Vera - 01.04.1983, Page 3

Vera - 01.04.1983, Page 3
Vera mín góð! Best er að byrja á að þakka fyrir sig, mér líst vel á blaðið. Ég hafði lúmskt gamatt af íþróttunum ykkar! Maður er farin að sjá nœstum alla hluti í nýju Ijósi, sumt, sem maður tók aldrei eftir, vekur athygli núna. Ég hef t. d. Iiorft á þáttinn um mannkynið í sjónvarpinu, sem gerður er eftir bók Desmond Morris. I síðasta þœtti, hann hét að mig minnir Dulbúni veiðimaðurinn, var sagt frá veiðihvöt mannsins, sem nú á að hafa snúist upp í íþróttaáhuga, kappakstra o. s. frv. Konur komu þar lítið við sögu nema helst sem iðnverkafólk. Ekki munu konurnar hafa stunduð veiðar hjá frum- stœðum þjóðum eða hvað? Höfum við þar- afleiðandi minna (eða ekkert) eltinga-skap, keppnisskap? Hugsa sér að búa til sjóti- varpsþátt um Mannkynið ogsleppa helmingi þess næstum því alveg! Ymsar fullyrðingar þótlu mér líka skrýtnar, t. d. þegar sagt var að auglýsingar hefðu engin álirif heldur sýndu bara veruleikann án þess að móta hann nokkttð! Skyldi þetta nú vera alveg rétt? Mig langar mest til að vara alla við að taka svona þœtti of hátíðlega, a. m. k. biðja áhorfendur að horfa á þá með gagnrýnu hugarfari. Svo er annað, allt annað. Pað er þetta með fjársöfnun SAA. Mér rennur til rifja að sjá þessa frakkaklæddu menn biðja konitr, jafnvelforseta okkar, um að auglýsasöfnun- ina á sama tíma og þeir senda öllum körlum á vissum aldri sníkjubréf. Svo er verið að lu ingja og reka á eftir fólki, körlum, með að borga og mér skilst að það sé fólk á prósent- um við þetla. Ég sagði nú mínum karli að láta ekki krónit, það er nóg af bágstöddu fólki í landinu, veiku, fötluðu, gömlu og ungu, sem er á algjörurn hrakhólum og það opinbera stendur sig alls ekki sem skyldi heldur eyðir peningunum í alls kyns vitleysu t staðinn. Ekki sé ég neina ástœðu til að hjálpa til við að byggja höll undir sextíu róna. Sumir leiðast út í drykkju vegna þess að það þyrmir yfir þá og þjóðfélagið sinnir varla þeim sem svo lítið mega sín. En SAA eru, sýnist manni, flestir hátekjukallar, hvað skyldu þeir gera fyrir einstæða móður úti í t>œ? Og að þessir alþingismenn skuli leyfa sér að láta mynda sig ísjálfu Alþingi til að sýna að þeir séu sammála um SÁÁ. Ég heldþeim vœri nœr að reyna að vera sammála um að bjarga þjóðinni frá örbirgð og volæði, ástandið eins og það er nú leiðir beinlínis af sér að allirgefist ttpp og detti varanlega íþað. Eyrirbyggjandi aðgerðir er það sem þarf ekki kastala til að liýsa þá sem þegar eru glataðir. Svo bið ég okkur allar vel að lifa. Með kœrri kveðju, — sveitakona úr Skaftafells- sýslu. Þakka þér fyrir bréfið. Þaö cru greinilega skiptar skoðanir um þessa fjársöfnun, þaö höfum við orðið varar við. Fróðlegt væri að fá fleiri bréf um þetta efni, ekki aðeins um fjársöfnun SAA heldur unt áfengisvanda- málið yfirleitt — það fer ekki mjög mikið fyrir reynslu kvenna í þeim efnum í fjöl- miðlum þrátt fyrir sí-auknar unrræður urn vandann. Hvað varðar sjónvarpsþáttinn, þá tökum við undir orð þín að allir skyldu horfa á sjónvarp með gagnrýnu hugarfari. Það er athyglisvert þegar alhæfandi ályktanir um eðli mannsins og gang mannkynssögunnar eru bornar á borð, þá eru þær ályktanir oft dregnar út frá staðreyndum um karlinn einan og sér, konur koma lítið við sögu. Og ansi erum við hræddar um að geta ekki tekið undir þá staðhæfingu að auglýsingar séu ekki mótandi. Við geturn rétt ímyndað okkur t. d., hvort sjónvarpsauglýsingarnar móti ekki heimsmynd barnanna sem á þær horfa, og þá um leið skoðanir og viðhorf! Með kveðju, ritnefndin. Pessa stundina finnst mér ótrúlega