Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 26
Verkefnið Brjótum múrana, BRYT, er samnorrænt fjögurra ára verkefni sem hófst 1985. Um tilgang verkefnisins segir í fréttabréfi BRYT, nr. 1. des. 1986. „Tilgangur verkefnisins er að þróaog prófa aðferðir til að brjóta niður kynskiptinguna á vinnumarkaðnum. Verkefnið er jafnréttis- verkefni. Markmiðið er að auka fjölbreytni í og bæta menntun kvenna og tryggja þeim atvinnu með ýmsum aðgerðum. . .“ BRYT verkefnið er starfrækt á fimm mis- munandi stöðum í jafnmörgum löndum. Á íslandi var Akureyri valin sem vett- vangur Brjótum múrana. Með verkefninu vinnur ráðgjafanefnd sem í eru samtals 7 fulltrúar. Eru það fulltrúar frá félags- málaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, ASÍ, VSÍ, Akureyrarbæ og tveir frá Jafn- réttisráði. Þær stofnanir sem fulltrúarnir eru frá reyna að fá aðrar stofnanir og fyrir- tæki til að beina athöfnum sínum sérstak- lega á þetta svæði. Á Akureyri er Valgerður H. Bjarnadóttir verkefnisfreyja. Valgerður var ráðin til verkefnisins 1. desember 1985. VERA hafði samband við Valgerði til að fræðast nánar um framkvæmd Brjótum múrana á íslandi. Hvers vegna er ráðist í þetta verkefni. Valgerður? Konur vinna á mun afmark- aöra sviði en karlar. Starfs- greinar kvenna eru færri en starfsgreinar karla og þeirra störf eru lægra megin en karla- störfin. Skiptingin á vinnu- markaönum er afmörkuð og erfitt er fyrir konur aö komast í karlastörf. En þegar það gerist þá myndast oft kvennasviö innan karlagreinarinnar. Eins og geröist í bönkum t.d. þar er gjaldkerastarfið oröið kvenna- starf. Sama gerist í verksmiðj- um, þegar konur komast í hefö- þundin karlastörf myndast stundum tvö störf þar sem áöur var eitt. En hvert er svo verkefnið, ná- kvæmlega, og hvernig gengur í einstökum þáttum þess? Einn hluti verkefnisins er náms- og starfsfræðsla sem skyldunámskeið í 9. bekk grunnskólans. Fræösla þessi er m.a. unnin eftir fyrirmynd aö austan þar sem Gerður Ósk- arsdóttir hefur skipulagt starfs- fræöslu í grunnskólunum. Á Akureyri fer náms- og starfsfræðslan þannig fram aö krakkarnir heimsækja vinnu- staöi og eru í bóklegum tímum ískólanum. Hver einstaklingur fer á 3 mismunandi vinnustaöi og er skilyrði aö a.m.k. einn af þeim sé heföbundin fyrir gagn- stætt kyn. Framkvæmd hefur gengiö mismunandi vel I þeim þremur skólum sem í þessu verkefni eru. En krakkarnir hafa lært mikið af þessu og bæði stelpum og strákum hefur þótt mjög spennandi aö heimsækja óheföbundna vinnustaöi. Þó kemur fram nokkur munur á reynslu þeirra. Stelpurnar sjá aö karlastörfin eru hvorki eins 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.