Vera - 01.11.1982, Page 37
GARÐVEISLA:
Höfundur Guðmundur Steinsson
Leikstjórn: María Kristjánsdóttir
Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Ljós: Ásmundur Karlsson
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Siðferðileg aðvörun eða siðleysi?
I garðveislu Guðmundar Steins-
sonar, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi
í september sl. er ekki fjallað um
nein smámál í sögu vestræna
mannsins. Þótt texti Guðmundarsé
lítill að vöxtum og leikritið stutt,
vakti það áleitnar spurningar hjá
mér um menningu og menningar-
leysi. Stökkið úr aldingarði Edens
inn í gjörspilltan nútímaheiminn er
að vísu stórt, en ef við tökum leikrit
Guðmundur sem ýktar táknmyndir
um og úr veruleika okkar, er það að
það ráð að byrgja sig inni í múrum
svokallaðrar efnahagslegrar vel-
ferðar, alls kyns hégóma og prjáls
og futidið allsherjarfullnægingu í
framleiðslu helsprengjunnar. Út-
koman verður manneskjur, karl-
menn og konur, sem hvorki geta
talað saman, né elskað.
Tiltölulega einföld mynd Guð-
rnundar af öllu þessu svakalega
máli, allsherjarupplausn og siðspill-
ingu er í ætt við leikhús fjarstæð-
unnar. Það gerir okkur kleift að sjá
í ætt við leikhús fjarstæðunnar
mörgu leyti áhugavert. Jafnvel þótt
flestir kannist að einhverju leyti við
það umkomuleysi, ömurleika og þá
sálareymd sem samskipti kynjanna í
líki Adams og Evu eldri hafa hafnað
í, finnst mér boðskapur verksins og
hin siðferðilega aðvörun þess höfða
til ákveðinnar stéttar manna. Ég get
ekki betur séð, en að ádeilan bein-
ist aðallega gegn siðleysi og and-
legri upplausn þess hluta mann-
kyns, sem sölsað hefur undir sig
auðæfi og völd í krafti valdastöðu
sinnar og með kristnina sem hjálp-
artæki og friðþægingu, en ekki trú.
Þannig hefur hinn vestræni maður
farið hers höndum um auðlindir
náttúrunnar og lagt þær undir sig á
skefjalausan hátt (höggvið niður
aldintrén og reist sér stálkrossa í
staðinn), kúgað aðrar þjóðir og gert
þær að þrælum sínum (sbr. þjónarn-
ir í garðveislu), afskræmt og skrum-
skælt ástina og móður jörð (morðið
á skaparanunt). Maðurinn tortím-
ist, el' hann hlúir ekki betur að guð-
inu í sjálfum sér.
Athyglisverð tilraun
Mér finnst Garðveisla, leikritið
og sýningin í heild athyglisverð til-
raun til þess að sýna okkur hvernig
hinn vestræni maður hefur fórnað
tilfinningum sínum og vitsmunum í
blindri leit sinni að lífstilgangi. í
þeirri leit hefur hann m.a. fundið
margar hliðar mannlífsins og ekki
síst anda mannsins í öðru Ijósi. Það
fær okkur til að spyrja til hvers við
erum og hvað við séum eiginlega að
gera hvert öðru með öllu okkar um-
stangi og stússi.
Sviðsetning
Sýningin, sem leikstjórinn María
Kristjánsdóttir, höfundur leik-
myndar og búninga, Þórunn S. Þor-
grímsdóttir, leikarar og tæknimenn
hafa skapað, er eftirminnileg upp-
lifun. Hún er lofsamleg tilraun til
nýsköpunar í íslensku leiklistarlífi,
einkanlega hvað varðar sjálfa svið-
setninguna, notkun tákna, búninga
og förðunar, leikhljóða og lýsingar,
sem mér fannst undirstrika mjög vel
þann boðskap, sem ég fann í verk-
inu. Þar hafa leikstjóri og höfundur
leikmyndar unnið merkilegt og
heilsteypt verk. Hinsvegar verður
að játa, að allt þetta skyggir töluvert
á sjálfan leik leikaranna og hlutverk
þeirra og er jafnvel hindrun í vegi
þeirra, sérstaklega í seinni hluta
leiksins.
