Vera - 01.04.1983, Síða 16
Og þá vaknar önnur spurning: Er ég að gera út af við líf eða
einstakling? Segjum við ekki, við sem berjumst fyrir frjálsum fóstur-
eyðingum, að fóstureyðing sé ekki eyðing á lífi? Er ég að svíkja þann
málstað með þessum vangaveltum? Nei. Tólf vikna fóstur er ekki líf.
Er það ekki einmitt þar, sem læknavísindin setja mörkin — þegar
miðtaugakerfið verður til. Sömu mörk og skilja líf frá dauða, sama
skilgreining. Fram að þeim tíma verður umráðaréttur konunnar yfir
eigin líkama að gilda. Já. Svona hugsa ég þetta, dag eftirdag, nótt
eftir nótt. Fram og til baka og fram aftur.
Eg geri ráð fyrir að ég fari í þetta helvítis legvatnspróf. Læknirinn
mun skoða í sónarnum hvernig fóstrið liggur, hversu mikið legvatn-
ið er. Svo merkir hann á magann á mér með blýanti eða tússpenna
og stingur nál á kaf inn í kviðinn á mér, dregur sýnið upp í sprautuna
og það er yfirstaðið. Nema hvað ég þarf að bíða í tvær vikur eftir
svarinu. Og þá getur engin tekið ákvörðun nema ég.
Kannski geri ég mér óþarflega erfitt fyrir. Kannski ætti ég bara að
láta nægja að þakka réttinn til að mega taka ákvörðunina. Réttinn
til að segja já eða nei. Ég hef hann þó.
Stundum fáum við svo sannarlega að bera ábyrgð!
Mamma.