Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 6
,, Eg held þú sért ekki með öllu mjalla Gríma mín", gall við inn- an úr stofu! Gríma var að taka sjóðheita plötuna út úr ofninu, þá síð- ustu þennan daginn, og við þessi orð missti hún allan mátt úr hönd- unum og platan datt í gólfið með tilheyrandi hávaða. Það mátti heyra saumnál detta sem snöggvast, síðan langt andvarp og svo þung- lamalegt fótatak hennar, sem auðheyrilega bar vott um, að hún neytti síðustu krafta sinna til að safna saman smákökunum. Þær höfðu dreifst um allt gólf og flestar brotnað. „Ætlarðu ekki að koma að sofa‘7 — Hún svaraði ekki, enda þurfti hún þess ekki, fannst henni. Hann gat látið það vera að koma mér úr jafnvægi, þrjóturinn, hugsaði hún bálreið áttaði sig þó og svar- aði: „Jú, ég er alveg að koma" Hún leit stolt á eldhúsborðin. Þarna voru þær — allar smákökurnar — 11 sortir íjafnmörgum blikkdósum og smám saman jafnaði hún sig. Hún hellti sér kaffi I bolla, og hlammaði sér niður á eina stólinn, sem auður var, teygði sig eftir sígarettupakkanum, og nældi sér f eina — þá síðustu I pakkanum — kveikti sér ítitrandi höndum, og sogaði aðsér reykinn. „Mikið var þetta dásamlegt. Smákökurnar frá!“ Hana svimaði og hún reyndi að fá fram skýra mynd, sem hún starði á blikkdósirnar en allt kom fyrirekki. Þær dönsuðu fyrir augum hennar og andartak hélt hún, að það væri að líða yfir sig. ,,Ég verð að fá hreint loft", fannst henni hún hrópa. „Ha" heyrðist innan úr herbergi, „hvað ertu að umla'? „Hreint loft“ — stundi hún — og staulaðist á fætur til að opna gluggann. „Þetta lagast, þetta hlýtur að lagast'j sagði hún — hún var búin að upplifa þetta svo oft, en gerði svosem aldrei neitt með það, því köstin liðu hjá, ef hún bara andaði að sér fersku lofti. Hún var ekki nema 43 ára, samt hefði maður ekki trúað því, við að virða hana fyrir sér — svona tekin var hún og grá. Allt í einu var eins og maginn snerist við f henni og í fáti sfnu greip hún f næsta ílát og kúgaðist. Ekki kastaði hún upp frekar en fyrri daginn en um hana fór kaldur hrollur og hún féll fram á borðið með þungum ekka. „Líklega er ég ekki með öllu mjalla", hugsaði hún svo, eftir að hún fór að róast aftur. „Ég hefði átt að æla ofanísmákökudós- ina og hvað er ég að hugsa, ofninn galopinn á fullum straum enn!" Hún þerraði tár úr augum sér, snýtti sér í svuntuna og stóð upp til að slökkva. Svo fór hún inn til að hátta. Þarna lá hann, virtist steinsofandi — en ekki alveg samt, því um leið og hún lagðist uppí, rumskaði hann og rétti henn hendina. Það leið löng stund i þögn — þetta hafði verið viðburðaríkur dagur, og nú komu þau, atvikin, hvert eftir annað upp í huga hennar — öll á fleygiferð — „það er einkennilegt" sagði hún hálf hátt, „maður skyldi nú ætla, að það ætti að vera hægt að slappa af uppi í sínu eigin rúmi, en þá fyrst ætlar allt um koll að keyra". „Ha, hvað mein- arðu kona“, umlaði Mundi. . . M undi var rólegheitar maður, ákaflega jarðbundinn, það kom skýrast fram, þegar Grfma sagði svona eina og eina setningu upp- hátt, ,,ha“ — var þá ævinlega viðkvæðið. Hann átti svolítið erfitt með að átta sig á henni. Og Grfma hélt áfram....Jú, ef það er ekki allt á fleygiferð í kringum mig, þá er ég sjálf á þeytingi og svo, þá sjaldan friður er, koma þessar hugsanir æðandi og ætla mig lifandi að drepa." „Hættu þá að hugsa" — umlaði hann. „Ég vildi bara, að ég gæti það," sagði hún ofurlágt. Hún fann, að hún ætlaði að verða andvaka — enn eina nóttina. Hún sá fyrir sér dagatalið á eldhús- veggnum, enn voru rúmar þrjár vikur til jóla, 22 dagar nánar tiltekið. Grfma var nákvæm kona. Á minnistöflunni í eldhúsinu var langur J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.