Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 25
eiginlegt, að foreldrar þeirra standa titan við, skilja þau ekki. For- eldrarnir eru svo velmeinandi, góð og áhugasöm en samt sem áð- ur utan við. VH: Já, það hefur verið kvartað yfir einmitt þessu í gagnrýni og almennt. í sjálfu sér hefur þetta ekki verið mér mikilvægt. Tilgang- urinn minn með bókinni er ekki uppeldisfræðilegur. Ég hef alls engan áhuga á góðu uppeldi. Fyrst og fremst skiptir það mig máli að bókin verði góð bók. Uppeldislegur boðskapur getur verið á kostnað bókmenntagildis. En ég ætlaði mér ekki að vera neikvæð eða reyna að sýna hvað foreldrarnir eru heimskir. Ég er eiginlega að segja frá hvernig þetta er. Ég held t.d. að Ellen í „Gegnum skóginn“ vilji ekki að foreldrarnir skilji hana. Hún vill að það sem hún upplifir sé hennar einkamál. Það getur vel verið að mamma Ellenar gæti skilið hana ef Ellen vildi trúa henni fyrir því og tala um það við hana. En hluti af upplifuninni er að hún er hennar einkamál og einmitt þess vegna er hún svo mikilvæg og merkileg. ÞSK: Já, en í „Birkir + Anna, sönn ást“ sjáum við að það er mjög mikilvægt að deila reynslunni með vinkonunni, svo að það þarf kannski ekki að vera algjört einkamál. VH: Nei, en það er að minnsta kosti falið fyrir fullorðna fólkinu. ÞSK: Getur þetta ekki tengst því að foreldrarnir hafa ákveðna fordóma og þeim fylgja bannsvæði í kringum hlutina sem ekki þykja viðeigandi fyrir börn? Börnin hafa alist upp við þessi bann- svæði og þau hafa sett mark sitt á þau. Þau geta hreint og beint ekki tjáð svona hugsanir við fullorðna. ÞSK: Ert þú svolítið lik Önnu í „Birkir + Anna, sönn ást“? ís- lensku þýðendurnir þínir hafa reyndar haft orð á því hvað gaman væri að fá að vinna með kvenpersónu í bókmenntum sem er áræðin og stendur á sínu. Enn þann dag í dag er mikið misvægi hvað varðar kynhlutverk í barnabókmenntum. Þýski bókmennta- fræðingurinn Astrid Matthiae hefur nýlega birt rannsókn um þetta. í 3000 barnabókum fann hún 78 sem á einhvern hátt var hægt að segja að lýstu virkum og sjálfstæðum stelpum. Anna í „Birkir + Anna, sönn ást“ er þannig tímabær fulltrúi fyrir stelpur eins og þær eru i raun og veru, uppfullar af spennandi hugmynd- um, frumkvæði og áræði. VH: Ætli ég sé ekki lík Önnu á margan hátt. ÞSK: Ég kynntist þérfyrst sem höfundi í sumarsem leið. Nokkr- irsumargestir, unglingarfráTasen í Osló, heyrðu mig lesa bókina þína upphátt. Það kom í Ijós að þau höfðu verið leiksystkini litlu systranna þinna og fóru að segja mér meira af þér og lífinu í Tasen íþádaga. Endurspeglar „Birkir + Anna, sönn ást“ æsku þínaog þá möguleika sem umhverfið í Tasen gat boðið upp á. VH: Já, eiginlegaerbókin mikiðtilsjálfævisöguleg. Ekkiallirat- burðirnir kannski en umhverfið og allar tilfinningarnar byggja á minni reynslu. ÞSK: Fleir barnabækur? VH: Ég skrifa áreiðanlega fleiri barnabækur. Eitthvaö af efni er þegar að þróast með mér sem mig langar að skrifa um í formi barnabókar. Ég hef mikið af efni sem ég hlakka til að fást við. En ég er ekki alveg tilbúin í það ennþá. En það kemur alveg ábyggi- lega. Þórunn Sigurðardóttir Kjelland er íslensk en hefur verið búsett í Noregi um árabil. Það vour þær Ingibjörg Hafstað og Þuríður Jóhannsdóttir, sem sneru samtali þeirra Vigdísar á íslensku. Léttur og spennandí leíkur! TRYGGÐU GÆÐIN TAKT'Á KODAK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Gott og Blandað Laugavegi 53 Blandið sjálf — Sælgæti — Hnetur — Konfekt 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.