Vera - 01.09.1984, Side 31

Vera - 01.09.1984, Side 31
amir voru hinir sömu, þeir voru aðeins mýkri. Beveridge skýrslan og konur Við undirbúning velferðarlöggjafarinn- ar í Bretlandi vann ríkisskipuð nefnd mikla skýrslu undir forsæti Beveridge lávarðar. þessi skýrsla er sá hugmyndafræðilegi banki, sem velferðarlöggjöfin byggir á, ekki aðeins þar í landi, heldur einnig okkar ðigin grundvallar velferðarlöggjöf, al- mannatryggingalögin, sem samþykkt voru áþingi 1946. í Beveridgeskýrslunni er höf- uðáhersla lögð á fjölskylduna og hlutverk hennar, sem efnahagslegrar einingar. Á hjón er ekki litið sem tvo sjálfstæða ein- staklinga, heldur sem eitt. Þar segir m.a. „Mikill meirihluti giftra kvenna sinnir störf- um á heimilunum, sem skipta miklu, þó ólaunuð séu. Án þeirra starfa geta eigin- mennirnir ekki sinnt launavinnu, né þjóðin lifaö af.” Áöðrum stað í sömu skýrslu segir: ,,Við- horf giftra kvenna til vinnu utan heimilis er ekki og ætti ekki að vera hið sama og henni slepptri, það öryggi, sem felst í for- sjá velferðarríkisins. Sjálfsforræði okkar, réttur okkar til að teljast fullgildir þátttak- endur í þjóðlífinu fylgdi ekki með í kaupun- um. Við fengum löglega skilgreint að áfram skyldum við taka að okkur, launa- laust, að sjá um endurframleiðslu vinnu- aflsins þ.e. að sjá um uppeldi barna og veita þeim og hrjáðum eiginmönnum umönnun og skjól í körgum heimi. Velferð- arhugmyndirnar og framkvæmd þeirra færðu okkur konur ekki nær frelsinu. Þær festu karlveldið og kapítalismann í sessi og færðu þeim formlega enn einn banda- mann, ríkisvaldið. Með því að halda kon- um áfram undirokuðum tryggðu allir aðilar hagsmuni sína. Fjölskyldan sem stofnun var komin undir verndarvæng ríkisvalds- ins en jafnframt undir stjórn þess. En hug- um nú nánar að okkar eigin velferðarlög- gjöf, lögunum um almennar tryggingar. Lögin um almannatryggingar Þau lög bera með sér sömu viðhorf og hér hafa verið rakin. Með þeim voru teknir og velferð ógiftra. Gift kona hefur aðrar skyldur og þvi verðlaunar löggjöfin hjúskap. í kom- andi framtíð gegna húsmæður sem mæð- ur lykilhlutverki — þeirra hlutverk er að tryggja viðunandi fjölgun breska kyn- stofnsins og þar með fótfestu breskrar hugmyndafræði í heiminum öllum.” Já minna mátti það ekki vera, það þurfti sterk meðul til að koma konum aftur i skiln- ing um hvert þeirra hlutverk væri. Fjöl- skyldumyndin varð hin staðlaða kjarnafjöl- skylda. Mikilvægi móður- og húsmóður- hlutverksins er upphafið og staðfest. Karl- inn skal vera fyrirvinnan, konan heima og sjá um börn og bú. Hún verður neytandi þess, er hann aflar og algjörlega háð hon- um varðandi afkomumöguleika. Bregðist hann er ríkið tilbúið að gerast forsjármaður hennar og afkomenda hans. Þessi mynd af fjölskyldunni stenst ekki miðað við raun- veruleikann i dag, þegar rúmlega 80% kvenna vinna utan heimilis og laun einnar fyrirvinnu nægja sjaldnast til að sjá fjöl- skyldunni farboða. En hún er engu að síð- ur raunveruleiki i stefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera að þau komast upp með að framfylgja henni? Svarið liggur að minu mati í þeirri þversögn að