Vera - 01.04.1983, Page 10
hvort bíll er að koma, meta hvort henni sé óhætt að leggja af stað,
passa sig að detta ekki, fara beint yfir götuna, og svo framvegis. En
dóttir þín kann að skilja orðið á allt annan hátt. Hún notar það
e. t. v. í merkingunni að fara hægt, eða passa sig á að fara ekki í
pollana, eða, í þessu tilfelli, muna að láta afgreiðslustúlkuna fá
miðann og fá til baka. Þú hefur ekki hugmynd um það! Þú bara
gengur út frá því að hún skilji orðið eins og þú af því að hún virðist
geta notað það í réttu samhengi.
Þetta á alveg sérstaklega við um orð sem eru huglæg, orð sem ekki
merkja vissa hluti eins og t. d. borð eða stóll. Orð, sem mikið eru
notuð um umferð geta haft allt aðra þýðingu fyrir barnið. Hratt,
hægt, beint, varlega, til dæmis. Ég segi við lítinn son minn eftir að
hafa skammað hann: Fyrirgefðu hvað ég var höstug við þigáðan. Já,
mamma mín, segir hann, fyrirgefðu. Þó hefur hann ekkert að fyrir-
gefa í þessu tilfelli, ég var bara þreytt og illa upplögð og lét hann fara
í taugarnar á mér. En hann skilur orðið aö fyrirgefa á annan hátt.
Hann lætur það e. t. v. þýða: Já, mamma mín, við skulum vera vinir
— eða jafnvel, þakka þér fyrir að vera góð við mig. Við megum ekki
flaska á þessu, ekki halda að þau skilji merkingu orðanna, þó svo
þau rati á að nota þau í réttu samhengi.
V: Að öllu þessu sögðu, Sigrún, finnsi munni sú ábyrgð sem hvílir á
krökkum, þegar maður til hugsar tilþess hve mörg 6 ára börn ganga
lunga leið ískóla daglega — og þeim er eiginlega gert að ábyrgjast líf
sitt án þess, eins og þú hefur rakið, að vera í stakk búin til þess ... sú
ábyrgð vera nokkuð drjúg. Gœti hún jafnvel haft þrúgandi áhrif á
barn?
S: Hiklaust, ef barnið skilur í rauninni ekki reglurnarsem þvíergert
að fara eftir. Það fer að heiman með sama veganestið: Passaðu þig,
gættu þín, farðu varlega. Við verðum að muna, að ábyrgðin er alltaf
okkar uppalendanna og svo ökumannanna í umferöinni, börnin
geta ekki og eiga ekki að bera hana. Og ábyrgðin er líka þeirra sem
skipuleggja umferðina.
A
Sköpum öryggi fyrir börnin
Umferð, götur og hverfi, er eiginlega skipulagt fyrir fullfríska
fullorðna. menn. Þú þarft ekki annað en líta í kring um þig til að sjá
dæmin blasa við. Maður skyldi t. d. ætla að auðvelt sé að skipuleggja
nágrenni íbúðarhúsa, raðhúsa og blokka þannig, að börnin þurfi
ekki að leika sér á bílastæðunum, en það er nú eitthvað annað! Nei
— börnin eru í lífshættu um leið og þau koma út fyrir dyr, bílastæðin
eru þar beint fyrir utan í stað þess aö hafa þau, segjum þegar um
raöhús er að ræða, við endann á húsinu. Eins og nú er ástatt, er
akleið og gönguleið oft og einatt eitt og hið sama.
Eða athugum hvernig skólum er niðurkomið. Börnum er gert að
ganga yfir margbreiðar umferðargötur. Mér finnst satt aö segja að
þeir sem skipuleggja hverfi á þennan hátt hafi sjálfir skerta vits-
muni; að geta með engu móti lifað sig inn í aðstæður annarra en
sjálfra sín.
V: Eg held nú sé aðeins einni spurningu ósvarað: Megum við ekki
líka gœta okkar á að ofvernda börn um of?
S: Auðvitað segja margir: Börnin verða hvort eð er að læra regl-
urnar, við megum ekki passa of stíft upp á þau, annars verða þau
bara ósjálfstæðir einstaklingar. Og svo framvegis. En umferöin er
& 10
frumskógur og það er alveg út í hött aö ætlast til þess af barni undir
sex ára aldri svo ekki sé nú dýpra í árina tekiö — að það geti bjargað
sér sjálft í þeim frumskógi. Þau geta ekki boriö þá ábyrgö. Það, að
skamma fjögurra ára gamalt barn fyrir að hlaupa út á götu hefur
svona jafn mikla þýðinguog aðskammanýfætt barn fyrir að pissa og
kúka í buxurnar. Þetta er einfaldlega spurning um líffræðilegan og
vitsmunalegan þroska. Sú staðreynd verður að búa að baki öllu
umferðarskipulagi og sú hugsun verður að vera efst í huga þeirra,
sem veröa, hvort sem þeim líkar betur eða ver að bera ábyrgð á
börnum. Uppalendur og skipulagsvöld. Umhverfið verður að bjóða
upp á barnhelda staði einmitt til að forða krökkunum frá ofvernd-
uninni, sem þú komst að. Leikvellir, leikskólar og leikaðstaða öll
þarf að vera þannig úr garöi gerð að krakkarnir geti um frjálst höfuð
strokið, leikið sér án eftirlits, boða og banna. Garðar ættu að vera
barnheldir — ekki skrautstaðir til dærnis. Umhverfi fjölbýlishúsaen
þar býr einmitt barnafólkið í ríkum mæli, þarf að vera öruggt. Girtir
garðar meö leiktækjum — ekki bara blóm og hckkir. Með því að
skapa öruggar vinjar þar sem krakkarnir geta gleymt fyrirntælunum
og leikið lausunt hala áhyggjulaust, þannig er hægt að koma í veg
fyrirofverndun. En verndunin úti í sjálfri bílamergðinni, hún verður
tæpast of mikil.
Ms/SS
S.S. er þriggja barna móðir— 14, 10 og4 ára. Hún starfarsem sálfræðingur
með börnum undir skólaaldri.