Vera - 01.04.1983, Síða 32
HVERSVEGNA
HÆTTA STELPURNAR?
í framhaldi af skrifum okkar um íþróttir í
síöustu VERU, birtist hér viðtal við fjórar
íþróttakonur. Tvær þeirra, Ástbjörg Gunn-
arsdóttir og Svana Jörgensdóttir, áttu sæti í
Kvennanefnd ISI og unnu m. a. að skýrsl-
unni sem við sögðum frá í síðasta blaði.
Tvær viðmælenda okkar eru Katrín Dani-
valsdóttir og Oddný Sigsteinsdóttir, en þær
eru báðar í íslenska landsliðinu í handbolta.
Vera byrjaði á því að spyrja þær Ást-
björgu og Svönu hvað hefði komiö þeim
mest á óvart við gerð könnunarinnar.
Svana: Það sem kom mér mest á óvart var
hversu gífurleg nýting er á öllu íþróttahús-
næði sem við könnuðum. Þessi hús eru full-
bókuð frá því eldsnemma á morgnana fram
til miðnættis og þá eru helgarnar ekki und-
anskildar.
Vera: Hvað með þá skoðun, að konur fái
„verri“ tíma en karlar?
Ástbjörg: Það er eiginlega ekkert sem stað-
festir það. Tímum fyrir hinar ýmsu greinar
er úthlutað árlega og sum ár fá konur verri
tíma, sum árin betri, en í heild er ég alls ekki
viss um að munur sé þar á.
Vera: Hvað segið þið um þetta, Katrín og
Oddný?
Katrín: Handboltinn hefur jafnan verið
nokkurs konar aðalsmerki míns félags, FH,
og ég held að þar sé strákum og stelpum gert
jafnhátt undir höfði. Aftur á móti er Ijóst að
hvað varðar mótin eru kvennadeildirnar á
verri tímum.
Oddný: Já, ég tek undir það. Það breytir
miklu hvort konur eru með í stjórn eða ekki.
Hjá okkur í Fram hafa alltaf verið konur í
stjórn handboltadeildarinnar og það hefur
skipt okkur miklu. Aftur á móti eru karl-
mennirnir allsráðandi í knattspyrnudeild-
inni. Eitt sumarið vorum við eitthvað fyrir
þeim og þá var kvennaknattspyrnan lögð
niður hjá félaginu, en eftir stóðu 20 áhuga-
samar stelpur félagslausar.
Afhverju hætta stelpurnar?
Vera: Það kemur fram í könnuninni að
stelpurnar vilji hætta í íþróttum á aldrinum
15-16 ára.
Ástbjörg: Já, greinilega. Þó má koma fram,
að margir piltar hætta einmitt þá líka. Aftur
á móti byrja þeir oftar fyrr á nýjan leik en
stúlkur.
Svana: Þegar ég var í handboltanum um
1950, varð ég oft vör við að fólk furðaði sig
á því að við skyldum nenna þessu. Viðhorfin
voru þannig þá, þessi skoðun hefur þó
breyst til batnaðar, en e. t. v. eimir eftir af
þessu enn.
Vera: Getur verið að stelpur séu óbeint
lattar til að stunda íþróttir vegna þess að það
þyki ókvenlegt? Nú ersá aldursem um ræð-
ir, kynþroskaaldurinn, einmitt sá tími þegar
stelpur reyna að falla inn í sitt kynhlutverk.
Ástbjörg: Það er að minnsta kosti misskiln-
ingur, að þær, sem leggja stund á íþróttir,
verði eitthvað ókvenlegri fyrir vikið. Ef svo
fer, þá er um ranga þjálfun að ræða. Þjálfun
verður að höfða til beggja kynja.
Katrín: Það er náttúrlega um ákveöin tíma-
mót að ræða á þessum aldri í sjálfum íþrótt-
unum, stelpur ganga upp í meistaraflokk til
dæmis. Annars var það þannig þegar ég var
16 ára, að það voru sagöar vera strákastelp-
ur sem voru í íþróttum, en nú þykir það töff
að vera hraustur og taka þátt í þeim.
Oddný: Líklega hefur einnig áhrif sú upp-
skipting á félagsskap, sem krakkar ganga í
gegnum á þessum aldri — sumir lenda ein-
faldlega í íþróttagrúppunni, aðrir í ein-
hverju öðru.
Aðlaðandi í íþróttum?
