Vera - 01.09.1984, Page 42

Vera - 01.09.1984, Page 42
Rauðfjólubláiliturinn Er hægt að segja sögu þjóða eða kynþátta í skáldsöguformi þannig að vel sé? Sagt er að Garcia-Marqu- es hafi reynt það í „Hundrað ára ein- semd” og finnst flestum sem sú bók sé bærileg. Blökkukonan Alice Walker skrifar sögu svartra kvenna í „Rauðfjólubláalitnum” sem kom út fyrir tveimur árum. Þessi bók er bú- in að vera á metsölubókalista lengi í Bandaríkjunum þannig að einhverj- um finnst sem henni hafi tekist vel upp. Alice Walker er fjörutíu ára gömul, svört kona. Hún áeinadóttur og býr í Kaliforníu. Þar aö auki skrifar hún af miklum krafti. Fyrsta bók hennar kom út 1968 og nefnist bókin ,,Once” og er Ijóðabók. Síöan hafa komiö fleiri Ijóðabækur út eftir Alice Walker og eru þekktastar „Revolutionary Petunias & Other Poems” frá 1973 og sú nýjasta ,,ln Search of Our Mothers’ Gard- ens: Womanist Prose”. Smásagnasafn og skáldsögur hefur hún líka skrifað. ,,The Third Life of Grange Copeland” er fyrsta skáldsagan frá 1970. „Meridian” kom út 1976 og svo ,,The Color Purple” 1982. Úr öskunni í eldinn „Rauöfjólubláiliturinn” er skáldsaga byggð á sendibréfsforminu. Celie er fjór- tán ára svört stúlka, sem skrifar Guði lítil bréf í upphafi bókarinnar og virðist enginn standa henni nær. Heima hjá stúlkunni er allt í steik. Móðir hennar dauðvona, faðir hennar nauðgar Celie daglega, skóla- ganga er fyrir bí, yngri systkin hennar eru á hennar ábyrgö og enginn Ijós punktur virðist vera í tilveru Celie nema systirin Nettie sem þó forðar sér fljótlega. Þótt svo virðist í upphafi bókarinnar að Celie búi í hreinasta helvíti þá fer Walker létt meö að færa hana úr öskunni í eldinn og brenna hana þar í nokkur ár áður en betur fer að ganga hjá Celie. Þetta helvíti er staðsett í dreifbýli í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Konurnar eru margfaldlega kúgaðar. Sem stétt. Sem kyn. Sem kynþáttur. Smám saman taka sterkustu konurnar að gera uppreisn gegn karlveldinu og gera sér til- veruna bærilegri. Systirin Nettie reyndist hafa farið til Afríku með trúboðum og þannig eru þessar konur tengdar sinni fortíð. Bókin endar vel eftir allar hörmung- arnar. Málið á bókinni er ekki í samræmi við þá Oxford ensku sem kennd er í skólum hér. Þótt ég sé búin að vera seinustu tvö ár á stað þar sem álíka hrognamál er talað og það sem bókin er skrifuð á, þá fór það í taugarnar á mér að lesa fyrstu tíu blaðsíð- urnar. En ef lesandinn kemst i gegnum þær lærist það aö í þessu hrognamáli er system á kerfinu eins og í öðrum málum. Fyrstupersónur nota þriðjupersónu ess eins og ekkert sé. Sögnin að vera er spar- lega notuð og orð eru klippt sundur á vit- lausum stöðum. Reyndar er það svo að þessar sundurklippingar hljóma oft eins og allt önnur orð og leggja því aukamerk- ingu í setningar og virka oft mjög fyndnar. Eins og negrasálmar Konur hafa sjaldnast haft sérherbergi. Hvorki næði né tíma til skrifta nema þær hafi getaö párað hver annarri sendibréf þegar börnin voru sofnuð. Sendibréf fjalla oftast um tilfinningar og það sem er að ger- ast í lífi skrifandans og út frá því mætt flokka þau sem sérlega kvenlegt stílform. Þvi er það mjög eðlilegt að nota þetta form til að segja sögu svartra kvenna. Bréfin eru einföld og flest stutt og minna þannig á negrasálma. Það sem einkennir bókina er það hve mikið höfundi liggur á hjarta, af hve mikilli einlægni hún setur fram það sem hún hefur fram að færa. Bókin boðar það að konur verði að kenna sjálfum sér og körlum að lifa i friði og spekt. Já, það er boðskapur sem heyrst hefur í Veru, þetta með reynsluheim kvenna og allt það. Karl- ar Rauðfjólubláalitarins öðlast ekki þrosk- aða lífssýn fyrr en á gamals aldri þótt það virðist reyndar standa til bóta í lok bókar- innar. Fyrir tilstuðlan kvenna eru þar nokkrir ungir menn sem eru ekkert sér- staklega argir út í sjálfa sig og aðra. Heiti bókarinnar getur táknaö fleira en eitt og fleira en tvennt og gerir það senni- lega. Margt blökkufólk er eiginlega rauð- fjólublátt á litinn. Kristin kirkja notar rauð- fjólubláan lit í trúarathöfnum í kringum upprisuhátíðina. Er ekki tilvalið að kalla bók sem fjallar um upprisu trúaðra rauð- fjólublálitaðra kvenna Fjólubláalitinn? Mér dettur ekkert betra nafn í hug. The Color Purple. 251 síöa. Útg. Washington Square Press. Verö: tæpir 6 Bandaríkjadalir. Svala Sigurleifsdóttir 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.