Vera - 01.04.1983, Page 2

Vera - 01.04.1983, Page 2
í sveitarstjórnarkosningunum í vor sem var, vöktu Kvennaframboðskonur máls á úreltum vinnubrögðum stjórnmálaflokkanna og skeytingarleysi þeirra um breyttar aðstæður. Þetta, sögöu Kvennaframboöskonur, er ein skýringin á rýrum lilut kvenna í stjórnsýslunni. Því var látið til tjkarar skríða gegn karlaveldi flokkanna. Konur ýttu úr vör allt annars konar fleyi með þá — aö mörgum fannst — nýstárlegu kjölfestu, að konur væru gæddar öðrum viðhorfum og annarri reynslu, sem krefð- ust annars konar aðferða. Þau viðhorf og sú rcynsla á sér rétt til jafns við þau ríkjandi viðhorf karla, sem þó setja nú nær allan svip á samfélagið. Sá skoðanamismunur, sem upp kom innan Kvenna- framboðsins í Reykjavík um það hvort samtökin skyldu bjóða fram til þings eða ekki, var ekki um réttmæti kvennalista yfirleitt. Það er af og frá. Hins vegar var ágreiningur um þær leiðir, sem Kvennaframboðiö ætti aö velja sér í baráttunni fyrir frelsi og jafnrétti. Stór hluti Kvennaframboðsins vildi fara þá leið að „leitast við að sameina konur um allt land til baráttu fyrir brýnustu hagsmunamálum kvenna og barna án tillits tii afstöðu þeirra í landsmálum og öðrum.“ Annar stór hópur innan Kvennaframboðsins tók undir þetta en taldi framboð til Alþingis nú, tækifæri til að eignast málsvara kvenna á þingi — málsvara, sem konur gætu ekki án verið. Niður- staða þessarar umræðu varð sú, að síðasttaldi hópurinn gekkst fyrir stofunun Kvennalista í Reykjavík. Kvenna- Iistar eru einnig í framboði í Reykjaneskjördæmi og í Norðurlandskjördæmi eystra. Kvennalistar hljóta að eiga vísan stuðning þeirra, sem trúa á kvenfrelsi og nauðsyn á reynslu kvenna í valda- stofnunum. Frambjóðendur þeirra bjóða eina nýja val- kostinn í þessum kosningum; ferska stefnu og nútímaleg viðhorf í anda jafnstöðu. Kjörnir fulltrúar Kvennalist- anna munu freista þess inni á Alþingi að láta reyna á samstöðu annarra þingkvenna og afstööu karlanna þar til hagsmunamál okkar allra. Þær sigla undir merkjum kvenna. Þær ættu að fá góðan byr. Ms VERA 2/1983 APRÍL Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík Hótel Vík Sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Elísabet Guðbjörnsdóttir Hlín Agnarsdóttir Kristín Jónsdóttir Kristín Sigurðardóttir Magdalena Sehram Sigurrós Erlingsdóttir Otlit: Hildigunnur Gunnarsdóttir K. Börhammer Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir Forsíða: Aðalheiður Valgeirsdóttir Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Setning og prentun: Hólar h.f. Ábyrgðarmaður: Magdalena Schram Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Vera kostar kr. 40 í áskrift en kr. 50 í lausasölu.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.