Vera - 01.09.1984, Qupperneq 2
Á því eina og hálfa ári sem núverandi ríkisstjórn
hefur setið við völd hafa kjör launafólks í landinu far-
ið hríðversnandi þrátt fyrir það að afkoma allflestra
atvinnugreina hafi sjaldan verið betri.
Harðast kemur þó láglaunastefna stjórnvalda nið-
urá konum. Á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hafa
kjör kvenna orðið enn verri en undir flestum ríkis-
stjórnum síðari ára. Staðreyndin er sú að konur á
vinnumarkaðinum hafa alltaf fyllt lægstu launaflokk-
ana en nú er svo komið að algengustu laun kvenna,
lágmarkslaun, duga ekki einu sinni til lágmarksfram-
færslu enda hafa nauðsynjar og heilbrigðisþjónusta
hækkað margfalt á við launin. Það er því ijóst að ein
helsta réttlæting ríkisstjórnar og atvinnurekenda fyr-
ir kjaraskerðingunni — minnkun verðbólgunnar —
hefur ekki haft í för með sér batnandi lífskjör, allra
síst fyrir konur. Það er vert að geta þess að hæstu
meðallaun kvenna eru ekki hærri en það að þau eru
sambærileg við laun karla á aldrinum 15—19 ára og
karla á aldrinum 65—69 ára.
Það er Ijóst að vinnuframlag kvenna er lægra metið
en vinnuframlag karla og að enn er litið svo á að karl-
menn séu fyrirvinnur heimilanna en laun kvenna
uppbótarlaun. Þetta er þó í ósamræmi við þá stað-
reynd að nú geta fæstar fjölskyldur framfleytt sér á
launum einnar fyrirvinnu. Einstæðum konum fer þó
fjölgandi og eru oft einu fyrirvinnur fjölskyidna.
Þeim er ætlað að framfleyta sér og sínum á uppbótar-
tekjunum einum saman.
Þau viðhorf að karlmaðurinn sé fyrirvinna heim-
ilisins en konan fyrst og fremst heimavinnandi hús-
móðir og eiginkona, leiðir af sér að vinnuafl kvenna
er notað sem varaskeifa. í samræmi við það er konum
fyrst sagt upp störfum þegar illa árar, á þeim forsend-
um að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst húsmóður-
hlutverkið, en á þensluskeiðum aftur á móti eru þær
hrifsaðar út af heimilunum á vinnumarkaðinn sem
ódýrt vinnuafl. Þessi staða ætti að vera okkur konum
hvatning til harðrar baráttu því að efnalegt sjálfstæði
er ein meginforsendan fyrir því að, árangur náist í
baráttunni gegn kúgun kvenna.
Við konur verðum að hætta að líta á okkur sem
varavinnuafl með uppbótarlaun og krefjast þess að
vinnuframlag okkar verði metið til jafns við karla.
Ríkjandi ástandi verður ekki breytt nema með sam-
eiginlegu átaki okkar allra. Við verðum að taka barátt-
una í okkar eigin hendur. Við hljótum að berjast fyrir
öflugri verkalýðshreyfingu og gegn kvenfjandsam-
legri láglauna og öfgastefnu ríkisstjórnar atvinnu-
rekenda. AÓ/KÓ/Mrún
VERA
4/1984 SEPTEMBER
Útgefandi:
Kvennaframboðiö í Reykjavík
og Samtök um Kvennalista
símar: 22188, 21500 og 13725
Ritnefnd:
Guörún Jónsdóttir
Gyöa Gunnarsdóttir
Helga Thorberg
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Blöndal
Magdalena Schram
Margrét Rún Guömundsdóttir
Sigríður Sveinsdóttir
Temahópur:
Aagot Óskarsdóttir
Kristín Ólafsdóttir
Margrét Rún Guömundsdóttir
Starfsmaður VERU:
Sonja B. Jónsdóttir
Ljósmynd á forsíöu:
Þjóðminjasafn, Gunhild Thorsteinsson
Útlit:
Solla, Malla, Margrét Rún, Gyöa
og Kristín Blöndal
Ábyrgöarmaður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsingar og dreifing:
Hólmfríöur Þórhallsdóttir
I
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Solnaprent
Ath. Greinar I Veru eru birtar á ábyrgö höfuhd3
og eru ekki endilega stefna útgefenda.
Áskriftarsímar:
21500, 22188 og 13725