Vera - 01.09.1984, Síða 24
ur fram þál.till. um rannsókn og meðferð nauðgunar-
mála, sem náöi fram að ganga á síðasta degi þings —
hið eina af málum Kvennalista á liðnum vetri. Hinum
málunum, þeim sem ekki tókst að fá afgreidd verður að
sjálfsögðu fylgt eftir á komandi vetri. Kristín Halldórs-
dóttirfjallar ítarlega um rannsókn og meðferð nauðgun-
armála í grein sem er að finna annars staðar í blaðinu.
Fræösla um kynlíf og barneignir
Þann 8. nóv. gerði Kristín Halldórsdóttir að umtals-
efni lög sem afgreidd voru frá Alþingi í maí 1974 um ráð-
gjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Hún benti
á að nú rúmum áttaárum eftir gildistöku laganna skortir
verulega á að sú fræðsla sem þau kveða á um sé fram-
kvæmd, með þeim afleiðingum m.a. að fjöldi þungana
meðal stúlkna á aldrinum 15—19 ára er miklu meiri hér
á landi en meðal jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum, en
þar hafa stjórnvöld unniö markvisst að fræðslustörfum
um þessi efni. Beindi Kristín eftirfarandi fyrirspurn til
heilbrigðisráðherra og til menntamálaráðherra:
1. Hvað líður framkvæmd 1. kafla laga nr. 25 frá 1975
1—7 gr., um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir?
2. Hyggjast ráðherrar notfæra sér tillögur um
fræðsluherferð í skólum og meðal almennings, sem
samstarfshópur 57 kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum
og mörgum starfsstéttum vann að og afhenti viðkom-
andi ráðherrum í júlí s.l.?
Tillögur kvennanna 57 um hvernig að slíkri fræðslu-
herferð mætti standa eru í örstuttu máli á þessa leiö:
Að gerð yrði fræðsluþáttaröð um kynlíf og barneignir
til notkunar í sjónvarpi, í skólum og víðar, að aðgangur
unglinga aö getnaðarvörnum yrði auðveldaður og ung-
lingar markvisst hvattir til þess að nýta sér starfsemi
kynfræðsludeilda.
í svörum sínum lögðu báðir ráðherrarnir áherslu á, að
fræðslustarfsemi varðandi kynlíf og barneignir hefði
farið vaxandi á undanförnum árum og töldu fram-
kvæmdaleysi stjórnvalda orðum aukið. Heilbrigðisráð-
herra sagði að ekki væri mögulegt að auka kynfræðslu-
starfsemina, nema fjárveitingar til þess hækkuðu.
Menntamálaráðherra sagði helstu þröskulda í vegi
slíkrar fræöslu vera skiptar skoðanir á því hvernig að
fræðslunni skyldi staðið, á hvað ætti að leggja áherslu,
og svo hins vegar væri um að ræða ókunnugleika á nýju
efni.
Málefni barna og unglinga
Guðrún Agnarsdóttir beindi í febrúarmánuði tveimur
fyrirspurnum, er báðar snerta hag barna og unglinga, til
heilbr. og tryggingamálaráðherra. Sú fyrri hljóðaði svo:
„Hverjareru aðstæður hér á landi til að veita athvarf og
heilbrigðisþjónustu þeim börnum og unglingum sem
eru illa haldin andlega og líkamlega um styttri eða lengri
tírna vegna fíkniefnaneyslu.”
Ástæðan fyrir fyrirspurn Guðrúnar er sú að sá hópur
barna og unglinga sem neytir fíkniefna fer sífellt stækk-
andi og hafa mörg þessara barna þegar beðið varanlegt
tjón á heilsu sinni og önnureru í mikilli hættu. Sum eru
illa haldin eöa ósjálfbjarga og eiga ekki í neitt hús að
venda, vegna heilsufarslegra eða félagslegra vand-
ræða. Brýnt er að bregðast við þessu vandamáli, þó
það sé á byrjunarstigi, en í máli ráðherra kom fram að
ekkert hefur verið gert til að koma til móts við þennan
hóp þjóðfélagsþegna.
Síðari fyrirspurnin var nátengd þeirri fyrri og hljóðaði
svo: „Hverjar eru aðstæður í heilbrigðiskerfinu til að
sinna geðrænum vandamálum barna og unglinga?” í
svari rh. kom fram að á undanförnum árum hefur verið
gert mikið átak í þessum efnum, þó þörfin sé meiri en
svo að unnt sé að anna henni að því er virðist. Einnig
kom í Ijós að aðhalds og sparnaðaraðgerðir ríkisstjórn-
arinnar munu bitna á þessum þætti sem öðrum innan
heilbrigðiskerfisins. >
Guðrún vakti athygli á að af 51 karlkyns þingmanni
fylgdust aðeins 5 auk ráðherra meö þessum umræðum,
en 5 konur af 9. Heilbr.- og tryggingamálarh., Matthías
Bjarnason, tók undir orð Guðrúnar og sagði það vera til
skammar fyrir karlkyns þingmenn, hvaö illa væri mætt
við þessar umræður. Undir það getum við allar tekið, en
hver skyldi vera ástæðan?
Táknmálskennsla í grunnskólum
Aö loknu jólaleyfi þingmanna beindi Sigríður Dúna
fyrirspurn til menntamálarh. um það hvort hann/hún
hyggðist beita sér fyrir því að tekin verði upp kennsla í
táknmáli í grunnskólum landsins. Sigríður Dúna benti á
að hér á landi telst það sjálfsagt réttindamál og á að
vera tryggt í stjórnarskrá lýðveldisins að allir hafi rétt á
að tjá hugsanir sínar, hafi málf relsi eins og það heitir, en
nokkur hópur manna hefur litla möguleika til að nýta sér
þessi réttindi vegna líkamlegrar fötlunar sinnar. Hún
sagðist telja það sjálfsagt réttlætismál að koma til móts
við þá einstaklinga sem í hlut eiga og tryggja þeim rétt
og frelsi til að tjá hugsanir sínar jafnt og öðrum lands-
mönnum. Almenn kennsla í táknmáli væri greið leiö til
að leiðrétta þetta misrétti og rjúfa einangrun þeirra sem
mállausir eru, auk þess almenna menntunargildis sem
felst í slíkri kennslu.
Af orðum ráðherra mátti ráða að ýmislegt er í vegin-
um fyrir táknmálskennslu í grunnskólum landsins.
Lífskjör hverra?
Á liðnum vetri lögðu stjórnarflokkarnir fram 5 frum-
vörp til staðfestingar á bráðabirgðalögum þeim sem
sett voru í maí 1983. Öll voru þau meingölluð frá sjónar-
hóli Kvennalistakvenna og lögðu þær fram margar
breytingatillögur þar aö lútandi. Eitt þessara frv. bar yf-
irskriftina „fjármálaráðstafanir til verndar lífskjör-
24