Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 5
t.
mm
u_
/
í>
Vfer/JiV. m
Hugleiðing um friðarstarf flutt
á friðarpáskum í Gerðubergi
Konurnar í Seneca Falls
Og nú höföu örlögin leitt mig upp til Seneca Falls sem er í norö-
urhluta New York fylkis. Þar er ein stærsta vopnabirgðastöö í
Bandaríkjunum, 12 þúsund ekrur aö þvermáli, og geymir m.a.
hluta þeirra kjarnaflauga sem við Evrópubúar höfum nú þegið
sem vinargjöf frá Bandaríkjastjórn og er nú veriö að koma fyrir hjá
nágrannaþjóðum okkar. En Seneca Falls er einnig þekkt fyrir
annað. Sumarið 1983 keyptu bandarískar kvennahreyfingar land
sem liggur að birgðastöðinni og reistu þar friðarbúðir til að vekja
athygli á afstöðu kvennatil vígbúnaðar og hernaðarhyggju. Þús-
undum saman hafa þær streymt til búðanna; konur á mismun-
andi aldri, af ólíkum uppruna, hvítar og svartar. Þær hengja
myndir af börnunum sínum og barnabörnum á víggirðingarnar,
klifra yfir þær og gróðursetja rósir, leggjast á jörðina fyrir framan
ógnandi byssukjaftaog skriðdrekaog krefjast þess að hið vitfirrta
vígbúnaðarkapphlaup verði stöðvað.
Þegar ég kom aftur til búðanna þetta kvöld sátu nokkrar konur
í kringum eld og voru að drekka te. Þær skiptust á að halda vörð
á nóttunni yfir þeim sem sváfu. Daginn áður hafði eldsprengju
verið varpað inn í búðirnar og ég hafði verið grýtt ásamt finnskum
vinkonum mínum er ég var á göngu á leið til aðliggjandi þorps.
þar voru að verki menn sem unnu hjá hernum og töldu að at-
vinnuöryggi þeirra væri ógnað af þessum konum.
Þessa nótt svaf ég lítið. Atburðurinn fyrr um kvöldið og reynsla
mln síðustu vikurnar höfðu breytt mér og mér var Ijóst að það yrði
ekki sama Hanna Majan sem kæmi heim úr þessari ferð. Hugur
minn hvarflaði heim til íslands og til aldagamallar bókmennta-
Perlu íslendinga, Völuspár.
Völuspá og Ragnarök
Þar er sagt frá sköpun jarðar og upphafi lífsins, saklausum goð-
um í árdaga gædd næmum skynfærum sem gáfu þeim mátt til að
koma skipan á himintungl og stjörnur. En goðin bjuggu í viðsjár-
verðum heimi líkt og mennirnir í dag. Önnur öfl, góð og ill, voru
k’ka til staðar, annars vegar hinir friðsömu Vanir og hins vegar
Jötnarnir sem ásældust ríki goðanna.
Vanirnir réðu yfir seiðnum og gullinu og þeim krafti sem bjó
með náttúrunni, en jötnarnir bjuggu yfir margvíslegri þekkingu og
vísdómi. Styrkur goðanna lá í meðfæddri skynjun og ólikum eigin-
'eikum þeirra hvers um sig. En ágirndin kom til þeirra send af jötn-
urn i líki Gullveigar og olli styrjöld við Vani sem goðin sjálf hófu
°9 töpuðu. Vanir létu goðunum eftir seiðinn og gullið og friðurinn
var innsiglaður með því að skiptast á gíslum. En seiðinn sem Van-
lr nýttu til að efla frjósemi og ársæld notuðu æsir til að efla ófrið
meðal mannanna og gullið varð ásteitingarsteinn þeirra við
Jötna, þeir urðu latir og værukærir og rufu sín eigin lögmál með
Pví að fremja eiðrof. Eftir það fóru atburðir að gerast hratt og
jmignunarteikn blöstu hvarvetna við. Óðinn, vitrastur goðanna sá
,ram á tortímingu veraldarinnar allrar.
. Hann reyndi að sporna við fótum og gekk á vit höfuðandstæð-
'n9a sinna og seldi þeim auga sitt að veði fyrir viskuna og Heim-
öallur fórnaöi hinni næmu hlust sinni og fól hana undir lífsins tré,
Aski Yggdrasils. En viskan og hin áunna þekking bjargaði ekki
9oðunum frá tortímingu. Þegar Ragnarök nálguðust þá sá Óðinn
ekki mistilteininn sem grandaði hinu góða og bjarta sem Baldur
Var fulltrúi fyrir og hin illu öfl gátu hreiðrað um sig meðal goða. Á
Sama hátt heyrði Heimdallur ekki dyn jötnanna og ókyrrðina í
nattúrunni og aðvaraði því ekki goðin þegar mest lá við.
