Vera - 01.09.1984, Síða 16
Þegar kjör okkar þriggja af Kvennalista til Alþingis var oröin staðreynd,
stóöum viö frammi fyrir því erfiða vali, hver ættu aö njóta forgangs af þeim
mörgu réttlætismálum, sem viö vildum vinna aö. Eitt þeirra varöaöi úrbæt-
ur í málefnum þeirra, sem veröa fyrir ofbeldi, og þá sérstaklega nauögun-
um. Ótrúlegt virtist, aö aörir yröu til aö beita sér í slíku máli. Þaö kom í hlut
undirritaðrar að vinna að því.
Heimildir
Viö athugun kom í Ijós, aö um þetta efni
fannst ekki stafkrókur í þingskjölum, þótt
leitaö væri langt aftur i tímann. Lesefni var
aö ööru leyti einnig af skornum skammti. í
tímaritinu Úlfljóti, 1.—2. tbl. 1980, er próf-
ritgerð Ásdísar J. Rafnar lögfræðings um
afbrotiö nauögun. í sama blaði fjalla þær
Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræöingur
og Þorgeröur Benediktsdóttir lögfræðing-
ur um þau atriöi, sem skýra viðhorf til
nauðgana og viðbrögð viö þeim, og loks er
þar grein byggö á samtali viö Arnþrúði
Karlsdóttur, þáverandi rannsóknarlög-
reglumann, sem í starfi sínu fékkst talsvert
viö rannsókn nauðgunarmála.
í tímaritinu Geövernd, 1982, er fjallað
um ofbeldi gegn konum í heimahúsum, og
í nóvemberhefti Veru 1982 er fjallað um
nauögun í nokkrum greinum. Loks ber aö
nefna námsefni lögfræðinema, kennslurit-
iö Skirlífisbrot eftir Jónatan Þórmundsson,
útgefiö árið 1981, sem ég kynnti mér, auk
þess sem ég leitaði beint til hans um
vitneskju og ráðleggingar. Svo var raunar
um fleiri, og vil ég sérstaklega geta þeirra
Önnu Magneu Hreinsdóttur hjá Kvennaat-
hvarfinu í Reykjavík og Hildigunnar Ólafs-
dóttur afbrotafræöings, sem veittu mér
bæði upplýsingar og góö ráð.
Þung viðurlög — vægir dómar
í núgildandi hegningarlögum segir svo í
194. grein: ,,Ef kvenmanni er þröngvaö til
holdlegs samræöis meö ofbeldi eða frels-
issviptingu, eöa meö því aö vekja henni
ótta um líf, heilbrigði eöa velferð hennar
sjálfrar eöa náinna vandamanna hennar
þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár
og allt aö 16 árum eöa ævilangt. Sömu
refsingu skal sá sæta, sem kemst yfir
kvenmann meö þvi aö svipta hana sjálf-
ræöi sínu.”
Samkvæmt þessum lögum, sem eru frá
1940, er nauðgun ofbeldi af alvarlegasta
tagi, sem varöar þyngstu refsingu og ekki
ástæöa til aö æskja breytinga á þeim. Þaö
er svo aftur annað mál, aö lítið samræmi er
á milli laganna og framkvæmda í þeim efn-
um.
í svari dómsmálaráðherra viö fyrirspurn
undirritaðrar (sem nánar verður sagt frá á
þingmálasíðum), í Sameinuöu þingi 6.
mars s.l. komu m.a. fram eftirfarandi upp-
lýsingar: Frá 1. júli 1977, en þá tók Rann-
sóknarlögregla ríkisins til starfa, til 31-
des. 1983 skráði Rannsóknarlögreglan
alls 126 kærur um nauðgun. Af þeim kær-
um voru 82 sendar ríkissaksóknara til frek-
ari meöferðar. 58 kærur leiddu til ákæru,
og 44 þessara ákæra höföu á þessum tíma
þegar leitt til dóms. Algengasta refsing var
fangelsi í 12—18 mánuði, en i einu tilviki
var dæmt í 3 ára fangelsi.
Viðhorf samfélagsins
126 kærur á sex og hálfu ári er há tala,
ekki síst þegar haft er í huga, aö mikill
meirihluti nauögunarbrota er aldrei kærð-
16