Vera - 01.11.1982, Qupperneq 35

Vera - 01.11.1982, Qupperneq 35
ekki ofurseldar því aö geta hvenær sem er orðið fórnarlömb óæskilegr- ar þungunar — að þær ráði sjálfar yfir eigin líkama. Þær einar eru fær- ar um að meta það hvort og hvenær þær sjá enga aðra lausn á neyð sinni en fóstureyðingu. Þið kristilegu stúdentar, sem haldið að konur stjórnist af grimmd og siðspilltu hugarfari — þið virðist ekki gera ykkur grein fyrir að engin kona — ég endurtek — engin kona leikur sér að því að fara í fóstureyð- ingu. Fóstureyðing er neyðarúrræði og engin kona fer fram á hana nema hún eigi ekki annarra kosta völ, engin fer fram á hana að gamni sínu. Auðvitað vildum við að allar konur byggju við slíkt félagslegt öryggi að fóstureyðing yrði aldrei nauðsyn- leg. Konur búa bara alls ekki við félagslegt öryggi. — Auðvitað vild- um viö að efnahagslegt öryggi allra kvenna væri slíkt — að jafnvel þó þær stæðu einar uppi með—jasegj- um 10 börn, ættu þær kost á góðu lífi, öruggri afkomu, frístundum, menntun og atvinnu. Þann kost eiga þær bara ekki. — Auðvitað vildum við að börn væru ekki fyrst og fremst á ábyrgð mæðra sinna — að samfélagið sem slíkt tæki ábyrgð á velferð allra þeirra barna sem fæð- ast. Samfélagið gerir það bara ekki. Auðvitað vildum við að heimurinn tæki öllum börnum sem fæðast opn- um örmum — heimurinn gerir það bara ekki. Það er engin tilviljun að þessar afturhaldssömu, kvenfjandsamlegu raddir skjóta upp kollinum einmitt núna. Þessi herferð bandarísku samtakanna Right to Life og ann- arra ámóta — meira og minna skyldum samtökum eins og Moral Majority — þessi herferð kemur í kjölfar dýpkandi kreppu. Lífskjör fara versnandi. Niðurskurður á heilbrigðisþjónustu — niðurskurð- ur á félagslegri þjónustu er á dag- skrá. Þessi herferð kemur í kjölfar tilrauna til að svipta konur atvinnu og snúa þeim aftur inn á heimilin. Hún kemur í kjölfar tilrauna til að brjóta á bak aftur alla ávinninga kvennabaráttunnar á síðustu 10 til 15 árum. Það er hlálegt — öllu heldur grátlegt — að þeir sem í þessari mynd töluðu fjálglega um að vernda líf, skuli ekki beina spjótum sínum gegn vígvélunum sem póli- tískir leiðtogar þeirra keppast við að framleiða. Hvar er þá rétturinn til lífsins? Vantar þá kannski fallbyssufóður? Hvar er réttur fátæklinganna og at- vinnuleysingjanna til lífsins? Fundarmenn — þetta er ekkert annað en yfirgengileg hræsni. Ef þið í alvöru viljið svipta konur réttinum til að ráða því hvort og hvenær þær eignast börn — ef þið viljið svipta þær möguleikanum til að bregðast við neyð sinni á þennan hátt, þegar öll önnur sund eru lokuð — hvaða ástand eruð þiö þá að biðja um? Jú — við hefðum kornungar mæður, óþroskaðar, ómenntaðar, sem varla eru af barnsaldri sjálfar. Eruð þið að biðja um það? Við hefðum fólk, konur og karla — í ómögulegum hjónaböndum, sem stofnað er til vegna þess eins að barn var komið undir. Er það það sem þið viljið? Við hefðum konur sem þegar eru farnar að eldast, kon- ur sem eiga börn fyrir sem þær þurfa að afla lífsviðurværis og sem verður kippt af vinnumarkaðinum vegna óæskilegrar þungunar. Gerði það ykkur hamingjusöm? Við hefðum fjölskyldur sem berðust í bökkum fjárhagslega, í húsnæðishraki, með ómegð kannski, þar sem enn ein barneignin í viðbót myndi kasta konunum fram á barm örvænting- arinnar. Finnduð þið friðþægingu frammi fyrir þeirri neyð? Við hefðum ríkjandi þá mismun- um, sem var hér á árum áður, að konur með peninga gætu farið til út- landa, meðan efnaminni konur ættu ekki völ á því. Er það í anda ykkar kristilegu félagshyggju? Við hefðum konur sem væru sviptar þeim rétti að ráða því sjálfar hvenær þær takast móðurhlutverk- ið á hendur. Er móðurhlutverkið svo léttvægt og lítilmótlegt í ykkar augum að konur eigi ekki að axla það þegar þær eru sjálfar tilbúnar til þess að njóta þeirra dásemda sem slíkt færir konu — þegar hún er til- búin. Fundarmenn. í myndinni var þrástagast á siðferði okkar kvenn- anna. Ég gef nú ekki mikið fyrir siðferði þessara farisea, sem geta trútt talað um vanda sem þeir kom- ast aldrei í sjálfir. Við þær konur sem hér eru og kunna að deila skoð- unum með þessum mannvitsbrekk- um vil ég segja þetta: Þið hafið full- an rétt til að hafa ykkar skoðanir á fóstureyðingum. Það eru ykkar mannréttindi. Það mun enginn þröngva ykkur til eins né neins í þeim efnum. Ég vona bara innilega fyrir ykkar hönd að þið munuð aldrei lenda í þeirri neyð að þurfa á henni að halda. Aðrar konur — og við erum margar — ætlum ekki að láta karlmenn á borð við þessa — taka af okkur réttinn til að ráða því sjálfar hvort og hvenær við eign- umst okkar börn. Það eru okkar mannréttindi. Kristilegu stúdentar. Mér er kunnugt um það að þið sýnduð

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.