Vera - 01.04.1983, Qupperneq 9
einhvern tímann lieyrt sögu um fljúgandi bíla, kannski datt því
supermann í hug, þaö getur margt komið til. En barniö hélt í raun og
veru aö bíllinn myndi fljúga yfir sig!
í rauninni erum viö, fullorðna fólkið, mcð skerta vitsmuni — aö
geta ekki skynjað þessa hlið á börnunum. Það er ekki fyrirtekt,
óhlýðni, óþekkt eða það að þau þekki ekki reglurnar, sem veldur
því að þau taka upp á því að hlaupa út á götu — heldur einfaldlega
starfar þeirra hugarheimur öðru vísi en okkar. Þetta ættu allir
ökumenn að hafa í liuga, alltaf. Barnið í fullum rétti, við verðum
einfaldlega að taka tillit til þeirrar staðreyndar. Eina reglan sem
blífur er að vera viðbúinn hvcrju sem er af börnunum og ætla þeinr
það ekki að fara að reglunum.
Hvað þýða orðin?
í fjórða lagi: Málskilningur barnanna (4-6 ára) er oft annar en
okkar. Þau hafa orðaforða, þau fara málfræðilega rétt með, þau
valda flestum hljóðum. Og þarna er það sem við sláum ryki í augun á
okkur, við höldunr að þar sem barnið getur talað hugsi það eins og
við, skilji orðin eins og við. Hugsum okkur að þú sendir dóttur þína
5 ára út í búð með miða, hún þarf að fara yfir götu á leiðinni og þú
segir: Mundu svo að fara varlega. Já, mamma, ég skal fara varlega.
En hvað átt þú við þegar þú notar orðið „varlega"? Þú meinar að
hún eigi að stoppa við götubrúnina, gá til hægri og vinstri, athuga
9P