Vera - 01.04.1983, Qupperneq 11

Vera - 01.04.1983, Qupperneq 11
KELLING VIÐ STÝRIÐ! Það hlaut að vera — kelling við stýrið! Hafið þið heyrt þetta áður? Hafiði séð allar skrýtlurnar um konurnar, sem keyra bílskúrinn í klessu, skelfa líftór- una úr ökukennaranum, púðra á sér nefið á 50 km hraða, drepa á bílnum á rauðu Ijósi og sitja svo eftir á rauðu? „Baksýnisspegill- inn — ég hélt að hann væri svo ég gæti lagað á mér hárið á leiðinni!" Æðislega fyndið! Kven-bílstjórar eru til að stynja yfir, skammast út í, hlæja að. Konur hafaekki vit á bílum, þær kunna ekki að keyra, þær eru alltaf fyrir. Þeim væri nær að fara aö læra á umferðina, þeim væri nær að taka karlana sér til fyrirmyndar! Segja þeir. Að einu leyti hafa þeir rétt fyrir sér, bless- aðir. Konur keyra ööru vísi en karlar. En það er líka allt og sumt. Það er nefnilega ekki þar með sagt að þær keyri ver. Og viö ættum ekki að láta neinn þeirra segja okkur annað! Það vill nefnilega svo til, að konur valda færri slysum í umferðinni en karl- mennirnir. Ef það er ekki skynsamlegasti mælikvarðinn á ökuhæfni, þá er ekki gott að vita hvaö er! Samkvæmt þýskri könnun, sem gerð var fyrir þýska bifreiðaeigendafélagið ADAC, virðist Ijóst að ekki aðeins valda konur færri slysum, heldur hafa þær allt önnur viðhorf til bíla og umferðar en karlmennirnir. Þau viðhorf virðast vissulega til eftirbreytni fremur en til að henda gaman að. Ágætt dæmi um þetta er sú niðurstaða könnunar- innar að 57% karla reyndust á móti því, að leyfður hámarkshraði væri lægri í íbúðar- og skólahverfum en annars staðar. Fjölskyldu- feður voru nær sama sinnis, 54% þeirra voru á móti lægri ökuhraða í slíkum hverf- um. Um niöurstöður þessarar könnunar sjá annars staðar á síðunni. Frúarbíllinn í Þýskalandi — og ellaust hér líka — eykst fjöldi kvenbíleigcnda ört með hverju árinu. Þær kaupa sér yfirleitt minni og spar- neytnari bíla — ellaust er ein megin ástæðan fyrir því einfaldlega sú, að konur eru yfir- leitt fátækari en karlar. En önnur ástæða kemur í Ijós ef grannt er skoðað. Konur gera allt aðrar kröfur til bílanna sinna en karlarn- ir. Körlum er gjarnt að skoða bílinn sem nokkurs konar stöðutákn, að ekki sé nú talað um kyngetutákn. Það gefur þeim aukna karlmennskutilfinningu að geta náö sem mestum hraða á sem stystum tíma, að geta gefið hressilega í. Bílaauglýsingar spila ekki hvað síst á þessa tákna-Ieit karlanna, bílnum er ætlað að vera framhald af þeim sjálfum og vitnisburður um þann áfanga sem þeir hafa náö í lífinu. Því hærra settur og ríkari, því stærri og kraftmeiri þarf bíllinn að vera. Konur hins vegar líta á bíl fyrst og fremst sem farartæki, þægilega aðferð til að komast af öðrunt stað á annan. Það þarf að vera gott að leggja honum og hann þarf að vera Iipur í umferðinni. Kvenforstjóra þætti það full- komlega eðlilegt að aka um á litlum Fiat, en karl-forstjóra væri slíkt nær óhugsandi. Fleiri konum en körlum þykir gaman að aka bíl, þær kjósa heldur að hafa einhvern með í bílnum til að rabba við, þær tala frem- ur við sjálfa sig, syngja jafnvel, yfirhöfuð njóta þær bílferðarinnar betur en karlar. Körlum finnst betra að vera einir, flestum þeirra þykir beinlínis óþægilegt að vera far- þegi hjá öðrum (konum finnst það alveg í lagi!) og verst er þó að vera farþegi hjá ökumanni af kvenkyninu! Lægri iðgjöldfyrir konurnar! Þegar þýska kvennablaðið Emma náði í niðurstöður umræddrar könnunar. voru þær ekki í neinum vafa um hvernig bæri að bregðast við þessum upplýsingum. Þær fóru fram á lægri iðgjöld til tryggingafélaganna fyrir konur en karla.* Við göngum nú ekki það langt. Okkur finnst aðeins að karlarnir ættu að hætta gera grín að kellingum undir stýri og reyna þess í stað að gera það upp við sig, hvers vegna konur eru þó hættuminni í umferðinni. Það gæti þó aldrei verið að við yrðum þeirra fyrirmynd einn góðan veður- dag! * (Raunar ekki aö ósekju, því konur í Þýskalandi greiða sem stendur hœrri iðgjöld en karlarnir!) Hlutur karla og kvenna í umferðarslysum í Þýskalandi reiknaður eftir hlutfalli kven- og karlbílstjóra. Umferöarslysum er skipt niður eftir orsök slysa eða öðrum kringumstæðum og síðan er skýrt frá því hvort það voru karlareða konur, sem ollu slysinu. o/ /O Slysið varð við Konur Karlar Framúrakstur ....................................................... 9.2 90.8 Svíningu........................................................... 13.8 86.2 Aftanákeyrslu...................................................... 6.1 93.9 Akstur á rangri akrein á tvöfaldri akrein........................... 6.9 93.1 Við akstur út af aðalbraut ......................................... 7.4 92.6 Beygt eða snúið við.............................................. 11.0 89.0 Afturábak-akstur.................................................... 9.3 90.7 Dyr opnaðar ....................................................... 13.8 86.2 Aksturádýr.......................................................... 4.2 95.8 Annað .............................................................. 9.6 90.4 Viöhorf og skoöanir 58% karla vilja ekki að konan sín keyri bílinn á sumarleyfisferðum hjónanna 41 % karla álíta sig halda betur út að aka langan veg en konur 5% karla álíta að konur séu fruntalegir bílstjórar 10% karla líöur beinlínis illa sem farþegum hjá kvenbílstjóra 90% karla telja konur lítið vita um bíla 21 % karla segja að konur keyri ver en þeir 55% karla vilja helst vera einir í bíl 73% kvenna vilja gjarnan skiptast á um að keyra við einhvern á langferðum 68% kvenna segja sig hafa gaman af að aka bíl 44% karl-bíleigenda eru launþegar 24% kven-bíleigenda eru launþegar 40% karla segja að bíllinn sinn sé sitt aðal-áhugamál 9% kvenna segja að bíllinn sé sitt aðal-áhugamál ii 6

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.