Vera - 01.04.1983, Blaðsíða 25
Maskúlinistar allra landa — sameinist!
Kallar Hugh nokkur de Garis, fæddur og
uppalinn í Ástralíu, nú með breskan passa
en búsettur í Brussel. Hann ætlar sér að
verða Germain Greer maskúlinistanna og
virðist vel á veg kominn með að ná því
marki, ef dæma má af hans eigin orðum.
Þessi áratugur ætti að verða áratugur karls-
>ns — nú er okkar tími að koma, segir Hugh.
1 Bandaríkjunum spretta meðvitundar-
vakningarhópar karla upp úr fásinninu eins
og gorkúlur, sömuleiðis í Danmörku, Hol-
landi og Englandi. Maskúlinistahreyfing
Evrópu mun halda þing sitt, það þriðja í
röðinni, í Gent í sumar sem kemur.
Það cr margt, sem þarf að gera fyrir karla,
segir Hugh. T .d. er meðalaldur þeirra átta
árum styttri en kvenna. Kannanir gerðar í
klaustrum bera þess vitni að meðalaldur
munka og nunna er sá hinn sami og aðrar
kannanir sýna, að konur á framabraut deyja
þremur árum fyrr að meðaltali en húsmæð-
ur. Þetta gefur þó nokkuð til kynna, svo sem
að karlar hrynja niður löngu áður en það er í
rauninni tímabært. Ástæðan? Of mikið
vinnuálag.
Hugh nefnir Iíka tilfinningalega fátækt
karla. ,,Konum er kennt að vera hlýjar og
opnar, körlum er bannað slíkt alveg frá
bernsku. Við vöxum úr grasi eins og vél-
menni, óhæfir til tjáskipta." Þetta ljós fór að
renna upp fyrir Hugh þegar hann las The
Female Eunoch eftir Greer. Hann fór að
velta fyrir sér líkamlegri og félagslegri kyn-
greiningu út frá sjónarmiði karla. Strákar
Itera sitt kynhlutverk engu síður en stelpur,
þetta þarf hvoru tveggja að stokka upp.
Eyrsta skref maskúlinistahreyfingarinnar,
að mati Hughs, þarf að vera krafa um sveigj-
anlegan vinnutíma og aukin hlutastörf. í
fyrirmyndarþjóðfélaginu verður hlutur
kynjanna jafn á vinnumarkaðnum og á
heimilunum. Við viljum líka fá tíma til að
kynnast og elska börnin okkar. Lagalegt
misrétti gagnvart körlum er alls staðar,
heldur hann áfram: T. d. herskylda, konur
eru undanskildar henni og því alveg lausar
viö að berjast og deyja á vígvellinum, nú
eða þá eftirlaunaaldur, en víða erlendis fara
konur fyrr á eftirlaun en karlar. Hvers
vegna, fyrst konur lifa lengur en við? Hann
vill einnig að réttur feðra yfir ófæddum
hörnurn verði jafn rétti móðurinnar, þannig
að faðirinn eigi jafnan ákvörðunarrétt um
fóstureyðingu og konan. Markmið Maskú-
linista, að sögn Hughs þessa, líkjast mjög
markmiðum feminista. „Karlar munu einn
góðan veðurdag verða hlýjir og tilfinninga-
næmir án þess að þurfa að skammast sín
fyrir það. Núna erum við varla annað en
gangandi bankareikningar."
Ný jafnréttislög hafa verið sett í Frakk-
landi. Lögin eru kennd við jafnréttisráð-
herrann, Yvette Roudy, og voru samþykkt
af franska þinginu með 327 atkvæðum en
stjórnarandstaðan sat hjá.
Með Roudy-lögunum hafa þau gömlu
verið rnikið endurbætt. Þau fjalla um
menntun, vinnumál s.s. vinnuvernd og að-
stöðu. stöðuveitingar, uppsagnir og at-
vinnuleysi. Nokkur verkalýðsfélög og kven-
réttindakonur hafa að vísu lýst því yfir að
lögin gangi ekki nógu langt eða að þau séu
ekki nógu afdráttarlaus. Þó munu flestir
sammála um að mikils sé af þeim að vænta,
því þau gömlu hafi ekki haft tilætluð áhrif.
