Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 18
UTBURÐUR Þegar ég las þaö í hiröisbréfi biskups nú í haust aö hann teldi einungis stigsmun en ekki eðlis á fóstur- eyðingum af félagslegum ástæöum og útburði barna, þá varð mér ósjálfrátt hugsaö til fyrirlesturs sem ég hlustaði á í Danmörku fyrir tæpum 6 árum. Fyrirlesturinn fjallaði einmitt um dulsmál, eða útburð barna, og var fluttur af Beth Grothe Nielsen kennara í refsirétti við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Hafði hún fengist við að rannsaka þessi mál í Dan- mörku og náði rannsókn hennar allt aftur í heiðinn sið og fram til dagsins í dag. Minnug þessa fyrirlesturs fannst mér samlíking biskups fjarri öllu lagi. Þaö sem varö til þess að Beth hóf þessa rannsókn var ekki ein- göngu forvitni fræðimannsins heldur ekki síöur löngunin til að skilja aðstæður kynsystra sinna í nútíð og fortíð. Aðstæður sem verða þess t.d. valdandi aö konur grípa til þess örþrifaráðs að bera út nýfædd börn sín. Það sem kom henni af stað voru fréttir í fjölmiðlum um útburð í danska velferðarríkinu. Skólataska sem innihélt lík af nýfæddu barni haföi fundist á óbyggðu svæði á Jót- landi. Lögreglan hóf auðvitað leit að móður barnsins og varð lítið ágengt þar til bráðung skólastúlka brotnaði saman og viður- kenndi að fyrra bragði að hafa fætt barn á laun, stungið því í skóla- tösku sína og síðan fleygt henni. Hafði hún haldið því leyndu að hún væri með barni vegna ótta við refsingu og útskúfun foreldra sinna sem voru strangtrúaðir. Þótt ótrúlegt megi virðast hafðL henni tekist það svo vel að enginn fetti fingur út í ástand hennar. Áhrif siðaskipta í fyrirlestri Beth kom fram að útburður barna var heimilaður í heiðnum sið en engu að síður mun hann hafa verið mjög fátíður. Valdið til að ákveða barni líf eða dauöa var í höndum föðurins og mun örbirgð oftast hafa verið um að kenna þegar barn var borið út. Með kristni var lagt bann við útburði en framan af mun það fyrst og fremst hafa verið kirkjan en ekki hið veraldlega vald sem hafði áhuga á þessu máli. Útburður mun heldur ekki hafa verið neitt sérstakt vandamál á þessum tíma enda viðurkenndi kaþólska kirkjan svo að segja óskilgetin börn. Voru kirkjunnar menn enda ekki barnanna bestir í þeim efnum. Beth hélt því hins vegar fram að á þessu hafi orðið talsverð breyting við siðaskipti og útburður hafi þá aukist. Ástæðunafyrir þessu sagöi hún þá, að afstaðan til hjónabands- ins breyttist samhliða því sem prestar fengu heimild til að kvæn- ast. Hreinleiki hjónabandsins varð mjög mikilvægur og var stíft eftir því gengið að ekki væri um skyldleika milli hjóna að ræða. Mátti fólk sem var skylt í fjórða lið t.d. ekki ganga í hjónaband sem auðvitað skapaði mikil vandamál í einangruðu bændasamfélagi. í sumum sveitum gat orðið erfitt að finna sér maka þannig að ekki væru meinbugir á hjónabandinu. En náttúra mannsins er söm við sig og því varð þetta til þess að óskilgetnum börnum fjölgaði tals- vert. Samhliða þessu varð krafan um skírlífi mun ákveðnari en verið hafði. Síst létti það fólki lífið enda gat verið ýmsum vand- kvæðum bundið fyrirfátækt fólk að ganga í hjónaband. Mun harð- ar var nú tekið á öllum þessum brotum en áður og löggjöf öll frem- ur ómannúðleg. Hinar íordæmdu Það var einmitt á þessum tíma sem hinn ógnvekjandi Stóridóm- ur var innleiddur á íslandi eða nánar tiltekið árið 1564. í honum voru m.a. ákvæði um sektarupphæðir fyrir hórdóm og frillulífi. Var ákveðin sekt fyrir fyrsta hórdómsbrot sem tvöfaldaðist fyrir annað brot og fylgdi þvi stórhýðing að auki. Konum sem frömdu hórdóm í þriðja sinn skyldi drekkt. Þá voru þar ákvæði um að konur sem förguðu nýfæddum börnum sínum í dulsmáli skyldu teknar af lífi. Þessar konurfengu ekki kirkjulegagreftrun heldurvoru þær, eins og Beth orðaði það, „dysjaðar eins og sjálfdauðar skepnur". Segir hún jafnframt að það hafi verið skoðun almennings að þess- ar konur væru fordæmdar. í lok 18. aldar var aftökum vegna dulsmála hætt og segir Beth að þá hafi ævilöng fangavist komið i staðinn. Var þróunin hér á landi mjög svipuð og mun síðasta aftakan í slíku máli hafa átt sér stað árið 1790. Frumorsökin fyrir þessari breytingu taldi Beth vera þá, að þörfin fyrir vinnuafl jókst og það var ekki lengur hag- kvæmt að taka af lífi konur sem gátu fætt af sér fleiri börn fyrir samfélagið. Það var þörf fyrir fleiri vinnufúsar hendur. Þessi til- gáta hennar er í takt við ýmsar kenningar um að löggjöf varðandi börn og barneignir sé eins og hvert annað hagstjórnartæki í hönd- um valdhafa. Hefur m.a. verið á þetta bent i tengslum við umræð- una um fóstureyðingalöggjöfina hér sem erlendis. Skömm og örbirgð Það hafa ýmsir orðið til að skrifa sitthvað um útburð barna hér á landi og má í því sambandi t.d. nefna Önnu Sigurðardóttur. Þá var nýlega skrifuð kandítasritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands um þettaefni. Heitir ritgerðin „Dulsmál á íslandi 1600—1910" og er eftir Má Jónsson. Þar kemur m.a. fram að dulsmál hafa verið nokkuð algengur glæpur hér á landi og nefnir hann sem dæmi að á 19. öld hafi verið dómtekin 20 morðmál en 30 dulsmál. Um fjölda þessara mála hefur hann annars það að segja að á 17. öld voru upplýst 23 dulsmál, 33 á 18. öld, 30 á þeirri 19. og 5 á 20. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.