Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 4
J Þaö var niðamyrkur. Götuljósker og stjörnuhiminninn vörpuöu Ijósi á þögulan hóp kvenna sem tíndust hver á eftir annarri út úr langferðabíl. Undir hendinni höföu þær pappírspoka og sumar báru teppi sem þær gengu meö að gaddavírsgirðingu skammt frá. Þær köstuðu teppunum yfir girðinguna og klifruðu síðan yfir. Hægt og sígandi komust þær niöur hinum megin, krupu á jöröina og gróðusettu rósarunna sem þær tóku upp úr pokun- um. Stundum mátti greina lágvært pískur sem skar sig frá suðinu í engisprettunum — annars var allt undarlega hljótt. Skyndilega var þögnin rofin af sírenuvæli og umhverfiö lýst- ist upp af Ijóskösturum, hermenn með hjálma komu hlaupandi út úr náttmyrkrinu með hrópum og köllum. Konurnar héldu verki sínu áfam þar til þrifið var í þær, og þær leiddar á brott. Engin þeirra hreyfði mótmælum og innan skamms var hópurinn horfinn úr augsýn, flóðljósin slokknuöu og sírennuvæliö hljóönaði. Það birti af nýjum degi... Hver á aö ganga? Þessi lýsing er ekki upphaf á dramatískri skáldsögu heldur atburöur sem ég upplifði í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Þegar ég var beðin um að koma hingað og segja nokkur orð um friðarstarf dró ég upp úr hugskoti mínu þessa mynd sem ég hef varðveitt með sjálfri mér þar til nú að ég ákvað að gefa ykkur hlut- deild í henni til aö varpa Ijósi á það hvers vegna kona eins og ég eyði nánast öllum mínum frítíma í það sem ég kýs að kalla friðar- starf. Ævintýrið sem breytti allri minni heimsmynd hófst á því að sumarkvöld eitt í júlí hringdi til mín Guðrún Agnarsdóttir þá nýorð- in þingkona Kvennalistans og góð samstarfskona mín. Hún spurði mig hvort ég vildi koma með sér í friðargöngu og ganga ásamt norrænum konum eina litla 500 km frá New York til Washington. Þessar konur hefðu tveimur árum áður gengið frá ’s Kaupmannahöfn til Parísar, sumariö þar á eftir frá Helsinki til Moskvu og nú ætluðu þær að ganga í Bandaríkjunum. Ég horfði niður á spóaleggina tvo sem hafa nú aldrei þótt neitt sérlega kröft- ugir og þegar ég hafði fullvissað Guðrúnu um að tryggð mín við málstaðinn væri síður en svo rofin en 500 km ganga væri minni undirbyggingu algjörlega ofvaxið verkefni þá gekk ég aftur að matarborðinu og sagöi fjölskyldu minni hlæjandi frá erindi Guð- rúnar. Elsti drengurinn minn sem þá var 13 ára horfði á mig með- an ég sagði frá og sagði síðan, já, en mamma þú hefur alltaf sagt að ef maður vildi breyta heiminum þá yrði maður að gera það sjálfur. Og fjórum dögum seinna sat ég í flugvél á leiðinni til New York með spurningu barnsins I huganum — hver á að ganga? r Sá sem vill breyta heiminum verður sjálfur að ganga Og við Guðrún gengum, við þrömmuðum á bandarísku malbiki í hita og raka I heilan mánuð. Á leiðinni hlustaði ég á vinkonur mínar segja vegfarendum og bandarískum friðarhópum frá ótta sínum við helsprengjuna og að í Sovétríkjunum þar sem þser höfðu gengið árið áður byggi líka fólk haldið sama óttanum. Ég hafði hitt aö máli bandaríska ráðamenn sem töldu að hægt væri að heyja takmarkað kjamorkustríð og vissu ekki eða vildu ekki vita neitt um áhrif kjarnorkustyrjaldar — og ég hafði líka horft á bandarískan þingmann verða að leggja frá sér hljóðnemann vegna þess að tilfinningarnar báru hann orfurliði þegar hann las i kafla úr bók Jónatans Schelleys, Örlög jarðar. Kvöld eftir kvöld hafði ég lagst til hvíldar á nýjum stað eftir að hafa notið gestrisni fólks sem eyddi öllum tíma sínum og kröftum í að vinna gegn þeim feigöaröflum sem ráða ferðinni og gera að engu framtíðarsýn barna þeirra og barnabarna. Og eftir því sem kílómetrarnir urðu fleiri styrktust fætur mínir og mér varð æ Ijós- ara að spurningunni um það hver ætti að ganga yrði ekki svarað nema með því að sá sem vill breyta heiminum verður sjálfur að ganga. 4 i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.