fjölskyldan er annarsvegar kúgunartæki karlveldis og kapítalisma gegn konum en hinsvegar eina viðurkennda stofnun þjóðfélagsins, sem gefur okkur kost á að bindast öðrum varanlegum tilfinningaböndum, veita og Þiggja umönnun og ástúð. Tvöfalt öryggi Okkur konum var veitt tvöfalt öryggi. Öryggi þess, sem á sér fyrirvinnu og að upp nýir bótaflokkar, sem undirstrikuðu þetta. Þar vil ég fyrst nefna barnalifeyri vegna barna, sem ekki áttu fullvinnandi fyrirvinnu þ.e. föður svo og fjölskyldubæt- ur til allra barnafjölskyldna. Ákvæði um fjölskyldubætur var raunar numið úr gildi 1975. í stað þess komu svonefndar barna- bætur, sem reiknaðar eru til frádráttar við tekjuskattsálagningu og nú síðast svo- nefndur tekjutryggður barnabótaauki, sem er hugsaður sem n.k. launabætur fyr- ir barnmargar lágtekjufjölskyldur. Þá er að nefna mæðralaun til einstæðra mæðra, ekkjubætur og ekkjulifeyrir. Þess- um bótum er ætlað að koma konum til góða, þegar fyrirvinnan fellur frá eöa er ekki til staðar. Ríkið tekur þá að sér fyrir- vinnuhlutverkið enda segir orðrétt í ís- lenska nefndarálitinu, sem fylgdi frum- varpinu varðandi barnalifeyrinn, ekkju- bæturnar og ekkjulífeyrinn að ,.yfirleitt er byggt á því að eiginmaðurinn sé fyrirvinn- an og þvi þarf að tryggja framfærslu barna hans og maka, falli hann frá eða verði óvinnufær.” í umræðum á þingi um frumvarpið var sérstaklega rætt um mæðralaun og hafði stjórnarandstöðuflokkurinn (Framsóknar- fl.) af því áhyggjur, að það ákvæði mundi valda atvinnurekendum erfiöleikum, þar sem einstæðar mæður myndu þá ekki þurfa að stunda launavinnu og jafnframt væru bæturnar líklegar til að auka tölu óskilgetinna barna. Stjórnarliðar, (Sjálf- stæðis-, Alþýðu- og Sósialistaflokkur) svöruðu þvi til að enginn hætta væri á að atvinnuvegirnir misstu vinnukraft vegna mæðralaunanna ,,þar, sem hérerekki um svo miklar upphæðir að ræða að komið geti til greina að nokkur kona geti lifað ein- göngu af þeim”. Og má til sannsvegar færa að rikisvaldið hafi staðið við það fyrir- heit. Ákvæðunum um barnalífeyri, ekkju- bætur og mæðralaun var breytt 1972 á þann veg að rétturinn til bótagreiðslna var færður jafnt konum sem körlum. Var það liður í jafnréttisbaráttu þeirra ára. Það hefði verið réttlætismál ef réttur kvenna til efnalegs sjálfstæðis að öðru leyti hefði verið tryggður samhliða. Tölurnar um fjölda þeirra er þessara bóta njóta i dag miðað við kyn, segja nokkra sögu um stöðu kvenna og því læt ég þær fljóta með. Alls nutu um 42 þúsund manns lífeyris- bóta frá Tryggingastofnun ríkisins í febr. s.l., 71% þeirra voru konur. Taflan hér á eftir sýnir skiptingu bóta- þega eftir kyni og tegund bóta. Teg. bóta íj. kvenna fj. karla Ellilifeyrir 10.593 9.001 Örorkulífeyrir 1.828 1.253 Örorkustyrkur 1.104 764 Barnalífeyrir 1.364 524 Ekkju/ekklabætur 169 39 Ekkju/ekklabætur v/slysa 112 11 Makabætur 77 6 Mæðra/feðralaun 4.907 287 Ekkjulífeyrir 1.354 Meðlag 7.998 243 Fæðingarorlof 379 9 Ekkjulífeyrir er eingöngu tengdur kon- um, en rétt til hans eiga þær konur, sem missa fyrirvinnuna þegar þær eru 50 ára 31

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.