Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 11
fram í þeim, þ.e. að jafnrétti skuli veratil náms á íslandi. Það vantar mikið á að hægt sé að framfylgja lögunum og kennarar eru enn að berjast fyrir bættri námsað- stöðu innan skólanna. Á sama tíma heyrast æ oftar raddir um ágæti einkaskóla og hversu æskilegt sé að foreldrar geti keypt bestu fáanlega menntun fyrir börn sín á frjálsum mark- aði. Þessar hugmyndir koma oftast frá þeim aðilum sem vilja „báknið burt“ og samdrátt í ríkisrekstri. Auð- vitað er hér á ferðinni aðför að því velferðarsamfélagi sem hefur verið að smá þró- ast og er enn allt of skammt á veg komið. Ég er þeirrar skoðunar að íhaldsöflin á íslandi séu langt á veg komin með að rífa niður félagslega upp- byggingu og það kemur m.a. fram í skólanum. Þeir eru i fjársvelti og geta því ekki veitt þá þjónustu sem þeim ber að gera sam- kvæmt grunnskólalögun- um. Kennarar eru smánar- lega illa launaðir og neyð- ast þvi til að taka á sig of mikla yfirvinnu sem aftur bitnar á skólastarfinu. Þetta verður svo til þess að sumir foreldrar sem eru vel stæð- ir, óska frekar eftir kennslu í einkaskólum fyrir börnin sín. Ég er viss um að lang- flestir kennarar vilja góðan grunnskóla þar sem allir nemendur geta fengið góða kennslu við hæfi hvers og eins frekar en að þróunin verði sú að ríkið reki annars flokks ódýra skóla og þeir sem vilja góða menntun verði að borga viðbót úr eigin vasa. En kennarar vilja líka mann- sæmandi laun og þess vegna má alveg búast við þvi að einkaskólum fjölgi ef ekki kemur til breytt stefna yfirvalda í menntamálum. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda — það verður að snúa við blaðinu. — Hvaða áhrif telur þú að einkavæðing hafi á ríkisfjölmiðl- ana? Ég leyfi mér nú að kalla einkavæðinguna frekjufrelsi! Hún hefur ekki aukið frelsi eins eða neins nema þeirra sem fara með völdin og fjármagnið í þessu landi og oftar en ekki er það á kostnað okkar sameigin- legu hagsmuna. Ríkisútvarpið, sem er eini íslenski fjölmiðill- inn í almenningseign, hefur t.d. orðið að gjalda þess aö hagsmunir þess hafa orðið að víkja fyrir nýjum stöðvum sem í daglegu tali eru kallaðar frjáls- ar. Hin svokallaða frjálsa sam- keppni er nú ekki rishærri en svo að þegar hún hélt innreið sina með nýjum útvarpslögum var þrengt verulega að rekstr- argrundvelli okkar sameigin- lega útvarps og því gert mjög erfitt um vik að bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum. Það var auðvitað fyrirsjáanlegt að þær auglýsingatekjur sem útvarpið hafði haft myndu dreifast með tilkomu nýrra stöðva og því verið eðlilegt aö gera ráð fyrir auknum tekju- stofnum til að útvarpið okkar gæti haldið velli í þeirri sam- keppnisaðstöðu sem það var komið í. Þess í stað voru tekju- stofnar útvarpsins skertir og er nú svo komið að hallinn á rekstri stofnunarinnar er all- mikill. Þar fyrir utan steðjar marg- víslegur vandi að Ríkisútvarp- inu sem er um margt sameigin- legur vanda annarra fyrirtækja í almenningseign. Launakjör- um opinberra starfsmanna hefur verið haldið niðri og starfsfólki bjóðast því betri laun á stöðvum í einkaeign. Þessi láglaunastefna hefur því þær afleiðingar í för með sér að stofnanir á borð við ríkisútvarp- ið þjálfa upp hæfa starfsmenn og hverfa síðan á braut með starfsreynsluna í farteskinu og verður því ríkisútvarpið eins konar uppeldisstöð fyrir einka- stöðvarnar hvað varðar fag- fólk. Flokkspólitísk afskipti, sem koma m.a. fram í manna- ráðningum og ákvörðunarvaldi útvarpsins draga úr sjálfstæði stofnunarinnar og hamla gegn opnara stjórnunarformi og þeirri valddreifingu sem er nauðsynleg til að styrkja frum- kvæði starfsfólks og efla já- kvæðan starfsanda meðal þess. Frelsi fjármagnsins í út- ^aría Jóhanna Lárusdóttir, fulltrúi Kvennalistans í útvarpsráði ..Einkavaeðingin er frekjufrelsi" varpsrekstri hefur ekki aukið frelsi landsmanna til tjáningar þar sem stöðvar í einkaeign hafa engar skyldur við neyt- endur og frelsi þeirra til að hafa áhrif á efnisval og dagskrá er fyrir borð borið. Samkvæmt lögum ber Ríkisútvarpinu að sinna margvíslegum skyldum við eigendur sína sem einka- stöðvar eru undanþegnar. Því ber m.a. að senda út til alls landsins og næstu miða, gæta hlutleysis í fréttaflutningi og vera vettvangur mismunandi skoðana. Því er ætlað að varð- veita einkenni íslenskrar menningar og stuðla að sí- felldri sköpun hennar og end- urnýjun. Ef Ríkisútvarpið á að geta sinnt þessum skyldum þarf að tryggja því öruggan fjárhags- grundvöll sem er óháður tísku- sveiflum og markaðslögmál- um. Það þarf að gera því kleift að vera vettvangur skapandi hugsunar, boðberi nýrra strauma og hugmynda og vera þjóðinni opið til að sérhver ís- lendingur geti komið þar hug- myndum sínum og skoðunum áframfæri. Slíkt tjáningarfrelsi verður aldrei að veruleika með- an rekstur þess og afkoma miðast við og er háð sam- keppni um auglýsingatekjur. Sjálfstæði íslensku þjóðar- innar og tilvera er undir því komin að íslendingar verði í framtíðinni sem og hingað til þátttakendur fremur en neyt- endur á sviði menninga og lista, gefendur fremur en þiggj- endur. Ódýrt erlent afþreying- arefni getur reynst menningu smáþjóðar skeinuhætt. Það er því mikilvægt að við fáum ekki glýju í augun af frelsisboð- skapnum. Frelsi okkar er nefnilega þegar allt kemur til alls fólgið í því að við höfum frelsi til að skapa, taka þátt og umfram allt að virða skoðanir okkar. Einkavæðingin kemur ekki endilega í veg fyrir slíkt frelsi en hún þjónar ekki hags- munum heildarinnar en tryggir rétt þeirra, sem fara með völd- in og fjármagnið í þjóðfélaginu. Þess vegna fer ég ekki ofan af því sem ég sagði í upphafi að einkavæðingin er frekjufrelsi! 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.