Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 34
BÆKUR
BÆKUR
BÆKUR
Þegar þessi Vera fór í
prentun, voru margar
nýju bókanna enn
ókomnar út og okkur
því ekki unnt að kynna
þær eða birta umsagnir.
Nokkrar bækur urðu því
að bíða næstu blaða. Á
meðal þeirra er ný
skáldsaga eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur, Eins og
hafið, ný skáldsaga eftir
Helgu Ágústsdóttur, við-
talsbók við Þuríði Páls-
dóttur og önnur við
Bjarnfríði Leósdóttur,
bókin Harmaminning
Leonóru Kristínar í Blá-
turni, sem Björn Th.
Björnsson þýðir, hin
rómaða skáldsaga
franska rithöfundarins
Margrétar Duras, Elsk-
huginn, rit um Svöfu
Þorleifsdóttur, æviminn-
ingar Huldu Stefánsdótt-
ur o.fl. Allar þessar
bækur og sjálfsagt fleiri,
sem enn hefur ekki
heyrst af þegar þetta er
skrifað — eru verk sem
Vera vill og mun fjalla
um eftir föngum.
MYNDIR OG
MINNINGABROT
Ingveldur Gísladóttir:
útg. höfundur
Hafnarfjörður 1973
Undirtitill þessarar bókar
er: „Sendibréf, ritað á þorra
1971, til móður minnar, Guð-
rúnar Þorleifsdóttur frá Vatns-
holti í Flóa, sem var fædd 10.
október í Rútsstaðasuðurhjá-
leigu í Flóa og dó í Reykjavík
26. janúar 1961.“
Að lang mestum hluta er
bókin sem sagt í bréfsformi;
Ingveldur ávarpar móður sína
og rabbar við hana um ævi
hennar og sambúð þeirra
mæðgna allt fram að láti
Guðrúnar. Einn kafli bókar-
innar er þó ekki með þessu
sniði, í honum segir Ingveldur
nákvæmlega frá bruna svo-
kallaðs Siglfirðingahúss í
Hafnarfirði. í því húsi bjuggu
37 manns en tveir fórust í
eldinum.
Guðrún Þorleifsdóttir var
fædd og uppalin í Flóanum,
ein 11 barna foreldra sinna.
Fjögur systkini hennar
komust á fullorðinsár. Ekki
átti Guðrún þess kost að afla
sér mikillar menntunar en
gekk þó einn vetur í Flens-
borgarskóla. Og hún lærði
karlmannafatasaum. Guðrún
giftist Gísla Jónssyni og
eignaðist með honum fjögur
börn. Gísli lést þegar hún
gekk með það fjórða,
Ingveldi. Heimilið var tekið
upp við fráfall Gísla, þrír synir
sendir til vandalausra. Sá
yngsti, þriggja missara
gamall, lést skömmu síðar.
Ingveldur fæddist nokkrum
mánuðum eftir dauða föður
síns og má nærri geta hversu
hart Guðrún lagði að sér til
að geta haldið barninu hjá
sér. Ævi hennar eftir það ein-
kenndist af þeirri þrá að geta
séð a.m.k. einu barni far-
borða sjálf, notið sam-
vistanna viö það og komið því
til manns upp á eigin spýtur.
Um missi barnanna skrifar
Ingveldur m.a.: ,,Þú sagðir
eitt sinn við mia mamma, að
þér hefði þótt Ofeigur þinn
svo fallegt barn, að hann
minnti þig helst á englabarn.
Þegar ég þá sagði við þig, að
trúlega hafi þér þótt hann
svona fallegur vegna þess
hvað hann dó ungur, þá
sagðir þú: ,,Ég held ekki,
enda var hann farinn frá mér
áður en hann dó. Drengirnir
mínir voru allir teknir frá mér
samtímis, en Ófeig minn fékk
ég aldrei að sjá eftir það
lifandi."
Guðrún vann fyrir sér með
störfum, sem til féllu, við mó-
tekju, heyvinnu, fiskvinnslu,
ræstingum o.fl. en einkum þó
með saumaskap. Hún átti
saumavél en varð að selja
hana til að hafa efni á læknis-
hjálp handa Ingveldi þegar
hún varð, fimm ára, fársjúk.
