Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 19
BARNA
öld. Það er hins vegar mjög líklegt að fleiri börn hafi verið borin
út en uppvíst varð um.
í ritgerð Más kemur fram að í dulsmálum var oftast nær um að
ræða ungar og eignalausar vinnukonur sem stundum áttu eitt
barn eða fleiri fyrir. Voru þessar stúlkur oftast hjá vandalausum
og höfðu lítil tök á að vera í sambandi við fjölskyldu sína. í tveimur
tilvikum voru konurnar giftar en bjuggu ekki með mönnum sínum
og áttu börn með öðrum. Þá voru fjögur dæmi um blóðskömm þar
sem ýmist var um að ræða systkini eða feðgin. Þá segir Már að
nær undantekingalaust búi örbirgö, kúgun og neyö að baki öllum
þessum málum og að þau sýni það sem bág kjör geti rekið fólk
til þess að gera. Órjúfanlega tengd hinum bágu kjörum var svo
skömmin sem stúlkurnar óttuðust að leiða yfir sjálfar sig og for-
eldra sína.
Látið skeika að sköpuðu
Már rekur nokkur mál og tekur dæmi um vitnisburð stúlknanna
við yfirheyrslur. Þó auðvitað verði að taka slíkum vitnisburð með
fyrirvara þá virðist engu að síður Ijóst að mikil örvænting býr yfir-
ieitt að baki þessum málum. Það leiðir eiginlega af sjálfu sér þeg-
ar haft er í huga hversu samfélag og löggjöf var óvinveitt þessum
stúlkum. Örvæntingin birtist oft á þann veg að stúlkurnar neita að
horfast í augu við ástand sitt og láta einfaldlega skeika að
sköpuðu. Þegar svo aö fæðingu kom, þá gerðu þær ekkert til að
hjálpa barninu til lifs en þær lögðu heldur ekki á það hendur, —
þser létu lífið einfaldlega fjara út. Dæmigert fyrir ástand þessara
stúlkna er kannski að þær forðast að líta á börnin og aðspurðar
vita þær því ekki hvort þau voru lífs eða liðin þegar þau fæddust,
hvers kyns þau voru né hvort þau voru rétt sköpuð eða ekki. Þá
eru dæmi um aö þær hafi geymt líkin i fatakistu sinni eða rúmi svo
vikum skipti án þess að aðhafast nokkuð. Nokkur dæmi nefnir
Már líka um stúlkur sem frömdu sjálfsmorð eftir að upp um þær
komst. Völdu þær þá leið fremur en að komast undir manna hend-
ur.
þeir hafi verið viðriðnir 20 mál af 50 fullgildum dulsmálum sem
komu fyrir dómstólana eftir 1700. Hitt er rétt að hafa í huga að þeir
komust auðveldar undan refsingu en konurnar. Segir Már m.a. að
þó konur nefndu feður sem vitorðsmenn og gætu lýst nákvæm-
lega hlutdeild þeirra, þá komust þeir upp með að neita. Fengu
þeir þá að sverja eið og fría sig þannig frá gruni.
Stundum höfðu feður hins vegar öll ráð í hendi sinni og báru
börnin út að mæðrunum forspurðum. Það kom þó ekki í veg fyrir
að þær yrðu að taka út refsingu. Grimmúðlegasta dæmið um
þetta er kannski mál sem upp kom árið 1724. Þau sem þar áttu
hlut að máli voru Halldóra Jónsdóttir og Jón Eyjólfsson úr N.-
Múlasýslu. Voru þau feðgin og var því um sifjaspell að ræða.
Fram kom við yfirheyrslur að stúlkan hafði verið nauðug til sam-
ræðis. Hún varð barnshafandi og fæddi barn á góu 1724. Faðir
hennar tók á móti barninu og gróf það í hús án vitundar hennar.
Bar hann því við að það hefði verið andvana fætt. Voru þau bæði
dæmd til dauða og hann hálshöggvin í júlí 1724. Sök hennar var
vísað til konungs og hann úrskurðaði 1728 að hún skyldi tekin af
lífi.
