Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 38
A ÞETTA VAR FYRSTA VERS, SVO KEMUR. . . Nú er lokið fyrsta kjörtímabili fulltrúa Kvennalistans á Alþingi. Á slíkum tímamót- um er gjarnan litið til baka og íhugað hvað hefur áunnist. Ef við höldum okkur við Al- þingi eins og til er ætlast á þessum síðum, þá er óhætt að fullyrða að Kvennalistinn hef- ur verið verðugur málsvari þeirra málefna sem hann stendur fyrir, þ.e. að bæta hag kvenna og barna og þjóðfélagsins alls. Mat margra á árangri af starfi á þingi miöast gjarnan við hvaða mál viðkomandi þing- flokkur fær samþykkt. Eins og allir vita þá kemur stjórnarandstaöan í heild mun færri málum í gegn en ríkisstjórnarflokkarnir, en hins vegar má benda á þaö aö fjöldi mála sem kemur frá stjórnarandstöðunni er síst minni. Störf í nefndum geta líka skilaö árangri, þ.e. meö þeim hætti aö koma inn breytingum á frumvörpum eöa þingsályktunartillög- um. Nefndirnar nota stjórnarflokkarnir gjarnan til að hefta framgang mála stjórnarandstöðunnar sem þeir gera meö því að afgreiða þau ekki úr nefndunum sem þau eru sett í. Burtséö frá þeim vandkvæðum sem því fylgir að vera í stjórnarandstöðu á Alþingi þá hefur Kvennalistinn komiö allnokkrum málum í gegn og lagt fram fjöldann allan af málum sem ekki hafa verið afgreidd. Þingkon- urnar hafa látiö sér fátt óviökomandi af því sem til um- fjöllunar hefur veriö á þingi og því alls ekki réttmæt gagnrýni sem sumir halda á lofti, þ.e. að þær tali aðeins um barnaheimili og fæðingarorlof þó þaö séu í sjálfu sér verðug umræðuefni hvar sem er. Samþykkt þingmál Ef viö lítum á samþykkt mál Kvennalistans má fyrst nefna tillögu um könnun á rannsókn og meðferð nauð- gunarmála og úrbætur í þeim efnum sem var samþykkt vorið 1984. Fimm manna nefnd var skipuð strax það vor, en í henni sitja 1 karl og 4 konur, m.a. Guðrún Agnarsdóttir. Tillaga um kennslugagnamiðstöðvar í öllum fræðslu- umdæmum var samþykkt vorið 1985, en treglega hefur gengiö að hrinda henni í framkvæmd. Er hér um að ræðajöfnun aðstöðu barnatil náms hvarsem er á land- inu, sem brýnt er að koma á. Tillaga um kerfisbundna leit aö brjóstakrabbameini var samþykkt vorið 1985, en það var þó ekki fyrr en við afgreiðslu fjálaga fyrir þetta ár (þ.e. 1987) sem tryggt var fjármagn til þess verkefnis. Tillaga um að meta heimilisstörf til starfsreynslu á vinnumarkaði og þar með til launa fékkst samþykkt á þinginu 1985—86, en framkvæmdin stendur vitanlega þversum í ráðamönnum, sem hafa í reynd engan vilja eða áhuga á því að viðurkenna gildi heimilisstarfa, nema í minningargreinum. Þetta kom líka skýrt fram hjá félagsmálaráðherra þegar hann kynnti skýrslu um mál- ið nýlega. Tillaga um úrbætur í ferðaþjónustu var einnig sam- þykkt á þinginu 1985—86, en Kvennalistinn hefur haft miklar áhyggjur af andvaraleysi stjórnvalda í ferðamál- um. Ferðaþjónusta er æ mikilvægari tekjulind fyrir þjóð- arbúið og veitir fjölda manns atvinnu, en nýtur lítils skilnings yfirvalda með þeim afleiðingum að viö getum tæpast skammlaust tekiö á móti þeim fjölda ferða- » manna, sem sækist eftir því að skoða stórbrotna nátt- úru landsins, auk þess sem margir fjölsóttir staðir eru í hættu vegna átroönings. Takist vel til um framkvæmd tillögu okkar frá síðasta þingi, yrði þeirri hættu bægt frá. Starfið í vetur Nú í vetur hefur einu máli Kvennalistans verið vísað til ríkisstjórnarinnar en það er frumvarp til laga um rétt foreldra til að taka sér launalaust leyfi frá störfum vegna umönnunar barna. Það hefur kostaö mikla baráttu að fá þetta mál afgreitt úr nefndinni, en þangað var því vísað um miöjan nóvemer í fyrra. Á síðustu dögum þingsins tókst að fá þingsályktunartillöguna um fræðslu i kyn- ferðismálum samþykkta, en henni var vísað til nefndar í lok nóvember, sams konar tillaga frá Kvennalistanum var reyndar til meðferðar á síðasta þingi og á því má sjá hvernig stjórnarflokkarnir geta beitt nefndunum til að tefja málin okkar. Á síðasta degi þingsins var einnig samþykkt tillaga þess efnis að fela ríkisstjórninni að undirbúa tillögur sem tryggi þeim lífeyrisréttindi sem eingöngu sinna heimilis- og umönnunarstörfum og leggja þær fyrir Al- þingi eigi síðar en 1. nóvember 1988. Sú tillaga tók mið af tveimur tillögum um þetta efni og frumvarpi Kvenna- listans um lifeyrisréttindi húsmæðra. Til að gefa nokkra hugmynd um starfið í vetur má benda á að Kvennalistakonur hafa lagt fram fjögur frumvörp, þ.e. um lágmarkslaun, leyfi frá störfum vegna umönnunar barna, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra og um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Eins og fyrr var sagt var frumvarpinu um leyfi frá störf- um vegna umönnunar barna vísað til ríkisstjórnarinnar. Hin frumvörpin þrjú fóru í nefndir og fengust ekki af- greidd þaðan, eins og fyrr segir var tekið tillit til frum- varpsins um lífeyrisréttindi húsmæðra í ályktun um það mál. A

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.