Vera - 01.09.1984, Qupperneq 36

Vera - 01.09.1984, Qupperneq 36
HVAÐ Áöur en ég held áfram viö aö velta vöngum yfir konum í auglýsingum, má ég til aö fá aö nefna annað fyrst! Konur á Olympíuleikjunum. Nei, ekki kven- keppendurna. Sáuö þiö Olympíuleikina í sjónvarp- inu? Ég var búin aö horfa þó nokkuð mikiö áöur en það fór að stinga mig hvaða kvenhlutverk var þar í mestum hávegum. Tókuði eftir starfsfólkinu? Því var skipt í tvennt, annars vegar appelsínugulklætt, hins vegar hvítklætt. Appelsínugula fólkiö haföi feikn aö gera; þaö tók tíma, stikaöi vegalengdir, mældi hæöir, sat á dómpalli o.s.frv. Hvítklædda fólkið hafði líka nóg að gera; þaö haföi umsjón með hvítum körfum fullum meö plöggum keppenda og sá til þess aö ut- anyfirgallinn, skórnir eða handklæðið væri á réttum stað við upphaf og í lok hverrar keppni. Snyrtilega samanbrotiö í hvítri körfu. Auk þess bar hvíta fólkið púöahvílur verðlaunapeninganna og hélt þeim fram á réttum augnablikum til handa þeim fyrirmanni, sem afhenti verölaunin. Hvítklædda fólkiö gekk fremst og rak lestina í skrúðgöngum, vísaöi veginn en gætti þess aö vera ekki fyrir neinum en gleymdi þó ekki aö brosa breitt liti kvikmyndavélin til þess. Auk þjónustuhlutverksins átti hvítklædda starfsfólkið annaö sameiginlegt: þaö var spengilega vaxiö og bæöi brosti og gekk í takt. Mikið ef þaö var ekki allt á aldrinum 18—28. Og svo megiði geta þrisvar hvers kyns hvíta starfsfólkið var! heldur þessi auglýsing að þú sért? Var ekki þarna lifandi komin hin eilífa, knékrjúpandi kvenímynd og þaö m.a.s. í sértilgerðum, hvítljómandi einkennisbún- ingi! Og líklega hefur þetta þótt svo sjálf- sagt aö fæstir tóku eftir því. Nei, nei, ég held ekki þetta sé vísvitandi áróöursbragð — bara allsendis ómeðvituð opinberun viðhorfa af sama toga spunnum og liggja að baki misrétti og vanvirðingu almennt. Það er nú allt og sumt. Og þá tilbaka til auglýsinganna. í næst- síðustu Veru var lofað að fjölyrða eitthvað um áhrif auglýsinga, þá fullyrðingu að auglýsingar skapi ekki heldur endurspegli aðeins þann raunveruleika, sem þegar er fyrir hendi og svo um þá staðreynd að kon- ur eru líka notaðar i auglýsingum, sem ætl- að er að höfða til kven-neytenda. Áhrif auglýsinga Ég held engum detti í hug að afneita áhrif- um auglýsinga. Þær væru auðvitað alls ekki til í því formi sem við þekkjum þær, hefðu þær ekki söluhrif. En hvað um ann- ars konar áhrif? Auglýsingaframleiöendur sjálfir draga félagsleg áhrif þeirra ekki í efa, a.m.k. ekki ef marka má þeirra eigin siðareglur, en þar segir m.a: „Sérhver auglýsing skal samin með réttilegu tilliti til félagslegrar ábyrgðar.”* (Gaman væri annars að heyra skilgreiningu auglýsinga- hönnuða á félagslegri ábyrgð sinni!) þá segir líka í siðareglunum: „Auglýsingar skulu ekki innihalda neitt, sem getur hvatt til ofbeldisverka eða stutt slíkt athæfi.” *(Nú er það raunar svo, að ein ástæða þess hversu harkalega kvenréttindakonur hafa snúist gegn kvenfjandsamlegum auglýsingum, er sú, að þær telja slíkar auglýsingar kynda undir sömu viðhorfum og þeim, er liggja að baki nauðgunum, barsmíðum og öðru ofbeldi gegn konum, likamlegu eða andlegu. Vald karla yfir konum, sjálfgefinn réttur þeirra til að njóta kvenlíkamans bæði til borðs og sængur er mergurinn í máli kvenfjandsamlegra aug- lýsinga, sem gera þannig tvennt í senn, færa sér í nyt þessi viðhorf og ýta undir þau. Túlkun femínista á siðareglum aug- lýsenda myndi þvi gera æði margar aug- lýsingar brotlegar við þetta ákvæði.) Á sama hátt og auglýsendur sjálfir gera sér grein fyrir mögulegum félagslegum áhrifum framleiðslu sinnar, hefur löggjaf- arvaldið sett varnagla á frjálsræði þeirra og þá væntanlega á sömu forsendum. í Jafnréttislögum frá 1976 segir svo í 8. gr.: „Auglýsendum er óheimilt að birta nokkr- ar þær auglýsingar i orðum eða myndum, er geti orðið öðru kyninu til minnkunar eða litilsvirðingar.” í Frakklandi eru til nýleg lög (umdeild en athyglisverð) um meðferð bæði myndmáls og tungumáls með tilliti til kvenfrelsis. Víða erlendis eru til lög um auglýsingar, sem taka til virðingar allra kyn- og litarhátta, er byggja á sömu for- sendum. Slíkar ráðstafanir einar af hálfu yfirvalda bera það álit með sér að auglýs- ingar hafi félagsleg áhrif engu síður en söluleg. Nýsköpunarmátturinn í rökræðum sínum við kvenfrelsiskonur erlendis — hór verða dæmi tekin frá Eng- landi — hafa auglýsingahönnuðir borið þá hönd fyrir höfuð sér, að auglýsingar séu þess ekki umkomnar að breyta hlutunum, þær færi sér aðeins í nyt þau viðhorf sem þegar eru fyrir hendi í samfélaginu og end- urspegli þannig það umhverfi, sem þær birtast í. Gegn slíkum mótbárum hafa þó verið tínd til þó nokkur rök. Femínistar mótmæla því að auglýsingar geti ekki skapað og vísa til þess, að jafnvel þó svo auglýsing skapi ekki þarfir fólks, þá búi þær oft og tíðum til langanir og hugmyndir. Dæmi um þess konar sköpunarmátt, sem hér um ræðir, hefur verið tekið af auglýs- ingu fyrir sigarettur sem leggur að jöfnu silfurtæran fjallalæk og tóbak. (Algengt 36

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.