Eins og fyrr segir fór siðasta aftakan í dulsmáli fram hér á landi
árið 1790. Það er þó ekki þar með sagt að dauðadómur í þessum
málum hafi verið felldur niður. Það gerðist ekki fyrr en með hegn-
ingarlögunum 1870 þannig að allt til þess tíma var sjálfkrafa litið
á dulsmál sem morð. Allt frá því Stóridómur tók gildi og þar til
1720 var undantekningalaust kveðinn upp dauðadómur í dulsmál-
um og honum framfylgt. Voru karlar hálshöggnir og konum
drekkt. Eftir 1720ertekiðað vísa málum til konungs sem oft mild-
aði dómana en þó mun hann þrisvar sinnum á 18. öld hafa stað-
fest dauðadóm, m.a. í sifjaspellsmálinu sem sagt er frá hér á und-
an. Þó undarlegt kunni að virðast þá var konungur fyrstur til að
milda dómana, síðan æðri dómsstig en síðast héraðsdómarar.
Þeir hættu ekki að dæma til dauða fyrr en eftir 1840.
Til þess eru vítin. . .
Eins og gefur að skilja gátu stúlkurnar ekki sjálfar ákveðið stað
°9 stund fyrir fæðinguna. Bar hana því að við ólíklegustu aðstæð-
og er stundum með ólikindum að þeim skyldi takast að leyna
henni. Margar fæddu reyndar í rúmi sínu um nótt en aðrar gengu
úr rúmum og fæddu utandyra. Sumar urðu eftir í fjósi um kvöld
°9 fæddu börnin þar. Þá nefnir Már dæmi um stúlku sem fékk svo
harðar hríðir eftir að hún hafði gefið kúnum um kvöld að hún
fæddi barniðþarsem húnstóðogstuddisig viðbásinn. Lagði hún
harnið síðan afsíðis og tók til við mjaltir. Sagt er um eina konu að
hún hafi fætt eftir að hafa skammtað morgunverðinn og önnur
fæddi er hún varvið vinnu I eldhúsi. Þáfæddi ein barn á grasafjalli
1 fjaldi þar sem var annað fólk og komst hún út úr tjaldinu með
hamið undir pilsi sínu. Er rétt hægt að imynda sér andlega og
''kamlega líðan kvennanna meðan á þessu stóð.
En þó þeim tækist þannig að leyna sjálfri fæðingunni þá var
erfiðara að leyna þeirri snöggu breytingu sem varð á vaxtarlaginu
fæðingu lokinni. Sú breyting varð þess gjarnan valdandi að
húsbændur létu kalla til prest til að kanna málið og upp um þær
komst.
Oft voru barnsfeður í vitorði með konunum og er t.d. talið að
Þó útburður barna sé ekki með öllu óþekkt fyrirbæri í dag, eins
og sagan I upphafi þessarar greinar sannar, þá er hann sem betur
fer mjög fátíður. Þeir eru hins vegartil sem vilja líkjafóstureyðing-
um dagsins í dag við útburði fyrri tíma. Slík samlíking er auðvitað
fjarri öllu lagi enda staðfest djúp á milli þess að koma í veg fyrir
að burður verði að barni og hins að bera út, verða banamaður ný-
fædds barns síns. Það er því fráleitt og rangt að líkja núgildandi
fóstureyðingalöggjöf við lög i heiðnum sið sem heimiluðu útburð,
eins og biskup gerir í hirðisbréfi sem hann gaf út s.l. haust. í stað
þess að berjast fyrir því að lögtekin verði þrengri löggjöf um þessi
efni ætti hann að láta Stóradóm verða sér víti til varnaðar. Hann
er glöggt dæmi um þær afleiðingar sem ranglát löggjöf, sem er
á skjön við daglegan veruleika fólks, hefur í för með sér.
— isg.
Heimlldir:
Glósur af fyrirlestri Beth Grothe Nielsen í april 1981 um ..Letfærdige Qvindfolk.
Fosterdrab og fódsel í dólgsmaal."
Már Jónsson. „Dulsmál á íslandi 1600—1910". Kandidatsritgerð i sagnfræði við
Háskóla íslands 1986.
Anna Sigurðardóttir. ,,í Drekkingarhylnum". Vera 3. tbl. 1982.
19