Vera - 01.09.1984, Page 26
Af þeim málum sem hér á undan eru talin, fékk aö-
eins eitt afgreiðslu. Það snertir húsfreyjur í sveitum,
sem nú hafa öðlast rétt til lífeyris úr lífeyrissjóði bænda.
„Allt er mælt á eina vog. . .”
Þó ríkissjóður sé svo tómur að í honum megi
spegla sig að sögn fjármálaráðherra, fannst stjórn-
arflokkunum sjálfsagt að þaðan (af almannafé)
væru teknar litlar 500.000 kr. til kynningar á efna-
hagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Kynningin fólst
í ferðalögum og útgáfu slagorðabæklings og hlutu
stjórnarflokkarnir harða gagnrýni fyrir þetta fram-
ferði. í ræðu um málið kvaðst Kristín Halldórsdóttir
ekki sjá nokkra ástæðu til að ríkissjóður greiddi
þennan slagorðabækling, sem hvorki væri upplýs-
andi né málefnalegur og engin tilraun þar gerð til að
útskýra né rökstyðja aðgerðirnar. Fór hún svo með
eftirfarandi vísu fyrir þingheim, sem henni kom í
hug, þegar hún las umræddan ritling:
Allt er mælt á eina vog
í því svarta skýi.
Helmingurinn öfgar og
afgangurinn lygi.
(Jón Þorsteinsson)
Fjárlög 1984
Mörgum var illilega brugðið á liðnum vetri þegar lögð
var fram áætlunin um sameiginlegan heimilisrekstur
okkar allra, þ.e. fjárlög fyrir árið 1984. Þar kom í Ijós að
þeim málaflokkum sem Kvennalistinn vill sérstaklega
standa vörð um er lítill sómi sýndur af þeim sem ráða
ferðinni í ríkisbúskapnum. Við blasti grimmdarlegur
niðurskurður á flestum sviðum, atlaga að velferð, jafn-
ræði, öryggi, menntun, heilbrigðisþjónustu og félags-
legri þjónustu og engar raunverulegar tilraunir til upp-
byggingar atvinnulífinu voru þar sjáanlegar.
Kristín Halldórsdóttir flutti ítarlegar ræður um fjárlög-
in, þar sem hún gagnrýndi forgangsrööun stjórnarinnar
og benti á aðrar leiðir til sparnaðar og úrbóta.
Hún sagði m.a. um samdrátt í heilbrigðismálum ,,300
milljón kr. sparnaður á þessu sviði er að mínum dómi
óhugsandi. Þá upphæð hefði hins vegar mátt spara
með því t.d. að fella niður uppbætur á útfluttar landbún-
aðarafuröir, en til þess liðar eru ætlaðar 280 millj. á
næsta ári”.
„Óhjákvæmilegar” hækkanir
Flestir hafa eflaust furðað sig á verðhækkunum á
vöru og þjónustu á sama tíma og laun í landinu svo til
standa í stað, en nauðsynjavörur hafa hækkað um allt
að 90%. I frv. til laga um verðlagsmál, sem tengist
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, er notað mjög
vafasamt og ónákvæmt orðalag, en þar segir að aðeins
skuli leyfa „óhjákvæmilegar” hækkanir. Því miður láð-
ist að láta fylgja með lögunum skilgreiningu á hvað
flokkast undir „óhjákvæmilegar” hækkanir og hvað
það orð yfirleitt felur í sér. Sigríður Dúna gagnrýndi að
menn skyldu leyfa sér ónákvæmni sem þessa í jafn
mikilvægu máli sem snertir búreikninga hvers einasta
heimilis í landinu. Hún sagði ennfremur að að sínu mati
hefðu ákvæði laganna þurft að vera miklu strangari og
ákveðnari í þá átt að koma í veg fyrir verðhækkanir.
Kvennalistakonur hafa ítrekað gagnrýnt á þingi
hversu mikið sjálfsforræði peningastofnanirnar í landi
þessu hafa, bæði til að afla fjár og eins til að ráðstafa
hagnaði að eigin geðþótta. Bankar selja þjónustu sína
æ dýrar, á þeirri forsendu auðvitað að það sé „óhjá-
kvæmilegt”. En hvernig stendur þá á því að á sama
tíma og bankar hækka þjónustugjöld sín, skuli liggja hjá
Seðlabankanum 31 umsókn um leyfi til að reisa ný
bankaútibú? 't>
Af þessu tilefni beindi Guðrún Agnarsdóttir fyrirspurn
til viðskiptaráðherra um hvernig verðlagseftirliti með
þjónustugjöldum bankanna væri háttað og hvort fyrir-
hugaðar væru breytingar þar á. í svari ráðherra kom
fram að hann teldi umræddar hækkanir ofur eðlilegar
og óhjákvæmilegar. Engra breytinga væri að vænta í
þeim efnum. Nú á síðustu vikum hefur hins vegar orðið
breyting á, þar sem auk hækkaðra þjónustugjalda hefur
bönkunum verið látin í té frjáls vaxtaálagning.
Sjálfsforræði peningastofnana
26