Ovinurinn býr í manninum sjálfum
en ekki í ímynduðum andstæðingi
Það er margt í þessu gamla kvæði sem leiðir okkur enn og aftur
Þvi sem blasir við manninum nú. Ágirndin sem hélt innreið sína
lnn í saklausan heim ásanna hefur hreiðrað um sig í heimi mann-
anna og í kjölfar hennar styrjaldir, spilling og valdagræðgi. Þrátt
fyrir að hnignunarmerkin blasi hvarvetna við er skynjun manns-
ins, sjón og heyrn blinduð af þeirri trú að ný þekking muni forða
honum frá örlögum sinum. Daglega lesum við um ný tækniundur
sem eiga að losa heimsbyggðina undan ánauð hugans, mengun-
ar, auðlindaþurrðar og nú síðast helsprengjunni sjálfri. Spreng-
lærðir vísindamenn smíða gjöreyðingavopn með sömu leikgleði
og þeir væru að búa sér til leikföng — hverfa síðan heim til fjöl-
skyldu sinnar að loknu dagsverki og gæta þess vel að börnin
þeirra bursti á sér tennurnar fyrir svefninn. Hin kalda rökhugsun
mannsins er rofin úr tengslum við þá tilfinningu að þau vopn er
hann sjálfur smíðaði muni granda hans eigin lífi og barna hans.
Þau öfl er ógna öllu lífríki þessarar jarðar ala á ótta og tortryggni
sem tryggja valdakerfi þeirra. Ógn og ótti eru andstæðurfriðarog
frelsis og geta því aldrei átt samleið. Von okkar felst hins vegar í
hugrekki og frumkvæði þess fólks sem veit að óvinurinn býr í
manninum sjálfum en ekki ímynduðum andstæðingi.
Mér varð hugsað til kvennanna sem ég hafði séð handteknar
fyrr um kvöldið af ungum drengjum í hermannabúningum sem
hefðu allt eins getað verið synir þeirra. í nótt gistu þessar kaþólsku
konur dýflissu og á morgun yrðu þær dregnar fyrir rétt. Þær yrðu
ævinlangt á sakaskrá taldar hættulegar samfélaginu.
Og þar sem ég lá í íslenska svefnpokanum á ókunnugri jörð
undir stjörnuhimni sem allar manneskjur eiga jafnt hvarflaði hug-
ur minn til allra þeirra sem hafa og hafa haft í aldanna rás, djörf-
ung og þor til að rísa geng misrétti og valdhroka þeirra sem hafa
selt skilningarvit sín að veði fyrir stundarhagsmuni. Gandhi sem
barðist vonlausri baráttu við heilt heimsveldi og sigraði, Lech
Walesa í Póllandi, Maríu Theresu á Indlandi, kvennanna í
Greenham Common og dæmin urðu fjölmörg sem þyrluðust upp
í huga mér.
Hugurinn hvarflaði til stjörnubjartrar nætur þar sem menn sátu
við eld og gættu hjarðarinnar á svipaðan hátt og konurnar sem
gættu friðarbúðanna þessa nótt.
Þá nótt fæddist lítið barn sem átti að ganga um og knýja dyra
hjá venjulegu óbrotnu alþýðufólki, konum, körlum og börnum og
boða hugarfarsbreytingu. Boðskapur Krists var að kærleikurinn
væri sterkari en hatrið, trúin máttugri en óttinn og að lífið sigraði
dauðann.
Einn af öðrum risu menn upp og fylgdu honum þrátt fyrir niður-
lægingu hans og krossfestingu. Þau frækorn sem hann sáði í
huga manna höfum við borið á lífsgöngu okkar í 2000 ár og enn
eru þau að bera ávöxt.
Þegar birti af nýjum degi eftir þessa svefnlausu nótt mína úti í
Bandaríkjunum páraði ég hugrenningar mínar á blað. Ég hugsaði
með mér að einhvern tímann gæti ég kannski gefið öðrum hlut-
deild i þeim — ekki af því að þær væru svo merkilegar í sjálfu sér
heldur vegna þess að þessa nótt gistu miðaldra konur dýflissu
í vopnabirgðastöð í Seneca Falls af því að þær höfðu gróðursett
rósarunna. Mér fannst það skylda mín að segja ykkur frá því.
María Jóhanna Lárusdóttir
Miðaldra konur í dýflissu og 2000 ára
frækorn
5