Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 15
Samskipti hvítra kvenna og svartra rædd af miklum ákafa. m '' \ >$M’' -jte * A . ííf ýS \ Æ v>. /*' k S 1 ftlf llj « A m?:>* Þarna voru komnar upp deilur milli hvítra kvenna og svartra, en við komumst brátt að því að þarna var.að nokkru um innanhús- vanda Hollendinga að ræða og höfðu báðir aðilar nokkuð til síns máls. Skal þá vikið að dagskránni. Ráðstefnan stóð í fjóra daga og var fluttur aragrúi fyrirlestra á hverjum degi, auk kvikmyndasýn- mga, sögulegra sýninga o.fl. Flestum skeiðum mannkynssög- unnar voru gerð einhver skil, allt frá grískum konum til forna að kvenfrelsishreyfingum nútímans t.d. hinni frægu Dolla Mina- hreyfingu í Holandi sem vakti mikla athygli fyrir frumlegheit um 1970. Viö flettum dagskránni fram og aftur og reyndum að velja Þaö sem okkur leist best á, en sannast að segja var framboðið ylirgengilegt og því býsna brotakennd mynd sem fékkst með því að skjótast milli tímabila og viðfangsefna. Ég ætla hér á eftir að segja frá nokkrum fyrirlestrum sem mér fundust athyglisverðir, en ef einhver hinna þriggja væri að segja frá kæmi eitthvað allt annað fram því við reyndum að skipta liði og sögðum síðan frá því sem okkur fannst merkilegt. Dans úti í náttúrunni Fyrsta kvöldið hélt bandarísk kona fyrirlestur með mynoum. Úún fjallaði um teikningar Edouard de Beaumont sem birtust í frönskum blöðum byltingardagana árið 1848. Teikningarnar sýna konur sem Beaumont kallaði Les Vesuvians (eldfjöllin) og eru þær sýndar við hinar háðulegustu aðstæður. Konur í karlmanna- fötum, að ræða pólitík eða í mótmælum, aðstæður sem teiknar- anum þótti konum ekki sæmandi. En hverjar voru þessar konur? Gerðist það sama 1848og í stjórnarbyltingunni í Frakklandi 1789 þegar konur tóku mikinn þátt í byltingarstarfinu? Svo ríkan þátt að byltingarmenn (sem reyndar voru farnir að snúa aftur til íhalds- semi) sáu ástæður til að banna blöð þeirra og klúbba og gáfu út tilskipun um að hvar sem 5 konur eða fleiri sæust saman á götu skyldu þær handteknar þegar í stað! Lítið er vitað um byltingar- konur 1848, en svo mikið er vist að Beaumont bar ugg í brjósti og greip til gamalkunnugs ráðs: að gera konur hlægilegar. Annar fyrirlestur sem vakti athygli mína fjallaði um konúr í þýsku ungliðahreyfingunni frá því um aldamót og til valdatöku Hitlers. Hreyfingin Die Freie Deutsche Jugend sem var að nokkru fyrirmynd Hitlersæskunnar lagði mikla áherslu á líkams- rækt, útivist og þjóðrækni. Hún gaf stúlkum tækifæri til að hafna lífstykkjunum (sem afmynduðu líkamann) og hömlum hversdags- lífsins og sýnir vel hvernig konur voru að brjótast úr viðjum. Þær stofnuðu eigin hópa, tóku upp náttúrudýrkun, sumar fluttu til fjalla og mynduðu eins konar kommúnur hins heilbrigða lífs. Myndir 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.