Vera - 01.09.1984, Síða 25
um”, frv. sem er aö ýmsu leyti undarlega úr garöi gert.
Sú spurning vaknar hverra lífskjör eigi í raun að vernda.
Sem dæmi má nefna að frumvarpið kveður á um aukinn
persónuafslátt frá skatti á þann veg að þeim sem lægst-
ar tekjurnar hafa og því mesta þörf á verndun lifskjara
kemur þessi afsláttur ekki til góða. Guðrún Agnarsdóttir
benti á, í ræðu um þettafrv., að síðan ríkisstjórnin greip
til efnahagsráðstafana sinna hafi tíminn leitt í Ijós að
einmitt þeirsem þyngst framfæri hafaeru nú verst settir
og að allar skerðingar hafa bitnað mest á þeim.
í frv. er kveðið á um sérstakar barnabætur fyrir börn
yngri en 7 ára. Sigríður Dúna gerði athugasemdir við
þetta aldursákvæði og eins þá furðu að barnabætur
skuli lækka eftir því sem börnin verða fleiri, því eftir því
sem börnin verða fleiri því þyngra verður framfærið og
því meiri þörfin á aðstoð. Hún taldi sýndarmennsku þá
sem einkennir þetta frumvarp koma einna best í Ijós
Þegar litið væri á hækkun mæðralaunanna, hækkun
sem skiptir sama og engu máli fyrir þá sem í hlut eiga.
Talað væri um 100% hækkun mæðralauna, en sú
hækkun nemur innan við 300 kr. og síðan tæpum 100
kr. í viöbót fyrir hvert barn sem foreldri á umfram fyrsta
barn. Sigríður Dúna sagði að það sem að þessu frum-
varpi væri þegará heildinaværi litið, væri að það missti
marks. Það næði ekki til þeirrasem raunverulega þyrfti
að aðstoða.
Húsnæðismál
í stefnuskrá Kvennalistans segir um húsnæðismál:
Við viljum breyta stefnu í húsnæðismálum. Við viljum
stórauka byggingu leiguhúsnæðis annaðhvort á vegum
hins opinbera eða á vegum félagasamtaka. Endur-
skoða verður lánakjör þeirra sem eignast vilja húsnæði
til eigin afnota. Við viljum að fólk geti I reynd valið um
Það hvort það býr í leiguhúsnæði, byggir sjálft eðafestir
kaup á öðru húsnæði.
Á liðnum vetri fluttu Bandalag jafnaðarmanna, Al-
þýðuflokkurinn og Kvennalistinn þál.till., um húsnæðis-
samvinnufélög. Helsta ástæöan fyrir flutningi þessarar
tillögu var, eins og segir í greinargerð með tillögunni, að
bfremdarástand ríkir í húsnæðismálum þjóöarinnar og
brýn þörf er nýrra úrræða. Sem stendur bjóðast aðeins
tveir kostir, annars vegar leigumarkaður og hins vegar
séreignarform. Leigumarkaðurinn er þröngur og öryggi
leigjenda lítið, en séreignarformið krefst meiri fjárfest-
inga en flestir ráða viö.
Húsnæðissamvinnufélög hafa marga augljósa kosti
og hafa það markmið að gefa fólki kost á góðu og
öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta íbúð-
arform er í dag einna algengast á Norðurlöndum, í
Þýskalandi og á Niðurlöndum, en auk þess eru starf-
andi húsnæðissamvinnufélög mjög víða um heim.
Tillagan fékkst ekki afgreidd.
Lífeyrisréttindi húsmæðra
Á liðnum vetri voru flutt þrjú mál á þingi sem miða að
því að bæta lífeyrisstöðu heimavinnandi. Hér er um að
ræða breytingar á lögum um lífeyrissjóð bænda, sem er
stjórnarfrv., mál Jóhönnu Sigurðardóttur um gagn-
kvæman makalífeyri og loks þál.till. Páls Péturssonar.
í till. Páls Péturssonar er gert ráð fyrir að heimavinn-
andi húsmæður greiði sjálfar iðgjöld til sjóðsins, en að
mati Kvennalistans nær það ekki nokkurri einustu átt,
þar eð sá útivinnandi, sem í flestum tilfellum er eigin-
maðurinn, er þá kominn í sömu stöðu og atvinnurek-
andi sem greiðir launatengd gjöld, í þessu tilfelli lífeyris-
sjóðsiðgjöld annars ólaunaðs starfsmanns. Auk þess,
benti Sigríður Dúna á, er með öllu óverjandi að ætlast
til þess að launalaust fólk greiði launatengd gjöld.
Tillaga Alþýðuflokksins felur í sér að sjálfstæð aðild
beggja hjóna eða sambúöaraðila til lífeyrisréttinda er
tryggð á þann veg að áunnin stig þeirra verði lögð sam-
an og skipt á sérreikninga þeirra fyrir þann tíma sem
sambúð varir. Gallinn er hins vegar sá við þessa tillögu
að hún miðast að öllu leyti við vinnu úti á vinnumarkaðin-
um og metur því í raun ekki til fjár þau störf sem unnin
eru inn á heimilunum. Frv. um breytingar á lífeyrissjóði
bænda tryggir sjálfstæða makaaðild að lífeyrissjóðs-
réttindum á sama hátt og gert er í tillögum Alþýðuflokks-
ins, en á báðum stöðum er heimavinnan ekki metin til
fjár, heldur réttindunum aðeins dreift.
Sigríöur Dúna benti á að hægt væri að gera tillögur
þessar aðgengilegri með því að kveða svo á að þegar
og ef heimavinnandi fara út á vinnumarkaðinn eftir ein-
hvern ákveðinn árafjölda við heimilisstörf, þá sé heima-
vinnutíminn metinn sem starfsreynsla og heimavinn-
andi gefinn kostur á að kaupa sér, á sérstökum vildar-
kjörum, lífeyrisréttindi í samræmi við það.
,,Er nokkurt réttlæti í því að þær sem eingöngu eru
heimavinnandi njóti ákveðinna réttinda fram yfir þær
sem eru bæöi útivinnandi og heimavinnandi og vinna
oft á tíðum tvöfaldan vinnudag? Varla getur það talist
réttlátt. Því er það meginmál að finna út hvernig hægt
er að meta til réttinda heimavinnu útivinnandi kvenna.
Slík lausn erekki hrist fram úr erminni í einu vetfangi.”
Flugstöð og Seðlabanki
Málefni Seölabankans
voru talsvert til umraeöu á
liðnum vetri og mátti heyra
óánægjuraddir, ekki sist
vegna byggingar þeirrar
sem hýsa á peninga sem
ekki eru til. Kvennalistakon-
ur telja byggingu Seöla-
bankahallar með öllu
óafsakanlega framkvæmd,
eins og nú háttar í efnahags-
málum þjóðarinnar, og
lögðu til strax á haustdögum
aö sú framkvæmd yrði
stöðvuð. Sama gildir um
byggingu nýrrar flugstöðvar
á Keflavikurflugvelli, að mati
Kvennalistans er langt frá
þvi að vera meðal forgangs-
verkefna.
25