Vera - 01.09.1984, Síða 12
kvennanna og 35% karlanna sig þjást af
streitu í vinnunni. (Ef teknir eru allir þeir
sem töldu sig þjást af streitu bæöi utan
vinnu sem innan er hlutfallið mun hærra).
Fólkið gefur upp mismunandi ástæður fyr-
ir streitunni og oft á tíðum vega ástæðurn-
ar jafn þungt hjá báðum kynjum. Það vek-
ur engu að síður athygli að fleiri konur en
karlar telja launakerfið og persónulegar
aðstæður vera orsök streitunnar. Hins
vegar telja fleiri karlar en konur vinnuálag
vera orsök sem tengist líklega því að þeir
eru lengur á vinnustað. Bæði meðal karla
og kvenna er stress algengast á aldrinum
20—40 ára og er toppurinn í kringum
20—29 ára aldurinn en þá telur um helm-
ingur af báðum kynjum sig þjást af streitu
í vinnunni. Stressið minnkar síðan með
aldrinum og er komið niður í 30% meðal
kvenna yfir fertugt. Það vekur hins vegar
athygli að streita hjá körlum minnkar ekki
fyrr en um fimmtugt en þá fer hún líka nið-
ur í 12% svo það er til einhvers að vinna.
Ef streitan er skoðuð í samhengi við
launakerfi eins og sjúkdómarnir hér á und-
an, þá kemur í Ijós að stressið er mest í ein-
staklingsbónus en þar eru 45% kvenn-
anna stressaðar á móti 29% kvenna í hóp-
bónus og 22% kvenna sem vinna á tíma-
kaupi. Þess má jafnframt geta að af þeim
sem gefa launakerfið upp sem ástæöu fyr-
ir streitu eru hlutfallslega mun fleiri í ein-
staklingsbónus en t.d. á tímakaupi.
Meirihlutinn vill breytingar
Af því sem hér hefur verið sagt um sjúk-
dóma og streitu má Ijóst vera að launakerfi
hafa áhrif á heilbrigði fólks. Könnunin í
heild rennir fleiri stoðum, en hér hafa verið
taldar fram, undir það að ákveðin tengsl
séu á milli einhæfni og vinnuhraða annars
vegar og sjúkdóma og streitu hins vegar.
Mörgum konum i fiskvinnu hafa lengi verið
Ijós þessi tengsl en jafnframt að það er
ekki hægt að láta bónusinn lönd og leið og
hverfa aftur að óbreyttu tímakaupi. Enginn
lifir á tímakaupinu einu saman. Könnunin
leiðir t.d. í Ijós að aðeins 40% þeirra
kvenna sem vinna í einstaklingsbónus
vilja halda óbreyttu ástandi og telja sig
hafa það ágætt við núverandi launakerfi.
37% þeirra vilja halda áfram í einstaklings-
bónus vegna launanna og 22% vilja gjarn-
an skipta um launakerfi vegna þess að þær
telja vinnuna ýmist of erfiða eða of mikið
stress. Meirihluti kvennanna virðist því
hallur undir breytingar gegn því að hægt
sé að ná samningum sem tryggi fiskverk-
unarfólki mannsæmandi laun.
Samningar undanfarinna ára virðast
hins vegar fyrst og fremst hafa tekið mið af
bónusgreiðslunum og er eins og gengið
hafi verið út frá því að þær héldu lífinu í
konunum rétt eins og ætlast var til að
smyglið héldi lífinu í sjómönnunum á sín-
um tíma. Fastakaup var og er enn auka-
atriði. Meðan sá þankagangur ræður ríkj-
um situr timakaupið eftir og bónusinn
verður áfram ill nauðsyn sem konur verða
að greiða fyrir með heilbrigði sínu.
— isg.
P.s. Þess má geta að samsvarandi könnun
var gerð í fata- og vefjariðnaðinum og hafa
Verkamannasambandið og Iðja ákveðið
að sty rkja hana fjárhagslega og gefa út að-
gengilega bæklinga til aö dreifa meðal
verkafólks.
Endar ná aldrei saman
Hjálpum ekki
skussunum
sagði Albert, eftir fund með Halldórí í i
„Það v«! nar að h)áipa möoman máhun. „Viö megum ekki hlaupa bUnt
i gera dtthvert gagn en eln- á eftlr krtifum þrýatlhópa og setja
hverjum akumum." sagðt Albert þannig þjóófélagiö endanlega á haua-
nunrtaaon (jármálaráðberra I
°Gt/4ÚkIE7
Reyndu hjí félagi einstæðra, góðit!
Um könnun á kjörum og fé-
lagslegri stöðu einstæðra for-
eldra í landinu.
Áriö 1982 var skipuð nefnd á veg-
um félagsmálaráðuneytisins sem
kanna skyldi kjör og félagslega
stöðu einstæðra foreldra í landinu.
Nefndin ákvað m.a. að gera könnun
meðal einstæöra foreldra þar sem eftirtal-
in atriði skyldu höfð til hliðsjónar: Hagir
barna, húsnæöismál, menntun og skóla-
ganga, atvinna og störf — einkum með til-
liti til vinnutíma, launakerfis og veikinda
barna, tekjur og framfærsla, og i síðasta
lagi var höfö ein opin spurning þar sem
óskað var eftir almennri frásögn um hvað
viðkomandi teldi hafa valdið mestum
breytingum á lífsháttum við það að verða
einstætt foreldri.
Um framkvæmd og úrvinnslu könnunar-
innar sáu Þorbjörn Broddason, dósent við
félagsvisindadeild og Hellen Magnea
Gunnarsdóttir, B.A.
Það er e.t.v rétt að taka það strax fram
að það er rangnefni að tala um kjör ein-
stæðra foreldra í þessu sambandi vegna
þess aö yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru
konur, eða 94%, og þarf það ekki að koma
neinum á óvart. Karlmenn eru því hreinar
undantekningar i hópi einstæðra foreldra-
Þegar litið er á helstu niðurstöður þess-
arar könnunar kemur i Ijós að tryggt hús-
næði er eitt brýnasta mál einstæðra
mæðra og virðast húsnæðisörðugleikar
skyggja á allan annan vanda. U.þ.b. 40%
12