Vera - 01.09.1984, Page 13

Vera - 01.09.1984, Page 13
Þeirra setja tryggt húsnæöi á oddinn þeg- 9r spurt er um hvaö sé brýnasta málið til urbóta á högum einstæöra mæöra. Það kemur einnig í Ijós aö þriðjungur Peirra heldur ekki sjálfstætt heimili og er uærtækt aö álykta aö þröngur fjárhagur sé Par meginorsök þó ekki sé hægt aö full- yrða um það á grundvelli þessarar könn- unar. Eins og áöur var sagt var ein opin spurn- ln9 lögð fyrir þar sem spurt var um hvaö viðkomandi teldi hafa valdið mestum ureytingum á lífsháttum viö aö verða ein- stasö móðir. Hér verður gripiö niöur í örfá svör af handahófi svosem eins og til þess að varpa Ijósi á þau lífskjör sem íslenskt samfélag býr fjölda kvenna og barna á því uerrans ári 1984. ,,Eg hef stöðugar áhyggjur af pen- iagum og húsnæöi og nú verð ég aö flytja úr þessari íbúö eftir tvo mánuöi.” ,,. . .hef ég yfirleitt þurft aö vinna aukavinnu til þess aö endar nái saman °9 hin síðari ár finnst mér fjárhagsaf- koman vægast sagt mjög erfiö. . .” ,,• . . fór ég að vinna allan daginn og ðugöu þær tekjur ekki til framfærslu, ðætti þá við mig kvöldvinnu og síðar næturvinnu. Þessum störfum hélt ég Þar til andlegt og líkamlegt þrek var að bresta, minnkaöi þá viö mig, seldi hús- oign mína, greiddi niöur skuldir og byrj- aði á nýjan leik.” Þegar þaö er haft í huga að tekjur kvenna á besta vinnualdri eru sambæri- legar við tekjur unglingsstráka og karla á ellilífeyrisaldri þarf þaö víst ekki aö koma neinum á óvart aö einstæðar mæður þurfa aö vinna óhóflega langan vinnudag til þess aö sjá sér og sínum farboröa. í könnuninni kemur enda í Ijós aö u.þ.b. 80% einstæðra mæðra vinna 40 stunda vinnuviku eða lengur utan heimilis. Þaö kemur einnig í Ijós aö næstum helmingur einstæöra mæöra meö tvö börn á framfæri vinnur 50 stundir á viku og jafnvel lengur utan heimilis. Fyrir alla þessa vinnu bera þær úr býtum aðeins 16.500 á mánuði til jafnaðar á síðasta ári. Og ekki þarf að orö- lengja aö öll heimilisstörf og umönnun barna bíða kvennanna aö loknu löngu dagsverki annars staöar. Það er e.t.v. aldrei Ijósara en þegar könnun sem þessi er skoðuð, könnun sem fjallar um lífskjör og aöstæður kvenna, sem eru einar fyrirvinnur síns heimilis, hví- lík smánarlaun konum eru skömmtuö á ís- landi í dag. Nú er mál aö linni, við konur eigum ekki að una því ófremdarástandi að vera ekki matvinnungar, jafnvel þó meira en fullu dagsverki sé skilað á vinnumarkaöinum. Sigurbjörg Aöalsteinsdóttir Bókari Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar óskar eftir aö ráöa bókara. Upplýsingar veitir Sigfús Jónsson, Fríkirkjuvegi 3, í síma 25800. Umsóknum ber aö skila til starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstök- um umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 17. september 1984. Hvaö er til ráöa? Hér ú undan höfunx við reynt að draga upp mynd aJ kjörum kvenna á vinnumarkaðinum. Kynbundið kjaramisrétti er staðreynd og því er það sem mest á >'iður nú að finna leiðir til úrbóta sem konur geta Sameinast um. Við höfum engar einfaldar lausnir, en viljum þó slá hérfram hugmyndum í þeirri von að þœr geti orðið umrœðugrundvöllur. Undirstaða allrar baráttu fyrir bœttum kjörum er að maður sjálfur sé sannfœrður um réttmœti hennar. Enn virðast alltof margar konur sœtta sig við að á okkur sé litið sem annars flokks vinnuafl °g lenda í innbyrðis deilum um hvernig málunum er skipt á milli okkar. Fyrsta skrefið er að verða meðvitaður um mikilvœgi eigin staifs. Minnumst kvennaverkfallsins 1975, samstöðunnar þá og hvernig það lamaði alla starfsemi í þjóðfélaginu. 2' Grípum til pennans ogfyllum dagblöðin afgrein- mn þar sem við lýsum þeim kjörum sem við búum við. Fjölmiðlar eru áhrifamiklir til að breyta við- horfum. Hvernig væri að efna til ýmiss konar mótmœla- aðgerða bœði á eigin vinnustað og saman í hóp ut- an þeirra. Dœmi: Allar konur á sama vinnustað fari sér hœgt í vinnu eða allar verði veikar á sama degi. Dœmi um hópaðgerðir utan vinnustaða er að konur innan BSRB fylli ganga fjármálaráðu- neytis og fari þar í setuverkfall. Það sama gœtu konur utan BSRB gert á skrifstofu Vinnuveit- endasambandsins. Dæmi um aðra aðgerð er að fjölmenna á félagsmálastofnanir og leggja launa- seðlana á borðið og sýna þar með fram á að kjörin séu slík að fullvinnandi kona geti ekki séð sérfar- borða af þeim. 4. Mikils er um vert að við fylgjumst vel með samn- ingaviðræðum og samþykkjum ekki kjarasamn- inga, sem ekki veita okkur verulega kjarabót. 5. Kvennaverkfall getur orðið úrslitavopnið sem beita þarf í baráttunni — þá reynir endanlega á samstöðu okkar. Vonandi haldið þið áfram að upphugsa baráttu- leiðir. — Munum bara að vinnuafl okkar erþað eina sem við höfum að selja. — Seljum það dýrt! G.J. 13

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.