I þeim hluta er persónusköpun
veikbyggð og erfitt að átta sig á for-
sendum og tilgangi sumra þeirra,
eins og t. d. Kains og Abels. Persón-
urnar í sjálfri garðveislunni verða
því spegilmynd hver annarrar.
Stigmögnun geðveikinnar, sem
leiðir til morðsins á skaparanum er
of hröð. Það gerist of margt í einu á
sviðinu og gestir veislunnar verða
því lítið annað en búningurinn einn,
hálfgerðar brúður, sem endurtaka
innantóma frasa. Þetta undirstrikar
vissulega holahljóðið í tjáskiptum
þeirra og minnir óneitanlega á flat-
neskjulegar partívenjur nútíma-
fólks. Mér hefur komið í hug, hvort
leikararnir væru í raun óþarfir í
þessum hluta verksins. Það hefur
vafist töluvert fyrir leikstjóra og
öðrum að byggja upp trúverðuga
upplausn veislunnar. Það hlýtur
einnig að hafa verið vandasamt að
skapa mynd af þessum einföldu
persónum, sem síðan taka þátt í
þeirri gandreið og glundroða, sem á
sér stað. Lokaatriðið með börnun-
um tveimur (lífsvonin), sem hlaupa
yfir líkin og brunarústir helsprengj-
unnar var of stutt og náði ekki að
þjóna mikilvægum tilgangi sínum.
Sýningin var því nokkuð endaslepp.
Ást og sálareymd
Guðjón Petersen og Jórunn Sig-
urðardóttir fara meó hlutverk
Adams og Evu yngri og tókst prýði-
lega að koma ástinni og yndisleika
hennar til skila. Leikur þeirra var
sannfærandi og óþvingaður. Dans
þeirra í seinni hlutanum var falleg
og ástleitin andstæða við geldings-
leg samskipti veislugestanna.
Kristbjörg Kjeld og Erlingur
Gíslason áttu dágóðan samleik á
köflum, sérstaklega undir nuddinu
og á eftir því. Kristbjörgu tókst að
sýna taugaveiklun og sálareymd
Evu eldri á fyndinn, en jafnframt
sorglegan hátt, en var ekki sannfær-
andi þegar hún tældi Adam unga.
Raddbeiting Kristbjargar fannst
mér líka nokkuð hvimleið á köflum.
Erlingur Gíslason var alvanur
Adam eldri og tókst vel að lýsa ein-
angruninni og örvæntingunni sem
bjó að baki karlpungshættinum.
Söngur Hauks Morthens ,,Take
me tonight" var frumlegt og háðskt
atriði og fól í sér þá spennu, sem átti
eftir að leysast úr læðingi.
Ekki léttmelt
Undirtektir áhorfenda á þeim
sýningum, sem ég hef verið á, hafa
verið með dræmasta móti. Þess-
vegna hef ég spurt sjálfa mig: Snýst
ádeila verksins á siðleysi upp í and-
hverfu sína og verkar sem siðleysi
og ruddaskapur á áhorfendur? Er
seinni hluti verksins kannski allt of
mikill einkaheimur leikaranna, sem
áhorfendur hafa engan aðgang að?
Getur verið að leikurum takist ekki
að ná sambandi við áhorfendur og
er það þessvegna sem þeir verða
reiðir, hneykslaðir, sármóðgaðir?
Eru áhorfendur óþarfir aðskota-
hlutir? Eða kemur sýningin í raun
við kaunin á þeim og hristir upp í
„sálarró" og „vellíðan" þeirra?
Garðveisla er ekki léttmelt. í
henni fá neytendur ekki allt mat-
reitt ofan í sig og tuggið í hæfilegu
magni. Þar er ekkert mátulegt og
ekkert sem passar. Þegar maður fer
á Garðveislu verður maður að hafa
hugmyndaflug. Það gildir reyndar
um allar garðveislur.
Hlín Agnarsdóttir