Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 3
VERA
„bréf”
Hótel Vík
Reykjavík
MEIRA UM
PURPURALITINN
Kæra Vera!
Mig langar til aö leggja orö i belg um
bókina The Color Purple eftir Alice
Walker, eða Purpuralitinn í íslenskri þýð-
ingu Ólafar Eldjárn, sem fjallað var um í
síðustu Veru. Þegarég hafði lesið umfjöll-
un Veru um bókina og ritdóm um sömu
bók í Tímanum þann 19. nóvember s.l.
fékk ég mikla þörf fyrir að tjá mig um efnið
sem ég hér með læt eftir mér. í ritdómi
Tímans segir að málfar og stíll sögunnar
endurspegli vankunnáttu og umkomuleysi
aðalpersónunnar Celie, en ekkert er
minnst á málið sem slíkt. Ég var nýbúin að
iesa bókina á frummálinu og hafði dáðst
að því að því hvernig höfundurinn notar í
bókinni fleiri en eina mállýsku (fleiri en eitt
mál). Bókin er safn af bréfum sem aðal-
Persónan Celie skrifar guði og systur sinni
09 síðan eru bréf sem systir Celie skrifar
henni. Öll bréf Celie eru skrifuð á svartri
ensku en bréf systur hennar Nellie eru
skrifuð á ensku eins og við þekkjum hana
best. Svört enska er það nafn sem oftast er
notað yfir móðurmál svartra Bandaríkja-
manna, sem er í mörgu lík ,,venjulegri“
ensku. Til dæmis dregur hún stóran hluta
erðaforða síns þaðan en samt er svört
enska áberandi öðruvísi enda talin eiga
uPpruna sinn í kreólmálum svartra þræla.
Blökkufólk var á þeim tíma sem sagan
Qerist lægst sett í bandarísku þjóðfélagi og
mál þeirra álitið illa töluð enska, sem það
telaði vegna þess að það væri ekki fært
Ufn að læra almennilegt mál. Sagan end-
Urspeglar tíðarandann og málið á bréfum
^elie undirstrikar menningarlegan upp-
runa hennar og stöðu hennar í þjóðfélag-
mu sem blökkukonu. Síðar í bókinni þegar
bún hefur risið upp á móti kúguninni er
baft á orði við hana hvort hún ætli ekki að
esra að tala „almennilega" en hún hafnar
pví vegna þess að hún finnur að máliö sem
Un talar er móðurmál hennar, það er það
mál sem henni er tamast og hún tjáir sig
está. Hún læturtilfinningarsínarráðaen
samtal hennar og vinkonu hennar endur-
®Peglar viðhorf þjóðfélagsins til blökku-
olks, tungu þeirraog menningarogeinnig
endurspeglar það viðhorf þeirra sjálfra til
®'9in menningar og tungu. Þegar Celie
I efur hafnaðþví að læraaðtala „almenni-
®9a ‘ er uppreisn hennar fullkomin því
^Un er bæði persónuleg og þjóðfélagsleg.
er ekki bara sterk kona heldur sterk
blökkukona
í dag eru svartir Bandaríkjamenn enn að
berjast fyrir því að mál þeirra verði viður-
kennt sem sérstakt mál (mállýska) og
vannst stór sigur í þeirri baráttu árið 1978
þegar svartir Bandaríkjamenn í Ann Arbor
fóru í mál gegn ríkinu til þess að reyna að
fá því framgengt að börnum þeirra yrði
kennt að lesa á móðurmáli sínu. Ólæsi er
mikið meðal svartra Bandaríkjamanna og
má oft kenna því um að börnin skilja illa þá
ensku sem töluð er í skólanum. Blökku-
menn unnu málið og nú er börnum þeirra
kennt að lesa á móðurmáli sínu í skólum
í Ann Arbor.
Málin (mállýskurnar) sem bókin erskrif-
uð á undirstrika lága stöðu svertingja og
það að bréf Celie eru skrifuð á svartri
ensku og bréf Nellie á „venjulegri'1 ensku
hefur sinn tilgang. Þessi notkun á málum
(mállýsku) undirstrikar kúgun og lága
stöðu Celie í þjóðfélaginu. Hún tekur á sig
að vera kúguð og misnotuð til að bjarga
systur sinni sem kemst út í hinn stóra heim
og lærir að tala eins og hærra sett fólk.
Hvernig er hægt að þýða svona yfir á ís-
lensku er mér spurn. íslenskan er engan
vegin eins fjölskrúðugt mál og enskan
þegar mállýskur eru annars vegar. Viö
gætum reynt að nýta ýmis form íslensk-
unnar sem þykja miður falleg og álitin end-
urspegla fáfræði og litla menntun þeirra
sem notar þau. Má til dæmis nefna þágu-
fallssýki, sem er að vísu óviðfeldið orð yfir
fyrirbæri sem er eitt sterkasta merki um að
íslenskan er lifandi og fjölskrúöugt mál. Ef
málhreinsunarmenn fengju öllu að ráða
myndu þeir eflaust reyna að eyða úr ís-
lenskunni þeim fjölbreytileika sem hefur
félagslegt gildi og þar meö viðhalda minni-
máttarkennd þeirra sem er tamt að tala
„ekki rótt“. En þágufallssýki dugar ekki til
að koma á framfæri merkingu sem felst í
því að skrifa bók á fleiri en einu máli (einni
mállýsku).
í íslensku þýðingunni er reynt að endur-
spegla muninn á ensku og svartri ensku
með því að einfalda beygingar á íslensku
og sleppa smáoröum. Má til dæmis nefna
setningu á bls. 194 þar sem segir „lögg-
arnir stungu henni inn“ sem enginn full-
orðinn íslendingur myndi segja nema
kannski sem mismæli. Svört enska er ekki
tæpitunga, barnamál eðavanþróuðenska
og málið endurspeglar ekki fáfræði Celie.
Einfaldur skeytastíll bókarinnar gerir það
kannsi enda eykst orðaforði og frásagnar-
stíllinn þroskast þegar Celie þroskast og
henni vex ásmegin. í íslensku þýðingunni
hefur tekist mjög vel að ná þessari þróun
á stíl og frásagnaraðferð en ekki þýðir aö
búa til nýja útgáfu af íslensku til þess að
endurspegla þessa notkun á tveimur mál-
Ofbeldi
(Ijóö tileinkaö barni)
Þeir myrtu sál þína
en líkaminn heldur áfram að lifa
það er svo dimmt svo dimmt
þar inni
þar loga engin Ijós
og það leggur enginn blóm á
leiðið
það þekkja það svo fáir
það vita svo fáir
að þeir myrtu sál þína
það er svo dimmt svo dimmt
þarna inni
því að þeir myrtu sál þína
en líkaminn heldur áfram að lifa
Þ.G.
Ljóð þetta orti ein af lesendum VERU
og sendi okkur. Kveikjan að Ijóðinu var
umfjöllun VERU á ofbeldi gegn börn-
um í 3. tbl. þessa árs.
um (tveimum mállýskum). Því það verður
bara skilið á einn hátt, að Celie sé illa að
máli farin. Celie er ung að árum (14 ára)
þegar sagan hefst og segir frá í barnslegri
einlægni. Smám saman eykst orðaforði
hennar og setningarnir hennar verða
lengri og flóknari en í gegnum alla bókina
er hún móðurmáli sínu trú og sýnir að hún
hefur góð tök á því.
Með kærri kveðju,
Begga
3