erfitt að vera kona. Ég held nœstum ég vildi miklu frekar vera karl. Ég bara held og held og er aldrei viss. Ég virðist endalaust geta flœkt mig í hlutum, sem öðrum finnast einfaldir. Og einhvern veginn finnst mér ég vera á skjön við Kvennaframboðið. Auðvitað vilja allar konur taka þáitt í jafnréttisbaráttunni. En það eru bara í mér tvær konur. Ann- arri þeirra langar bara að vera kona upp á gamla mátann. Tilfinninganæm, stundum barnaleg, stundum ósjálfbjarga. Vera heima hjá börnunum, hlúa að þeim og eiginmann- inurn — upp á gamla mátann. Vera alltaf til taks, dekra við þait öll og þá ekki síst eigin- manninn. Elda góðan mat, baka og sauma, jafnvel búa sjálf til sultu og kœfu, þið vitið, eins og mamma gerði. Pað er svo hund- ómerkilegt að kaupa tilbúið úr búð. Máúið er það, að það finnst mömmu. Og það sem mamma hefur alið mig uppí í 20 ár, hristi ég ekki af mérsi sona. En .vvo er það hin konan í mér. Hiin er gjörsamlega ósammála þeirri J'yrri. Pví skyldi ég t. d. sauma þegar mér finnst það hundleiðinlegt og er þar að auki klaufsk? Og því skyldi ég biia til kæfu eins og mamma gerði, þegar ég fœ ágœta kæfu úr biið? Pví skyldi ég dekra við eiginmanninn, ekki dekrar hann við mig. Pví skyldi ég færa hon- um kafftð, passa að hann fái nógan svefn, passa að kvarta ekki, ofbjóða ekki. Ekkertaf þessu plagar hann. Svo er það þetta fárán- lega samviskubit. Meira að segja þegar ég fer í vinnu, fœ ég samviskubit yfir að skilja hann eftir með börnin. Hvernig fer ég að því að finna milliveginn? Er kannski enginn milli- vegur? Peir kvennaframboðsfulltrúar, sem ég þekki, eða heyri til í ræðu og riti, virka á mig sem sjálfsöryggið holdi klætt. Og þið gerið mig jafnvel enn óöruggari. Pess vegna finnst mér að konur og þá kannski helst heimavinnandi hiismœður œttu að skrifa nokkrar línur. Gefa mér og mínum líkum smá hlutdeild íþvíhvernigþið upplifið hlutina. Pað myndi örugglega hjálpa. Pví ég trúi því helst ekki að óreyndu, að ég sé ein um að sveiflast milli þess sem ég er alin upp við að sé rétt og svo hins sem sennilega eftir allt saman er rétt. Með kveðju, Edda. Edda! Mikið þökkum við þér fyrir bréfið — það hefur valdið þó nokkrunt umræðum í rit- nefndinni og er alveg ljóst að einmitt þetta, sem þú skrifar unt, þessar tvær konur í einni, eru fyrir hendi svo um munar í okkur flestum og við (ekki bara í ritnefndinni heldur flest- ar konur) mislangt á veg komnar með að gera þær upp við okkur. En í stað þess að básúna hér um okkar vangaveltur í þessu sambandi, gefum við orðið laust. Hvað finnst öðrum lesendum urn bréfið hennar Eddu? Mættum við fá nteira að heyra....... Kœra Vera! Hér er smáábending til allra sem kenna sig við jafnrétti, jöfnuð og baráttu fyrir þá sem minna mega stn. / hjarta sínu veit hver maður að íþessu okkar litla landi býr ekki ein þjóð. Heldur margar. (Ekki aðeins tvær, eins og þó heyrist nú stundum). Skiptingin er svo fjölbreytileg, að blaðið dygði vart til að gera grein fyrir þeim öllum, svo vel vœri. Hér skal þó tefla fram nokkrum and- stœðu-pörum; hugsanlegum áhugasömum lesendum til íhugunar. Svo við byrjum á byrjuninni þá eru and- stæðir pólar karl/kona, ungir/gamlir (sem raunar skiptast börn/unglingar/fólkábesta- aldri(!)/gamaltfólk). Síðan má nefna snauð- ir/efnaðir, hœgrimenn/vinstrimenn og ekki síst: þéttir/'dreifðir. Eða hvað á 68 ára gömul verkakona á Isafirði, sem kosið hefur þá skástu af þeim, sem talið hafa henni trú um að væru að verja hennar hag, — hvað á hún sameiginlegt með 3 7 ára gömlum karlmanni, sem býr á Stór-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.