Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 30
má'a-
Skipulag
samkvæmt nýjustu tísku
í skipulagslögum er m.a. kveðið á um auglýsingu
skipulagstillagna og rétt fólks til að gera athugasemdir
við þær. Þegar skipulagstillaga er lögð fram opinber-
lega, eins og tillagan af Kvosinni núna, þá skal í auglýs-
ingu tilgreina ,,yfir hvaða svæði tillagan nái, hvar upp-
drættir ásamt fylgiskjölum séu til sýnis og hve lengi, en
það má ekki vera skemur en 6 vikur, hvert skila skuli
athugasemdum við tillöguna og innan hvers frests, en
hann má eigi vera skemmri en 8 vikur frá birtingu aug-
lýsingar, og jafnframt skal tekið fram, að þeir, sem eigi
geri athugasemdir innan tilskilins frests, teljist sam-
þykkja tillöguna.“ Þegar frestur til að skila athuga-
semdum er útrunninn þá hefur borgarstjórn 8 vikur til að
fjalla um þær og að því loknu á hún að senda þær til
skipulagsstjórnar ríkisins „ásamt umsögn sinni um
hverja athugasemd og endanlegri umsögn um upp-
dráttinn". Það er síðan skipulagsstjórnar og ráðherra
að ganga endanlega frá uppdrættinum.
Skipulag að Kvosinni er þess eðlis að það kemur öll-
um Reykvíkingum við, og reyndar landsmönnum öllum.
Þess vegna er mikilvægt að senda inn athugasemdir og
reyna þannig að ná fram breytingum á skipulagstillög-
unni.
Réttlæting á niðurrifi
En er einhver ástæða til að breyta tillögunni? Er hún
ekki ágætlega og smekklega unnin og verulega til bóta
fyrir sundurlaust útlit Kvosarinnar ef hún nær fram að
ganga? Verður miðbærinn ekki miklu heillegri og glæsi-
legri en nú er og líklegri til að standast þær kröfur sem
gera verður til miöbæjar í höfuðborg landsins? Verður
samkeppnisstaða hans gagnvart nýjum verslunarmið-
stöðvum í Mjódd og Kringlu ekki mun betri en ella? Allar
þessar spurningar hafa hljómað sem fullyrðingar á
vörum þeirrasem mæla skipulagstillögunni bót. Með til-
vísun til alls þessa réttlæta þeir það mikla niðurrif
timburhúsa sem tillagan hefur í för með sér. Eða eins og
skipulagshöfundarnir segja: ,,. . .borg verður að þró-
ast, breytast og lifa í takt við timann — fylgja nútímalífs-
mynstri þannig að óhjákvæmilegt er að sum gömul hús
víki“. Þetta eru auðvitað bara rök sem notuð eru til að
réttlæta ákveðnar aðgerðir. Þetta eru þau rök sem
kennd eru við hagsýni og raunsæi og ráðið hafa stefnu-
mörkun í skipulagsmálum gamla bæjarins allt til þessa
dags. Rök sem hafa skilið okkur eftir svo miklu fátækari
af þeirri menningararfleið sem býr i húsum en allar
nágrannaþjóðirokkar. Hin menningarsöguleguslyseru
orðin allt of mörg hér á landi og er þar skemmst að
minnast Fjalarkattarins. Það er því full ástæða til að
spyrna við fótum en láta ekki glæsileika nýrra húsa á
teikniborðinu villa sér sýn.
Varðveisluskipulag
Menn hafa deilt um það í fjölmiðlum að undanförnu
hversu mörg hús eigi að víkja samkvæmt tillögunni og
hafa í því sambandi verið nefnd 7—30 hús. Hið rétta er
að húsin eru um 30 talsins en þau eru auðvitað ekki öll
jafn mikilvæg. Segja má að það séu 17 hús sem skipti
máli. Þessi hús eru:
Lækjagata 2, 4, 6a, 6b og 8.
Austurstræti 8, 20 og 22.