Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 28
NIÐURSKURÐUR A FRAMLÖGUM TIL DAGVISTARMÁLA Greinilegt er að dagvistarheimili, fóstrur og málefni fjölskyldunnar eiga ekki upp á pall- borðið hjá stjórninni. Það er mikill skortur á dagheimilum og skóladagheimilum hér á landi og hægt að rekja háa slysatíðni á börnum til þess að stór hluti þeirra hefur engan til þess að líta eftir sér meðan foreldrarnir vinna sinn langa vinnudag. Þrátt fyrir þetta hefur framlag ríkisins til byggingar dagvistarheimila verið skorið niður svo um munar og var þó ekki myndarlegt fyrir. í fjárlögum 1986 var það 39,2 millj. kr. en í ár er það 20 milljónir. í umræðu sem fór fram þann 30. október um fjárlagafrumvarpið benti Kristín Halldórsdóttir á að Bifreiðaeftirlit ríkisins fær skv. fjárlagafrumvarpinu 20 millj. og 280 þús. kr. eða 280 þús. kr. meira en ætlaðar eru til bygginga dagvistarheimila á öllu landinu. Átján milljónir af þeirri upphæð eru ætlaðar til innréttinga og tækjakaupa í húsinu við Bíldshöfða 8. Á þessu má sjá hver forgangsverkefni stjórnarinnar eru. Árið 1976 hætti ríkið að taka þátt í rekstri dagvistar- heimila og var það ýmsum sveitarfélögum töluverður baggi. Framlag ríkisins til stofnkostnaðar hefur þó gert mörgum minni sveitarfélögum kleyft að byggja dagvist- arheimili, sem þau hefðu annars varla haft bolmagn til. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sagði í kvöldfréttum útvarps þann 27. ágúst s.l. að hann legði til að ríkið hætti öllum fjárframlögum til bygginga dag- vistarheimila. Þann 16. okt. s.l. var gerð samþykkt í borgarstjórn þarsem kom fram sú skoðun borgarstjórn- ar að eðlilegt sé að uppbygging dagvistunarstofnana sé alfarið verkefni sveitarfélaga og ennfremur að sveit- arfélögin hafi algert forræði um rekstur og skipan innri málefna dagvistarstofnana. í Þjóðviljanum þann 11. nóvembers.l. benti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- fulltrúi Kvennalistans á að þarna megi sjá nýja stefnu- mörkun í dagvistarmálum. Ekki virðist einungis vera stefnt að því að rekstur og uppbygging dagvistarheimila verði algerlega í höndum sveitarfélaga heldur á að losa þau undan lögum og reglugerðum um rekstur þessara * heimila, sem þýðir að ekki verði tryggðar neinar lág- markskröfur sem gilda fyrir landið allt, til aðbúnaðar, starfsfólks eða uppeldisstarfs heimilanna. Kvennalistinn stefnir að því að endurflytja frumvarp til laga um átak í dagvistarmálum barna sem flutt var haustið 1984. Þar er kveðið á um að 0.8% A-hluta fjár- laga verði varið til byggingar dagvistunarheimila fyrir börn. FÓSTURLIÐAR í STAÐ FÓSTRA Kristín S. Kvaran fyrrverandi þingkona Bandalags Jafnaðarmanna og núverandi þingkona Sjálfstæðis- flokksins flytur frumvarp til breytinga á lögum um bygg- ingu og rekstur dagvistunarheimila fyrir börn. Kristín bauð Kvennalistakonum að vera meðflutningsmenn á frv. en eftir nokkra umfjöllun hafnaði Kvennalistinn því. Ástæðan fyrir því var 3. gr. frumvarpsins þar sem kveð- ið er á um að heimilt verði að mennta og þjálfa fósturliða til að aðstoða fóstrur við uppeldisstörf á dagvistar- heimilum sem væri ágætt ef ekki hefði fylgt með ákvæði sem segir að ef ekki reynist unnt að fá fólk með fóstru- menntun til starfa á dagvistarheimilum sé heimilt að ráða fósturliða í staðin. Með fylgdi tillaga að reglugerð um skipan fósturliðanáms og löggildingu slíkrar starfs- ( stéttar. Allir vita að fóstrur fást ekki til starfa á leikskól- um og dagvistarheimilum vegna lágra launa og van- mats á fóstrustarfinu. Ný löggilt stétt fósturliða með minni menntun og lægri laun væri hugsanlega lausn á vandanum en Kvennalistinn vill ekki eiga þátt í lausn af því tagi. Og ekki styrkir það stöðu fóstra í kjarabaráttu þeirra ef þær eru gerðar óþarfar, né sýnir það mikla virðingu fyrir því mikilvæga starfi, sem þær inna af hendi.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.