Vera - 01.09.1984, Page 17
ia kve'inft
mvóU"11
Ur- Enskar og bandarískar kannanir benda
! Þeirrar niðurstöðu, og hér á landi er
astandið varla betra. Um það eru að sjálf-
^°9ðu engar skráðar heimildir, en munn-
e9ar margvíslegar, og má mikið vera ef
esendur kannast ekki flestir við slík tilvik.
Staðreyndin er því miður sú, að fórnar-
0rnb nauðgara eiga ekki vísa samúð allra.
Alltof
margir hafa hugsunarháttinn: Henni
ar nær/ Hún bauð upp á þetta/ Hún var
rukkin/ Hún var ögrandi klædd/ Hvað var
Un svo sem að flækjast á þessum tíma
So|arhringsins?
^etta vita allar konur, og þessi viðhorf
æ a margar frá því að leita réttar síns, ef
Un9umstæður eru eitthvað líkar því sem
ofan er lýst. Oft þekkja þær líka afbrota-
anninn eða aðstandendur hans og vilja
' a þeim. Og margar konur hafa þá sögu
Se9ja, að þeim hafi verið ráðið frá því að
ra nauðgun. Þar eru að verki ættingjar
a kunningjar, en einnig lögreglan. Vafa-
Ust eru slík ráð vel meint, enda margra
ynsla, að kæra og rannsókn nauðgunar-
a s auki aðeins á niðurlægingu þolanda.
ugljóst er, að mikillar hugarfarsbreyt-
Vo9ar er þörf hjá þorra manna. Það hefst
nandi með umfjöllun og áminningum,
enær sem ástæða er til.
Tillaga Kvennalistans
Aðstaða brotaþola í nauðgunarmálum
er algerlega óviðunandi og brýnt að bæta
þar um. í því skyni lögðum við þingmenn
Kvennalista fram eftirfarandi tillögu til
þingsályktunar á síðasta þingi:
„Alþingi ályktar að fela dómsmálaráð-
herra að skipa fimm manna nefnd, er
kanni, hvernig háttað er rannsókn og með-
ferð nauðgunarmála og geri tillögur til úr-
bóta í þeim efnum.”
í greinargerð með tillögunni sagði m.a.:
,,Lagt ertil, að í nefndinni eigi sæti full-
trúi Kvennaathvarfs, lögfræðingur, rann-
sóknarlögreglumaður, læknir (sérfræð-
ingur í kvensjúkdómum) og félagsráðgjafi
eða sálfræðingur. Eðlilegt og sjálfsagt er,
að nefndin sé að meirihlutaskipuð konum.
Meðal úrbóta, sem til greina koma, má
nefna eftirfarandi:
— Lögreglu sé skylt að benda brotaþola á
aðstoð Kvennaathvarfs eða einhvers
sambærilegs aðila þegar á fyrsta stigi
kærumálsins.
— Brotaþola sé tryggð lögfræðiaðstoð og
aðstoð geðlæknis, félagsráðgjafa eða
sálfræðings, þegar á fyrsta stigi rann-
sóknar.
— Læknirinn, sem skoðar brotaþola, sé
kona.
— Rannsóknarlögreglumaðurinn, sem yf-
irheyrir brotaþola, sé kona.
— Haldin verði námskeið fyrir þá, sem að-
stoða brotaþola, og þá, sem annast
lögreglurannsókn vegna nauðgunar-
mála.
Loks má benda á, að mörgum þykir
sönnunarbyrði brotaþola í nauðgunarmál-
um ankannaleg og að atferli þeirra, bæði
fyrir og eftir brotið og á meðan á því stóð,
sé dregið fram í dagsljósið í ríkara mæli en
við rannsókn annarra mála. Ennfremur
kynni að vera fróðlegt fyrir nefndina að
athuga og bera saman dóma fyrir nauðg-
unarbrot og forsendur þeirra dóma, t.d.
s.l. 20 ár.
Æskilegt er, aö nefndin hraði störfum
sínum og skili áliti á þessu ári.”
Hverfisgötumálið
vakti þingheim
Við Guðrún og Sigríður Dúna stóðum
einar að þessari tillögu. Við buðum nokkr-
um öðrum þingmönnum aðild að tillög-
unni, en þeir afþökkuðu, okkur til tals-
verðrar undrunar, og báru ýmsu við.
Vegna þessara viðbragðaannarra þing-
manna, svo og vegna þess að tillagan fór
ekki í nefnd fyrr en í apríl (sjá ræðu í Alþing-
istíðindum, 24. hefti, 4961), vorum viö von-
daufar um að hún fengist afgreidd fyrir vor-
ið, þrátt fyrir allan þann eftirrekstur, sem
viö töldum hæfilegan. En tillagan fékkst
reyndar samþykkt, og var það vafalaust
fyrst og fremst vegna Hverfisgötumálsins,
sem vakti marga af værum svefni. Er hart
til þess að vita, að slíka óhugnaðaratburði
þurfi til að opna augu manna fyrir því
ófremdarástandi, sem rikir á þessu sviði.
Því miður verður stundum lítið og seint
úr framkvæmdum hinna ýmsu ályktana,
sem samþykktar eru á hverju þingi. Þeim
mun meiri ástæða er til að fagna skjótum
viðbrögðum dómsmálaráðherra, sem
þegar í júlí hafði skipað í nefndina eftir-
talda aðila: Jónatan Þórmundsson,
prófessor, sem er formaður nefndarinnar,
Sigrúnu Júliusdóttur, félagsráðgjafa,
Hildigunni Ólafsdóttur, afbrotafræðing,
Ásdísi J. Rafnar lögfræðing og Guðrúnu
okkar Agnarsdóttur, lækni og alþm.
Viö bindum miklar vonir við störf þessar-
ar nefndar, sem hefur nú í höndum sínum
fyrsta málið, sem Kvennalistinn fékk sam-
þykkt á Alþingi.
Við vonum allar, að þau leiði til bættrar
aðstöðu þeirra, sem verða að þola nauðg-
un, þessa óhugnanlegu birtingu mann-
vonsku, kvenfyrirlitningar og algjörs tillits-
leysis gagnvart tilfinningum, sæmd og
reisn manneskjunnar.
Kristín Halldórsdóttir.
17