Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 8
Hún tíndi dauðsyfjuð einhvern morgunverð fram og Gudda litla byrj-
aði á að hella úr mjólkurglasinu yfir allt. Með skjálfandi höndum fjar-
lægði hún ógeðslegt brauðið af borðinu og greip í fáti borðtusku til
að þerra það mesta at því. Kjartan gaut reiðilegu auga til Guddu fyrir
brussuháttinn, og stóð upp til að þurrka sletturnar úr fötunum sínum
og á meðan laumaðist Þóra til að klípa systur slna undir borðinu, en
þá öskraði Gudda svo hátt, að Grímu datt ekki annað I hug, en hún
hefði brennt sig á brauðristinni. Hún greip barnið og snaraði henni
undir kaldavatnsbununa í vaskinum og þarna voru þær að kljást,
þegar Mundi komfram. ,,Hvaðgengureiginlegaá?“, sagði hann og
sá strax, að Þóra sat og hélt að sér höndum. ,,Ég kleip hana bara“,
Gríma gatekki varist hlátri — ,,0, skömmin þín, aðgera mér þennan
grikk!" Skömmu seinna var allt komið í samt lag.
Þegar fólkið var komið út, settist Gríma loksins, og fékk sér kaffi-
bolla. Henni fannst hún dauðuppgefin — og dagurinn var varla byrj-
aður. Hún hafði fest blund undir morgun, ákveðin í, að þessi jól
skyldi hún halda vakandi.
H ún sá út undan sér, hvar Mundi var að hreinsa snjó af bílrúð-
unum. Rólegar hreyfingar hans við verkið komu af stað innri spennu
í henni. „Hvers vegna gat hann alltaf verið svona rólegur'? ,,Af
hverju kvartaði hann aldrei um þreytu'? ,,Var hann ánægður með til-
veruna" ? Þessi sambúð þeirra var svo laus við að vera spennandi,
fannst henni. Þau fóru aldrei neitt á kvöldin og fáir komu til þeirra.
,,Var það kannski hennar sök, hvernig komið var'? ,,Hvað var til
dæmis langt síðan þau höfðu hlegið saman'?
,,Vá, hvað var hún að hugsal? í bað! — Ég verð að vera sæmilega
hrein, þegar ég kem til læknisins"!
stjórinn heyrði greinilega ekki, hvað hún var að tauta, og nú fann
hún, að hún eldroðnaði — hana svimaði — og hönd hennar greip
í næstu stoð — „almáttugur, ætlar nú að líða yfir mig'?
Einhvern veginn tókst henni samt að setjast og um hana fór skelfi-
leg líðan. Henni fannst athygli allra í vagninum beinast að sér. Hún
sá bara í þoku, að henni fannst ung andlit, öll eins, enginn hreyfði
svip. Það hlutu allir að vera sárhneykslaðir á henni. Hún var ekki
ung, húnskarsig greinilegaúr. Hún komst með einhverjum óskiljan-
legum mætti út við Álfheimana. Og stuttu seinna var hún komin inn
á biðstofu, yfirfulla af fólki. Eitt og eitt grátandi barn —- mæður að
hugga — óléttar konur — svipþungar konur — vond lykt— Hún kúg-
aðist! Einhver fór að stumra yfir henni. ,,Hvert er nafnið"?. . . ha,
nafnið?. . . Gríma. . . Gríma Hjartardóttir." „Hvenær fædd Gríma" ?
.......ha, ég.........jú, 1940 — 10. desember." „Hefurðu komið
hingað áður'? „Áður?, ne — nei — nei, aldrei." Konan strauk henni
í framan með rökum klút. Henni leið strax betur. „Þú mátt koma inn
strax!"
Og áður en Gríma vissi af, sat hún andspænis manni í hvítum
slopp. Rólegt yfirbragð hans gerði það að verkum, að hún áttaði sig
smátt og smátt.
„Hvernig dagurinn minn byrjar? — hvað ég borða á morgnana?
— áhugamál? — hjónabandið? — hvernig það er? — hvenær ég fer
að sofa? — svefninn? — „Hann horfði á hana mildum augum og hún
hálfkjökraði: „Hvað getur verið að mér?“ „Ekkert nema stress",
sagði hann. ,,Er það sjúkdómur'?, heyrði hún sjálfa sig segja. „Ég,
sem hélt, að ég væri að deyja"! „Já, þú átt heldur ekki langt eftir
góða mín, ef þú heldur svona áfram. Ég sting upp á, að þú hvílir þig
hérna í nokkra daga!" Það fór að suða fyrir eyrum hennar. . . .
Loksins kom strætó! Henni var orðið skítkalt af að bíða. Hún
ætlaði að fara að borga, þegar hún áttaði sig á, að hún var ekki leng-
ur með strætómiðann í hendinni. Bíllinn var kominn af stað og hún
heyrði sjálfa sig stynja upp, að hún hlyti að hafa misst miðann. Bíl-
FAÐU
SKRIFLEGT
LÁNSLDFORÐ
Fáðu skriflegt lánsloforð hjá okkur
áður en þú gengur frá
húsnæðiskaupum, eða ræðst í
byggingu íbúðarhúsnæðis.
Þá er hyggilega að verki staðið.
Hún raknaði ekki við fyrr en síðla dags. Hún lá í fallegu herbergi
og það barst yndisleg músíkk að eyrum hennar. „Hvar var hún'?
Dyrnar opnuðust og inn kom hvítklædd, brosandi kona, með blóm
í vasa! Hún laut niður að henni, og fékk henni kort, sem hún bað
hana lesa. Gríma tók skjálfandi höndum við kortinu. „Sjáumst i kvöld
— þinn Mundil Hún fór að hágráta og hvítklædda konan skipti sér
ekki af henni — lengi — en loks létti henni og þær horfðust i augu.
Hjúkrunarkonan strauk henni um vagnann og sagði: „Þú kemst
heim fyrir jól, Gríma mín — alhressl
Laugasteini í nóv. 1985
Steinunn R Hafstað
ÞEIR
KAUPENDUR
ÍBÚÐAR-
HÚSNÆÐIS,
sem hafa skrifleg lánsloforð
Húsnæðisstofnunar í
höndunum, standa betur að
vígi en þeir, sem hafa þau ekki.
Húsnæðisstofnun
/4 • •