Vera - 01.04.1983, Qupperneq 24

Vera - 01.04.1983, Qupperneq 24
Að leiðrétta mistök Fulltrúi kvennaframboðsins í umferðanefnd, Edda Björgvinsdóttir, leysir frá skjóðunni: Sp: Hvert er hlutverk urnferðanefndar borgarinnar? E: Henni er ætlað að vinna að bættu skipulagi í umferöa- málum fyrst og fremst. Starfið fer helst í að sinna óskum sem berast frá íbúum víðs vegar um borgina, það er t.d. ekki óalgengt að fundir fari fram í rútubíl á meðan við förum í skoðunarferðir til að kanna aðstæður! Sp: Eftir nœrri ár í þessari nefnd - hefur eitthvað komið þér sérstaklega á óvart? E: Já - það sem svo sannarlega hefur komið mér mikið á óvart er hversu margar beiðnir berast um hraðahindr- andi aðgerðir, einkum og sérílagi frá nýju hverfunum. Mér finnst sem viðhorfin séu mikið að breytast frá því að bíllinn sé heilög kýr, sem skuli hafa algjöran forgang. Að alltaf sé séð fyrir að hann hafi greiða leið, að umferð sé fyrst og fremst umferð bíla. Þessi viðhorf eru að breytast til miklu manneskjulegri viðhorfa, til aukins tillits til gangandi og hjólandi fólks. Nú er fólk að átta sig á því að göturnar eru of beinar og of langar, þær bjóða beinlínis upp á hraðaakstur og varla nokkuð öryggi. Auðvitað er ég hér að tala um húsagötur inni í íbúöahverfum en ekki tengibrautirnar eða stofnbrautir, þ.e. götur á milli hverfa. En sem sagt - starf okkar í umferðarnefndinni felst einkum í að leiðrétta mistök, skipulag sem síðar kemur í ljós að þarf að laga og það er bað sem kemur á óvart7hversu mikið af þeim beiðnum kemur frá nviu hyerfunum. Sp: Svo umferðarnefnd er sá aðili sem best er að snúa sér til með kvartanir og þess hátlar? E: Einmitt. Og ég vil hvetja fólk til að láta vita, hika ekki við að koma með beiðnir og kvartanir, því auðvitað eru það íbúarnir í hverju hverfi sem vita best hverju er ábótavant. Um að gera að líta gagnrýnum augum í kring um sig og benda á það sem betur þyrfti að fara. Sp: Og þú persónulega, hefur þú lagt áherslu á eitthvað sérstakt í nefndinni? E: Ég hef verið að samþykkja óskir um hraðahindranir, og útbúa tillögur í þá átt. Núna hef ég og við í nefndinni einnig verið að vinna að tillögum um það, hvernig best væri að haga áróðri vegna Norræna umferðaröryggisárs- ins, þú hefur heyrt um það já - mér finnst alltof fáir vita um að það stendur yfir! Sem dæmi um tillögugerð vildi ég nefna samvinnu okkar Katrínar Fjeldsted varðandi breyttan hámarks- hraða í íbúðarhverfum, þ.e. að hámarkshraði þar verði _3() km í stað 50 km sem nú er. Við höfum lagt heilmikla vinnu í þessa tillögu og erum raunar enn að vinna hana þannig úr garði, að það verði beinlínis ekki verjandi að fella hana. Það er nefnilega erfiðara en margan grunar að sannfæra rétta aðila um að það sé hægt að ferðast á svolítið minni hraða og að það muni verða til aukins öryggis og færri slysa. Sp: ,SVo þið eruð að hlaða góðum rökum undir þessa tillögu! E: Já. Fyrir það fyrsta má benda á að slysatíöni fer alls staöar lækkandi nema hér á Islandi og erlendis þakka menn þessu ekki hvað síst harðari ákvæðum um hraða- akstur og auknum hraðahindrunum. Þess eru dæmi, t.d. frá Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi, að þegar leyföur ökuhraði var lækkaður í orkusparnaðarskyni, fækkaði slysum svo að ákveðið var að hækka leyfðan hraða ekki á nýjan leik eins og þó hafði staðið til fyrst. Þá vekjum við athygli á reynslunni frá árinu 1968, þegar skipt var yfir í hægri umferð með miklum áróðri og ærnum kostnaði. Það ár ber hreinlega af hvað varðar slysatíðni, sem var mun lægri en árið áður og ekki að effy að þar sagði áróðurinn sitt. Það vill vera svo, að kostnað- arhliðinni er boriö við^þegar stungið er upp á auknum áróðri og auknum aðgerðum til að draga úr hraða. En reynslan sýnir, að sá kostnaður marg borgar sig. Allt of fáir szera sér fulla ttrein fvrir bví. hvað umferðin kostar samfélamö. Fleiri umferðarljós, hindranir, upphækkanir, hlið og hvað það nú allt er, sem gera má, er kostnaðar- samt, en guð minn góður hvað kostar bílaumferðin okk- ur í mannslífum og beinhörðum peningum! En eins og ég sagði áðan, viðhorfin eru að breytast, flestir eru að vakna upp af værum blundi hvað varðar bílinn. Það er reglulega spennandi að fylgjast með til- raunum í þessum málum, mér dettur í hug það sem er veriö að gera t.d. í Hollandi og Danmörku - alveg nýjar tegundir af götum: götur fyrir alla og ekki bara bíla, götur með trjám og gönguleiðum og hjólabrautum. Um- ferðaræð í orðsins fyllstu merkingu, hugsaður þér það! Sp: Nokkur orð að lokum? E: Ósk um að allir verði virkilega meðvitaöir um um- hverfiö - hiki ekki við að hafa samband við rétta aðila til að koma skoðunum sínum á framfæri og svofað skipulag nvrra hverfa verði borið undir Umferðanefnd til um- sagnar. Ms/EB

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.