kon- ur sent eignast barn utan hjúskapar veröa að líða. Faðcrni barns hennar var ekki vefengt. Þegar barnsfeður kvennanna vildu ekki viðurkenna faðernið, þá var eiður einasta úr- ræðið og hefir svo verið allt fram á síðustu ár. I skipan Árna biskups Þorláks- sonar er eiðstafur sem lesa skal fyrir konu til aö sanna faðerni: „Til þess leggur þú 'nönd á helga bók (og skýtur þú til guðs eöa það segir þú guði) að N. N. sem er jafn sannur líkamlegur faðir að barni því sem þú fæddir og N. heitir sem þú ert lík- amleg móðir. Guð sé þér hollur ef þú segir satt og gr(amur) ef þú lýg- ur.“4 Ógiftar konur á katólskri tíð voru „leiddar" í kirkju með öðrum hætti en konur sem börn áttu í hjúskap. og að þær eftir siðaskiptin nutu engrar blessunar af kirkjunnar hálfu eftir barnsburð. Þvert á móti, því að í handbók Marteins biskups Einarssonar (1555) segir svo: „Lausar konur og allar þær, sem óráðvandar eru skal presturinn ekki í kirkju leiða, því að djöfullinn leiðir þær í sína kirkju, þar til þær betra sig, og mismunan á að vera milli ráðvandra og óráövandra." En óráðvandar konur kallaði biskup ógiftar mæður.5 Magnús Stephensen dómstjóri (1762-1833) segir m. a. í útskýr- ingum sínum á lögum um legorðs- mál: „Stúlka eður kona, sem er hjú og verður legorðssek nteð húsbónda sínum, syni hans eða þeim hann tekið hefur í hús sitt sem son, frænda eður mág, tapar þar með hjónabandsrétti með þeim brot- lega, sér tii mannsefnis, því hún álíst að hafa ginnt hann til santlegu til þess að veiða hann sér til ntannsefn- is, haft til þess sent hjú betri hentug- leika, verið því fólki þó um meiri sem heimila húsbændum að segja vinnukonu upp vistinni ef hún á von á barni, en bætt er við: „Ekki verð- ur þó konu, sem orðin hefir barns- hafandi áður en hún kom í vistina, vísað úr vist eftir að fimm mánuðir eru liðnir frá því að hún kom í vist- ina, og aldrei rninna en með mánað- ar fyrirvara."8 hollustu skyld en brotið þá skyldu. Býður því tilskipun, grein 7, að hún tapað hafi hjónabandsrétti og von með þessum hvern hún ginnti og straffist að auki fyrir opinbera ótrú. Það veröur einnig að skiljast, að hún fyrir það verði ræk úr vist." Magnús Stephensen bætir því við að burtrekstur úr vist sé stundum þyngra straff en nokkur legorðssök og telur hann, að gleggri lagasetn- inga sé þörf um þetta en lögin frá 19. ágúst 1820.7 En þau eru bann við því að reka barnshafandi vinnu- stúlku út úrhreppnum. Þessum lögum virðast ýmsar hreppsnefndir ekki hafa hlýtt, svo sem mörg dæmi sanna. Ekki komu lög urn að banna að reka barnshaf- andi konur úr vistum, heldur koma í Hjúalögum 1928 beinlínis ákvæði Hreppsnefndir virðast hafa verið við fátt hræddari en sveitarþyngsli. Einkum stóð þeim mikil ógn af van- færum vinnukonum. Víða má lesa frásagnir af því og hvílíkar hörm- ungar þessar konur áttu við að stríða á meðgöngutímanum og við barnsburð, að ekki sé minnst á erfiðleikana síðar. Hér er þáttur úr sannsögulegri skáldsögu: „Snemma vors flaug sú frétt um hreppinn, að þar væri innrásarvon. Og þó að allt innrásarliðið væri að- eins eitt barn sem var enn í móður- kviði, var hættan svo ægileg að þeir sent kjörnir voru til að vaka yfir vel- ferð hreppsfélagsins, sáu að ekki mátti láta reka á reiðanum, og köll- uðu saman fund til að ráöa ráðum sínum og bægja hættunni frá, því ekki var ráð nema í tíma sé tckið. Á fundinum voru saman komnir allir hreppsnefndarmenn... og voru allir hreppsnefndarmenn sant- mála um að reka hina verðandi móður úr hreppnum áður en hún yrði léttari, til að bjarga sveitinni frá ómegð í fjarlægri framtíð. Það var bóndi einn sem mótmælti þeirri ráðstöfun og sagði: „Hún er vistráðin hjá mér næsta ár, og ég get ekki rift þeim samningi nema mér til stórskaða." „Þú þarft ekki að greiða henni bætur, það eru svik þegar ólétt kona ræður sig í vist." „Eg segi nei, hér eru engin svik í tafli, hún sagði áður hvernig sínar ástæður voru svo ég vissi vel að hverju ég gekk!" „Þú ert ekki að hugsa um sveitar- félagið, að vistráða ólétta utansveit- arstúlku." „Eg veit ekki betur en að hún hafi átt heima hér í sveit síðan hún var lítið barn." „Það er satt að hún var flutt hing- að á sveitina sem ómagi lítið barn og hefir alist hér upp á okkar kostnað. Og það vitum við allir sem hér erum samankomnir að það gengur í ættir að lenda á sveit, og þau er bæði alin upp á sveit, svo það liggur ljóst fyrir hvers er að vænta af barninu þegar það vex úr grasi, og þá er best að hver hafi sitt." „Rétt er það, en það eru verkin hennar sem ég hefi ekki efni á að missa, í mínum langa búskap hef ég enga vinnukonu haft sem jafnast á við hana, hvort heldur er til inni- eða útiverka. Og ég sé ekki betur en þau geti bæði unnið fyrir einu barni." „Þú segir einu barni, en hvað verður það lengi ef ekki er tekið í taumana og þau slitin sundur, barn á hverju ári svo lengi sem þau fá að vera saman. Það ætti að gelda svona fólk."9 Hér dugðu engin mótmæli, en einstaka sinnum kom það þó fyrir. Guðbjörg Jónsdóttir frá Brodda- nesi segir frá því hvernig ntóðir hennar, Guðbjörg Björnsdóttir, hafði boðið hreppsnefndinni byrg- inn: „Tvisvar tók móðir mín unt- komulausar vanfærar stúlkur, sem voru heimilislausar, og lofaði þeim að ala börnin á sínu heimili. Stund- um var mannúðin ekki meiri en 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.