Vera: Forseti ISI sagði m. a. í ræðu sinni á
ráðstefnunni síðast liðið vor: „Veitum
kvenþjóðinni athygli og styðjum þær og
örvum á íþróttasviðinu. Við skulum láta þær
finna og sjá, að þær eru jafnaðlaðandi í
íþróttum og annars staðar." Finnst ykkur
þetta bera vott um að hann og karlarnir geri
fyrst og fremst þá kröfu til kvenna að þær
séu aðlaðandi?
Svana: Eg tók þessu nú ekki á neikvæðan
hátt.
Ástbjörg: Líkamsrækt af öllu tagi hlýtur að
gefa öryggi og sjálfstraust í framkomu. Að-
laðandi kona er ánægð.
Katrín: Myndu slík orð sem þessi vera sögð
um karlmann? Þessi orð segja okkur mikið
um þau viðhorf sem karlmenn hafa gagn-
vart konum sem stunda íþróttir.
Oddný: Við sjáum þetta nú svart á hvítu í
vali á efni í íþróttaþáttum sjónvarpsins. Þar
er megináherslan í kvennaíþróttum á þær
greinar sem „fínlegri" þykja, svo sem á fim-
leika.
Vera: Hvað um keppnisskapið — er því
eitthvað ólíkt farið hjá stelpum og strákum?
Er það kannski minna hjá stelpum og þar sé
komin ein skýring þess hvers vegna þær
hætta fremur?
Svana: Ég er viss um að bæði kynin búa yfir
jafn miklu keppnisskapi. Aftur á móti er
ekki laust við að viðhorf kvenna til keppnis-
íþrótta breytist er þær komast á giftingar-
aldurinn og sigrar verði þeim minna virði en
körlunum.
Katrín: Þetta mcð keppnisskapiöer kannski
spurning um þroska, sigurinn verður ekki
minna virði, en maður tekur ósigrunum á
annan hátt.
Ástbjörg: Það er svo margt sem hefur áhrif.
Mcr dettur í hug sú breyting sem orðið hefur
— því vissulega hefur þátttaka kvenna auk-
ist og ein ástæðan fyrir því er að vísindaleg
þekking á líkamanum hefur breyst. Áður
fyrr þótti ekki aðeins ókvenlegt að vera í
sporti, það var álitið að kvenlíkaminn þyldi
minna álag en hann gerir og að það væri
beinlínis óhollt. Heilsunnar vegna þótti ekki
ráðlegt að hlaupa eða synda á meðan á
blæðingum stóð — nú er þetta litið öðrum
augum.
Vera: Höldum áfram við þá staðreynd að
stúlkur á kynþroskaaldri hætta í íþróttum —
það tengist e. t. v. því sem þú sagöir núna,
Ásfbjörg. Við vitum að þegar stelpur fara að
breytast líkamlega, fá brjóst, hafa tíðir o. s.
frv., þá er það oft mikið feimnismál. Kröf-
urnar, sem gerðar eru til líkamlegs útlits, eru
harðar — getur verið að stelpur blygðist sín,
fari fremur í felur með líkama sinn en strák-
arnir, og veigri sér við að berhátta sig, fara í
sturtu . ..?
Ástbjörg: Já, ef til vill. Ég varð oft vör við
það, fyrstu árin mín í kennslu, að erfitt var
að fá stúlkurnar til að fara í bað á eítir
leikfimi. Þá var ég vön að ræða við þær,
fræða þær um Iíkama sinn. Það er auðvitaö
alveg nauðsynlegt að þjálfarinn hafi skilning
á svona hlutum og nægilegan þroska. En
þaö vill vera þannig, að sumir þjálfarar eru
ósköp ungir og reynslulitlir.
Utan eða innan félaganna?
Vera: Nú liggur ljóst fyrir að konur stunda
sína líkamsrækt að mestu leyti utan íþrótta-
félaganna. Við höfunt verið að leita skýr-
inga á þessu og höfum rætt við ýmsa, til
dæmis við Báru Magnúsdóttur, sem rekur
líkamsrækt J.S.B. Hún lét sér detta í hug að
konur vildu hafa næði til að vera saman, aö
þær fyndu ekki fyrir þeirri klúbbstemmn-
ingu í félögunum, sem þær finna í leikfim-
inni. Hvað haldið þið um þetta?
Ástbjörg: Þetta gæti verið rétt að vissu
marki.
Svana: Nei, ég er ekki sammála þessu.
Svona stemningu er líka hægt að skapa inn-
an félaganna.
Oddný: Kannski er erfitt að koma inn í hóp,
sem þekkist fyrir, eða inn í hópandann, sem
ríkir í húsnæði félaganna. Svo er þetta
áreiðanlcga líka hreinlega spurning um tíma