Vera - 01.11.1982, Qupperneq 39

Vera - 01.11.1982, Qupperneq 39
radda söng. Litli sótarinn, Gísli Guðmundsson virtist hafa gott vald á leiknum og átti auðvelt með að lifa sig inn í hlutverk Bjarts. Sólveig Arnarsdóttir var áberandi frjálsleg og opinská í leik sínum og féll Hall- dór Olafsson í hlutverki hins tvíbur- ans í skuggann. Heildarmynd sýn- ingarinnar var að öllu leyti mikið skýrari og skilmerkilegri á öllum sviðum leiks og söngs. Guðný Helgadóttir var röggsöm og skýr í hlutverki leikstjórans og Jón Stefánsson þjálfaði áhorfenda- kórinn af einstakri þolinmæði, hlýju og festu. Hljómsveitin þótt lítil væri skilaði hlutverki sínu yfirleitt vel þótt hún á köflum yfirgnæfði yngri söngvarana. Leikmynd og búningar voru smekklega gerð, stílhrein og áferð- arfalleg, en dálítið hlutlaus og ófrumleg. Það má kannski rekja til þess hve pyngja íslensku óperunnar er létt. I raun er þetta framtak Islensku óperunnar góð viðleitni til þess að hugsa fyrir þörfum yngstu kynslóð- arinnar og sem væntanlega á cftir að skila góðum árangri í framtíðinni. Hlín Agnarsdóttir og Jóhanna Pórhallsdóttir Skáldsagan No Mama No er fyrsta bók Verity Bargate. Verity er kynnt sent leikstjóri í London og tekið er fram að hún sé móðir tveggja smábarna. Annað veit ég ekki um höfundinn. En á bókar- kápu kemur fram að sjónvarpsstöð í Bretlandi hefur gert mynd eftir sög- unni. Gaman væri ef íslenska sjón- varpið gæti fengið hana til sýningar. Eintakið sem ég hef af sögunni er 125 síður í vasabókarbroti. Það er útgefið af Fontana útgáfufyrirtæk- inu árið 1979, en bókin kom fyrst út 1978. Þessi bók er ófáanleg í ís- lenskum bókaverslunum en hægt er að panta bækur erlendis frá, m. a. hjá Bóksölu stúdenta. í sögunni segir ung kona, Jodie, frá lífi sínu. Hún er gift og á 3ja ára son en sagan hefst með lýsingu á fæðingu annars sonar hennar. Fæð- ing hans olli Jodie miklum vonbrigð- um því hún þráði að eignast dóttur. Henni fannst að hún hefði svo margt að segja og gefa dóttur, ýmis- legt sem synir hefðu enga þörf fyrir. Jodie er heima með syni sína all- an daginn og hittir sjaldan fullorðið fólk. Davíð eiginmaður hennar er lítið heima, en eftir að Jodie kynnt- ist honum slitnaði samband hennar við fyrri félaga. Jodie og Davíð eiga ekkert sameiginlegt og ást þeirra er horfin. Sagan lýsir því hvernig ein- angrun Jodie eykst sífellt og hún er að örvinglast þegar gömul vinkona hennar endurvekur samband þeirra. Eftir það heimsótti Jodie vinkonu sína reglulega og voru það einu ljósu punktarnir í lífi hennar. Hún tók syni sína með en klæddi þá í stelpuföt og kallaði þá stelpunöfn- um. Davíð umgekkst Jodie sem eign sína. Hún átti að gegna skyldum sínum við hann sem hjásvæfa og gæta sona hans. En hann gat á eng- an hátt skilið hana né tilfinningar hennar og reyndi Iítið tii þess. Hann fékk þá grillu í höfuðið að hún þyrfti að fara til sálfræðings og til að þóknast honum fór hún einu sinni. Síðar þegar hann komst að því að hún klæddi drengina í stelpulöt lét hann loka hana inni. Ekkert var rætt við hana. Það eitt að Davíð krafðist þess að hún yrði lokuð inni, þar sem hún væri geðveik, var látið nægja. Jodie var nokkra mánuði á geð- veikrahæli án þess að nokkur kæmi til hennar. En þegar loksins einhver kom til hennar var það maður að nafni Jack, kunningi sem hún hafði aðeins hitt örsjaldan. Hann kom til hennar og stóð með henni. Sögunni lýkur á því að Jodie hefur reynt að skera sig á púls með skærum og Jack er hjá henni. Þá segir hann við hana: „Mundu Jodie að enginn hef- ur nokkurn tíma dáið af sársauka. Þegar þú ert tilbúin þá segirðu mér frá öllu". Jodie samsinnti því. Sagan kemur inn á ýmislegt sem ekki er tíundað hér, m. a. samband móður við ungabarn. Einnig á þessi bók margt sameiginlegt með verk- um annarra kvenrithöfunda, t. d. er hér lýst kvennaheimi og Jodie segir frá sínunt tilfinningum og hugsun- um. Þessi saga er virkilega góð, sér- staklega fyrir þá sem hafa áhuga á stöðu kvenna og kvennabókmennt- um. 5. E. Ertþúí Bréfaskólanum? Hundruð manna hefja árlega nám í Bréfa- skólanum og afla sér menntunar til undir- búnings framhaldsnámi, vegna nýrrar atvinnu eða af einskærum námsáhuga. Á mörgum sviðum er námsefni Bréfa- skólans sambœrilegt námsefni grunn- og framhaldsskólanna. Kynningarrit Bréfaskólans og starfslið hans geta veitt þér nánari upplýsingar um skólann, námsgreinar og námsfyrir- komulag. BRÉFASKÓLIN Suðurlandsbraut 32 sími: 91-81255 LJÓSMYND S. ÞORGEIRSSON EFFECT 39

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.