Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 17
hafar frelsisins og þær urðu tilneyddar að huga að stöðu sinni við framleiðsluna. Framan af 19. öldinni myndaðist sterk vakning gegn þrælahaldi og í þeirri baráttu voru konur mjög virkar. Þeirra eigið réttleysi varð auðséð og forystukonur beggja vegna Atlantshafsins tóku að mynda samtök um kosningarétt konum til handa. Af þeim spruttu kvenréttinda- félög sem sum hver eru enn við lýði. Segja má að fram yfir miðja 20. öld hafi óslitið verið staðið í stríði í einhverri mynd til að ná stjórnmálalegum og öðrum þjóðfélags-réttindum kvenna. Á þessum langa tíma sló stundum í baksegl fyrir kon- ur en jafnan urðu einhverjir til að þurrka púðrið. Eins konar ládeyða myndaðist þegar stærstu áföngunum var náð og hróplegasta misrétti gegn konum útrýmt úr löggjöf landanna. Úr slíkri lægð kom ný-feminisminn nær árinu 1970 og fór eins og stormsveipur um Vesturlönd og Norður-Ameríku. Þessi ný-hreyfing kvenna byggir á grundvellinum sem lagð- ur hafði verið, það er að segja á lagalegum réttindum þeirra. En áherslan var nú öll á vitundarvakningu konunnar og að efla vilja hennar til sjálfstæðrar tilveru, fá hana til að rífa sig lausa úr viðjum vanans og hafna því að vera einungis annars flokks persóna í nútímasamfélagi. Þessi sókn stendur enn með ýmsum tilbrigðum. Ævinlega eru einhverjir sem ríkjandi ástand hentar og snúast því til varnar, nægir þar að nefna stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. í hnotskurn er ,,teoretiskt" fullrétti en misrétti í reynd. Rík tilhneiging er'til að skilgreina feminisma þröngt og hólfa feminista af á grundvelli kennisetninga sem ég tel vera takmarkandi og tálma framgangi meginstefnu. Ef litið er yfir sviðið, og í Ijósi sögunnar, sýnast meginlínurnar vera þrjár: a) jafnrétti þegnanna b) jafnrétti kynjanna c) kvenfrelsi. í tímans rás hefur stundum mátt þrauka fundi og ráðstefnur, einkum með Skandinövum sem geta verið kreddumenn miklir, þar sem eitt af þessu þrennu var boðað sem allur sannleikur varð- andi feminisma. Hefur mér oft virst þetta deila um keisarans skegg og úr tengslum við raunveruleikann. Að mínu mati er feminismi hvorki meira né minna en stefna er miðar að því: — að sérhver kona sem einstaklingur fái notið hæfileika sinna í eins ríkum mæli og unnt er eða vilji hennar stendur til; — að sérhver kona öðlist það frelsi hugans sem útilokar sjálf- skipað hlutskipti vegna kynferðis, en örlög ráðist af hæfni, þekkingu, reynslu og áhuga; — að sérhver kona verði fullgildur og sjálfstæður þjóðfélags- þegn á því sviði sem hún velur sér með þeim réttindum og skyldum sem slíkt útheimtir. Stétt og staða konunnar eða það þjóðskipulag sem hún býr við hindrar ekki að keppt sé að þessum markmiðum. Þörfin fyrir það er hvarvetna brýn því í hlut eiga manneskjur. Að samanlögðu er það að vera feministi að hugsa í nýjum braut- um varðandi líf og tilveru kvenna. Sannur feministi leitar allra tiltækra leiða að þeim markmið- urm sem lýst var og jafnan liggja margar leiðir að einu marki. Hann getur til dæmis unnið að sér framboðum kvenna líkt og 9erst hefur hér á landi 1908 og 1922 og enn á 9. tug þessar- ar aldar eða starfað í stjórnmálaflokkum, annað hvort í al- mennurn félögum þar við hlið karla eða sérfélögum kvenna. Feministi getur starfað í kvenréttindafélögum eða almennum kvenfélögum, stéttarfélögum eða öðrum samtökum. Hann getur einnig verið í litlum laustengdum grúppum eða einn að verki allt eftir því sem hann metur vænlegast á hverjum tíma feminismi er greiningaraðferð og ásamt því, upp- götvun nýrra heimilda. Feminism spyr nýrra spurninga og veitir ný svör. Kjarni feminisma er félagslega misjöfn staða kynjanna, orsakir henn- ar og afleiðingar. (Juliet Mitchell og Ann Oakley, 1976) og því samhengi sem gildir. Feministinn getur hagnýtt sér fjölmiðlun stefnu sinni til framdráttar eða beitt tækni samtals í tveggja manna hópi og allt þar á milli. Þurft getur að endur- nýja takt og tón á breyttum tímum. En raunverulegur femini- sti er sífellt á varðbergi vegna málstaðarins því hann hefur öðlast ný augu og ný eyru og beitir þeim sífelt minnugur þess að hin stærsta og fegursta mynd er oftast samansett úr ótal smáeiningum. Lára Ljósm.: Jens Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur: „Stöndum vörð um hið kvenlega" Þegar ég var spurð að því hvort ég væri feministi spurði ég á móti: ,,Hvað er feminismi?" í mínum huga hefur hugtakið nei- kvæða merkingu — stefna sem leggur áherslu á aðgreiningu kvenna, að konur eigi að lifa saman í samfélagi útilokað körlum. 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.