Oftast bjuggu þær mæðgur í
einu leiguherbergi með að-
gang að eldunaraðstöðu.
Af uppryfjunum Ingveldar
er greinilegt, að Guðrún hefur
verið mikil kona, hughraust,
dugleg, falleg og vel gerð til
munns og handa. Ein Ijós-
myndanna í bókinni er af
Guörúni 86 ára gamalli. Þar
er hún rist rúnum ævi sinnar
en horfir stolt og svipmikil í
augu manns eins og hún gat
greinilega alltaf gert. Auk
þeirrar myndar, sem Ingveld-
ur dregur upp af móður sinni,
hefur bókin að geyma heil-
mikinn fróðleik um kynslóð
Guðrúnar, aðstæðurnar sem
hún lifði við og umhverfið,
svo sem húsakostinn.
Ingveldur skrifar alveg
beiskjulaust og af ríkri rétt-
lætiskennd, af mikilli ást og
mikilli virðingu fyrir lífsverki
Guðrúnar og baráttu. Lesand-
inn getur ekki annað en smit-
ast af þeirri virðingu og
hugsað til allrar þeirra, ekki
síst kvenna, sem sagan
geymir í fórum sínum en
fæstir vita af. Okkur nútíma-
börnum er þessi bók þörf
lexía. Hún færir það sem nú
á víst ,,að heyra sögunni til“
nær okkur og fyllir út í óljósar
myndir af högum fólks —
ekki fyrr á öldum, heldur fyrir
svo örstuttu síðan — ef ekki
enn þann dag í dag.
Eins og fram kom, er bókin
í formi bréfs að mestu leyti.
Þetta verður til þess að stíll-
inn er dálítið ankannalegur
stundum; formið fer ekki
alveg saman við ásetninginn,
þann að rifja upp atvik og
minningar. Aðfinnslur af
þessum toga finnst mér þó
verða léttvægar frammi fyrir
þeim hug, sem máli fylgir —
bókin er fallegur minnisvarði,
sem bæði er skemmtilegt og
hollt að skoða. „Myndir og
minningabrot“ er ekki mikil
bók vöxtum, 88 blaðsíður.
Hún er fallega innbundin og
vel frágengin svo sómi er að.
Ms
KONAN, KYN-
REYNSLA
KVENNA
Sheila Kitzinger
Þýðendur: Álfheiður
Kjartansdóttir, Guð-
steinn Þengilsson og
Áskell Kárason
Iðunn 1986.
Bókin Konan, kynreynsla
kvenna er eins og nafnið gef-
ur til kynna ekki eingöngu um
kynlíf kvenna heldur um
reynslu þeirra sem kynverur í
sem víðustum skilningi.
Höfundur kemur inn á flest
það sem á einhvern hátt
snertir konur og kynreynslu
þeirra og þá er kynlífið sjálft
að sjálfsögðu stærsti þáttur-
inn. Bókin fjallar um kynlíf
kvenna á öllum aldursskeið-
um út frá sjónarhorni kvenna
eingöngu. Höfundur segir í
formála, „Flestar bækur um
kynlíf fjalla um konur en
byggja ekki á reynslu
kvennanna sjálfra. Þær
(bækurnar) halda fram skoð-
unum á því um hvað málið
snýst, koma með alhæfingar
um tilfinningar, atferli og
markmið sem byggir á þeim
grunni. . . tilfinningar sem
ekki koma heim og saman
við reynslu kvenna." Sheila
byggir bók sína á reynslu
fjölda kvenna sem hún hefur
bæði talað við persónulega
og náð til með spurningalist-
um. Einnig hafa dætur henn-
ar þrjár hjálpað með upp-
lýsingaöflun, yfirlestri og ritun
einstakra bókakafla. Það er
ánægjulegt aö sjá hvernig
hún vinnur meðvitað og opin-
skátt gegn rótgrónum for-
dómum um kynlíf kvenna.
Þetta er stór bók bæði að
ytri gerð og innihaldi. Hún
skiptist í 10 kafla sem aftur
skiptast í smærri einingar.
Fjöldi mynda er í bókinni
ásamt myndatextum og
millifyrirsögnum sem gera