Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 32
Austurstræti séö til vesturs. dæmi fylgja greininni svo lesendur geti áttaö sig á því hvað við er átt. Þessar götumyndir eru ekki bara framandi í Reykja- vík heldur eru þær líka óraunsæjar. Eins og fyrr sagði er það nýjasta tíska í húsagerð sem setur svip sinn á til- löguna. Það er hins vegar borin von að halda að á örskömmum tíma verði reist rúmlega 30 ný verslunar- og skrifstofuhús í hjarta bæjarins til viðbótar við öll þau ósköp sem eru að rísa í Kringlunni. Miðborgir byggjast upp á löngum tíma og hver tími setur sinn svip á þær. Þær nýbyggingar sem tillagan gerir ráð fyrir munu ef þær verða að veruleika rísa á mismunandi tímum og því mun verða mismunandi stílbragð á þeim. Það er því beinlínis rangt og villandi að steypa allt í sama mót á teikningum. Bílastæöi fyrir hálfan milljarð Með öllum þeim nýbyggingum sem gert er ráð fyrir í tillögunni mun byggð í Kvosinni aukast um 25% eða um 36.000 m2. Ca. 20% af heildargólffletinum mun fara undir 60—80 íbúðir eða um 7.200 m2, hitt fer undir verslanir og skrifstofur. Það leiðir af sjálfu sér að þessi gólfflataraukning mun hafa í för með sér talsverða umferðaraukningu og finnst manni samt nóg um það sem er í dag. Þetta kallar á aukin bílastæði enda er talið að eftirspurn eftir bílastæðum aukist úr 1500—1700 I 2100—2300, en í Kvosinni í dag eru u.þ.b. 1000 lögleg stæði. Samkvæmt tillöguni mun götubílastæðum fækka, sem er út af fyrir sig ágætt, en hins vegar er gert C huggulegar svo ekki sé meira sagt. Fallegar götumynd- ir þar sem reglustikan hefur verið látin ráða húsahæð og nýjasta tíska í arkitektúr útliti húsanna. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að þetta gæti verið hvaða borg sem er í V.-Evrópu. Þetta á ekkert skylt við þá Reykjavík sem við þekkjum og höfum taugar til. Reyndar eru sumar götumyndirnar sláandi líkar þvi sem maður sér í hollenskum bæjum sem hafa verið skipulagðir og byggðir nú á allra seinustu árum, á því landi sem Hollendingar hafa ræst fram undan sjó. Mun- urinn er hins vegar sá að þar var byrjað með autt land og hvítt blað en hér með bæ fullan af húsum. Læt ég tvö

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.