Vera - 01.04.1983, Page 7
... EÐA HVAÐ?
Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa er það
mikill, að eftir að hafa séð hann svartan á hvítu, er ekki
lengur hægt að sætta sig við þau svör að aðgerðir til að
draga úrþeim slysum séu ofdýrar.
Samkvæmt útreikningum forstjóra Ríkisspítalanna,
Davíðs A. Gunnarssonar, var kostnaður vegna umferð-
arslysa árið 1982 krónur 497.3 milljónir.
V QT n pl
O 1 u r l Á
Fjögurhundruðníutíu og sjö komma þrjár milljónir
A síðasta ári lctust 24 íslendingar í eða eftir umferðarslys. Mikið
slasaöir voru 370 og þeir, sem hlutu minni háttar sár voru 405.
Þessar tölur eru fengnar úr skýrslum lögreglunnarogljóst er talið að
tölur um minni háttar slys séu töluvert of lágar þar eð ekki nrerri öll
óhöpp í umferðinni eru á skýrslum lögreglunnar. Þegar Davíð Á.
Gunnarsson gerði sína kostnaðarútreikninga, tók hann inn í dæmið
kostnað vegna sjúkrahúss- og stofnanavistunar, tekjutap viðkom-
andi og tjón á niunum. Það er kaldranalegt að meta mannslíf til fjár,
en til að vega og meta hvort ekki borgi sig nú að beina fjármunum til
fyrirbyggjandi aðgerða, hefur það verið gert. Til grundvallar eru þá
lagðar tekjur viðkomandi einstaklinga og reiknað með 53.000 kr.
tekjum á árinu 1980 en sú upphæð er færð til núvirðis miðað við 4%
vexti.
Kostnaður vegna slasaðra miðast við nteðaldaggjöld á sjúkrahús-
um árið 1980. í kostnaðarútreikningi er ekki gert ráð fyrir tekju-
missi.
I samtali við Davíö kom fram. að niðurstöðutalan er að öllum
líkindum þó nokkuð of lág, þ. e. tæplega 500 milljónir er algjör
lágmarkskostnaður vegna umferðarslysa á síðasta ári.
Fivað sparaði kostnaðurinn?
Og lítum enn til útreikninga Davíðs Á. Gunnarssonar: Hann
gengur út frá að aukin fræðsla árið 1968 hafi bjargaö 14 mannslífum
(miðað við árið á undan). Með því að meta þau mannslíf til fjár (á
sama hátt og greint var frá hér að ofan) samsvarar það 25.2 milljón-
um. (Verölag síðasta árs.) Með athugun á tölum yfir slasaða árið
1968, þe. hversu mikið færri þeir voru, bætast 40.8 milljónir þar við.
Þ. e. a. s., umferðarbreytingin árið 1968 sparaði okkur í beinhörð-
um peningum 66 milljónir króna.
Og til að halda áfram mcð smjörið: Kostnaður vegnaminni háttar
slyss gæti hafa borgað helming þess, sem það kostar að setja upp
hálft umferðarljós. Kostnaður vegna dauðsfalls hefði nægt fyrir
þremur umferðarljósum. Kostnaður vegna tveggja dauðsfalla hefði
nægt til að láta gera undirgöng undir götu. Varanleg sjúkrahúsvist-
un vegna örkumla kostar það sama og þrjú einbýlishús. Já, það er
kaldranalegt að halda svona áfram. En er ckki allt metið til fjár? Er
ekki verið að meta líf og heilsu til fjár með því að bera því við að það
kosti of mikið að gera undirgöng — koma fyrir ljósum — þrengja
götuna? Undirgöng kosta kannski tvö mannslíf, en þau geta bjargað
miklu fleirum. Þínu líka.
Lítum um öxl
Árið 1968 var umferð á íslandi breytt til hægri handar. Það var
gott ár í umferðinni. Slagorð ársins var „Brosið í umferðinni" og
þeir, sem þá óku um götur minnast ettaust enn þá þeirrar tillitssemi,
sem ríkti. Gífurlegur áróður var rekinn fyrir þeirri tillitssemi og
yfirhöfuð fyrir því að allir sýndu aðgát og athygli, enda var það stórt
skref að stíga, að fara af vinstri kanti á þann hægri. Kostnaðurinn
var orðlagður. Á verölagi síöasta árs (í ágúst) nam hann enda 39
milljónum króna. 3 1 milljón fór í breytingar á vegakerfi og bifreið-
um, átta í fræðslu. En að þær milljónir borguðu sig, dregur enginn í
efa. Lítum á dauðaslys í umferðinni árin áður, árið 1968 og næstu ár
á eftir:
1966 19 danir
1967 20 -
1968 6 -
1969 12 (fræðslan situr enn í fólki)
1970 20 —
Síðan fjölgar dauðaslysum fram til 1975. Það ár létust 33 í um-
ferðarslysum. 1976: 19, 1977: 37, 1978: 27, 27 aftur næsta ár, 25
1980. Á síðasta ári voru það 24.
Af öllum drengjum, sem deyja á aldrinum
1—14 ára, deyja 14.3% í slysinn af völdum
vélknúinna ökutækja.
Heildarkostnaöur vegna umferðarslysa árið
1982 er metinn vera 497.3 milljónir króna.
Það er samdóma álit fróðra manna að það mat
sé of lágt.
Umferðarslys voru sjöundu í röðinni sem
dánarorsök karla og sextándu sem dánarorsök
kvenna á árinu 1980.
Borið saman við önnur Norðurlönd er ís-
land í meðallagi hvað varðar dauðsföll í um-
ferðarslysum. En á sama tíma og öðrum
Norðurlandaþjóðum tekst að lækka tíðni um-
ferðarslysa nokkuð, eykst tíðni umferðarslysa
hér.