Allar greinar, sem gera upp á milli kynja
hafa verið numdar brott (nema þær sem
fjalla um réttindi mæðra og barnshafandi
kvenna). Lögin gefa þó svigrúm, í fyrsta
sinn í frönskum lögum, til jákvæðrar mis-
mununar: „Skammtíma aðgerðir má gera í
því augnamiði að rétta hlut kvenna aðeins.
Markmið aðgerðanna verði að örva jafna
möguleika karla og kvenna."
Tíðinda er að vænta af breskum konum í
maí n. k. Þar í landi er nú verið að skipu-
leggja viku-herferð gegn klámi, sem á að
hefjast 14. maí. „Klám er ofbeldi gegn kon-
um" segja konurnar og ætla nú enn að láta
til skarar skríða gegn síaukinni sölu á klám-
blöðum, ofbeldi í kvikmyndum, auglýsing-
um, og fjölmiðlunum. í hverju einasta
krummaskuði í Bretlandi er að finna a.m.k.
eina klám-vörubúð, video-væðingin veldur
'jafn miklum áhyggjum þar eins og hér og
fjölmiðlarnir hika ekki við að selja sig og
vörur sínar með berum stelpum. „Violence
sells — who pays?" er spurt.
Herferðin hefst eins og fyrr sagði þ. 14.
maí. Þann dag munu konar gera aðför að
klám- og videobúðum, hver í sínu bæjarfé-
lagi. Þ. 15 verða vökur til minningar um þær
konur, sem hafa þjáðst vegna ofbeldis frá
hendi karlmanna. Vökurnar verða haldnar
á aðaltorgum borga og bæja. Vikunni lýkur
þ. 21. maí með fjöldagöngu um Soho hverfi
Lundúna, en Soho er n.k. nafli klám-iðnað-
arins í Bretlandi. í auglýsingum frá skipu-
leggjendum segir m.a.: „Við biðjum allar
konur, sem þrá frið, allar konur sem vilja
ráða yfir eigin líkama, að vera með í háværu
nei-i, í mótmælum gegn því sem verið er að
gera okkur með klámi. Það voru 30.000
konur á Greenham Common — hittumst
allar aftur í Soho."
Á miðjum jólamánuði síðasta árs hittust
hvorki meira né minna en 30 þúsund konur
á einum stað í Bretlandi til að mótmæla
kjarnorkuvopnum og stríði. Staðurinn var
Greenham Common, í Suður-Englandi
(Berkshire) en þar er eitt kjarnorkuvera
Bretlands. Fjöldafundir til að mótmæla víg-
búnaði gerast æ algengari og fjölmennari
sem von er. Greenham Common samkom-
an vakti þó meiri athygli en aðrar í Bretlandi
og það fyrir ýmsar sakir. Og síðan hefur
staðarheitið Greenham Common orðið
nokkurs konar tákn fyrir friðarbaráttu
kvenna, tákn sem tlestir þekkja. Hér var
þessum fjöldafundi lítið sinnt í fjölmiðlum,
þótti víst varla fréttnæmt. Sjónvarpið birti
myndir af löggunni við að hirða bandóðar
kvenréttindakellingar sem uppi höfðu
óspektir — aðrir létu sér fátt um finnast. En
í breskum blöðum, að ekki sé nú talað um
róttæk kvennablöð, kemur fram að Green-
ham Common hefur verið stórkostlegt
ævintýr sem allir, sem þar komu saman
munu minnast um langan aldur. Og okkur
þykir rétt að segja dálítið nánar frá þessum
viðburði.
Takið með ykkur persónulega muni...
Snemma á síðasta hausti tóku að birtast
auglýsingar. Ein hljóðaði svona:
„Konur vilja líf á jörðu. Þ. 12. desember
safnast konur saman við kjarnorkuverið á
Greenham Common. Hittumst við hliðin
sjö, tökum með okkur persónulega muni til
að hengja á girðinguna umhverfis verið,
skrýðum það mótmælum og skilaboðum um
ógnunina sem stafar af kjarnorku. Um há-
degisbil verður myndaður hringur kvenna
allt umhverfis verið og um kvöldið verða
25 JQ