Vera - 01.09.1984, Síða 21
Seinagangur hjá Jafnréttisnefnd
Er reynsla af
heimilisstörfum einhvers virði?
Tillagan er því enn formlega til umsagnar hjá Jafn-
réttisnefnd og hefur veriö þar í tæplega tvö ár. — Þetta
er greinilega ekki mál sem Jafnréttisnefnd telur skipta
miklu máli, enda er niðurstaða umsagnar hennar, sam-
kvæmt því sem Ingibjörg Rafnar segir, sú að 10 ára
starfsreynsla við heimilisstörf skuli metin til hæsta
launastigs í sambærilegum störfum á vinnumarkaðin-
um.
Niðurstaða nefndarinnar boðar því sáralitla breytingu
frá því sem nú er, en bæði Sókn og Framsókn hafa
ákvæði í sínum samningum um að við störf hliðstæð
heimilisstörfum sé sú reynsla metin einhvers í launum.
Stórhugurinn í Jafnréttisnefnd fyrir bættum kjörum
kvenna viröist því miður ekki vera svo ýkja mikill.
Tónninn í ræðu Ingibjargar Rafnar var vægast sagt
neikvæður. Hún taldi okkar tillögu bæði „botnlausa”
og „glórulausa”. Orðrétt sagði hún um þá hugmynd,
sem felst í okkar tillögu, að starfsreynsla af heimilis-
störfum verði metin til fulls án tillits til hvort um lík störf
sé aðræða: „Mérfinnst það óraunhæft að meta störf
á heimili til starfsreynslu við hvers konar störf. Það
er að mínu mati beinlínis óréttlátt. Það felur raunar
í sér ákveðinn forgang kvenna að störfum, ef þær fá
slíka forgjöf.”
Það vafðist líka fyrir Ingibjörgu hvað væri átt við þeg-
ar talað er um heimilisstörf í tillögunni og var helst á
henni að skilja að það eitt gæti talist heimili þar sem
væru hjón og börn!
Við Kvennaframboðskonur teljum að svo sé,
er> um það eru allar konur greinilega ekki sam-
^ála.
I október 1982 fluttum við tillögu í borgar-
s|jórn um að allar þær konur sem hjá borginni
Vlr>na fengju reynslu sína af ólaunuðum heimil-
'sstörfum metna sem hverja aðra starfsreynslu
Pegar þær hæfu störf hjá borginni.
þessari tillögu var vísað til umsagnar Jafn-
['ettisnefndar Reykjavíkur. Ekki hefur umsögn
Peirrar ágætu nefndar um þessa tillögu borist
enn og höfum við þó reynt að ýta á eftir því að
ta hana.
hess vegna endurf luttum við tillöguna á borgarstjórn-
J' ^ndi í júlí s.l., en enn var borgarstjórnarmeirihlutinn
tilbúinn til að samþykkja hana, heldur lagði tals-
aöur hans í þessu máli, Ingibjörg Rafnar, til að tillög-
nni yrði nú vísaö til launamálanefndar.
að blæs sem sagt ekki byrlega fyrir þessu réttlætis-
ali frekar en fyrri daginn. Ingibjörg Rafnar tók sem sé
sér fyrir hönd meirihlutans að jarða enn einu sinni
essa tillögu okkar og var hún eini fulltrúi þeirra sem til
als tók um hana. í ræðu hennar á borgarstjórnarfund-
UrTi 5. júlí s.l. kom fram að hún hefði snúið sér til for-
anns Jafnréttisnefndar, flokkssystur sinnar, Bjargar
narsdóttur, og spurst fyrir um hvað umsögn nefndar-
Ut^ar llöi. Þá hafi komið í Ijós að nefndin hafði gengið frá
tii ,sa9n um fyrri tillögu okkar en dregið að senda hana
1 borgarstjórnar.
Að potast ein og ein. . .
Einnig setti Ingibjörg fyrir sig að tillagan tók aðeins til
kvenna sem vinna heimilisstörf. Fannst henni það mik-
ið misrétti að nota ekki fólk í staðinn því „ . . . forgjöf
fyrir einn þýðir mismunun fyrir aðra. Við í Sjálfstæð-
isflokknum leggjum a.m.k. meiri áherslu á rétt ein-
staklings en hóps eða tegundar. . .” Þá höfum við
það án umbúða — barátta kvenna samræmist ekki
stefnu Sjálfstæðisflokksins, hafi einhver staðið í þeirri
trú, alla vega ekki þegar hægt er að skilgreina okkur og
baráttumál okkar sem baráttu „tegundar”. Það er allt í
lagi að við potumst ein og ein á kostnað annarra. — Það
er jafnrétti samkvæmt þessari greinargóðu skilgrein-
ingu Ingibjargar Rafnar, borgarfulltrúa.
Að lokum klykkti Ingibjörg út með þvi aö lýsa því yfir
að hún teldi nýlegar samþykktir bæjarstjórnanna í
Kópavogi og á Akureyri, um að meta skuli heimilisstörf
til starfsreynslu hjá öllum konum sem hjá þeim vinna,
afar óskynsamlega. Hins vegar væri hún hlynnt fyrir-
komulaginu á Selfossi þar sem ákveðið er að
störf skuli metin til 4ra ára starfsreynslu þegar
bærileg störf er að ræða. Lengra eru jafnréttissinninn
Ingibjörg Rafnar og borgarfulltrúar meirihlutans ekki til-
búnir að ganga.
G.J.
21