Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 35
Heilsugæslustöð — hvað er það? HEILSUGÆSLUSTÖÐ — hvaö er það? Hver er munurinn á því að vera skráður hjá lækni á heilsugæslustöð eða hafa heimilislækni eftir gamla kerfinu? Sennilega vita fæstir Reykvíkingar hvaða þjónustu heilsu- gæslustöðvarnar bjóða upp á. Tökum smá dæmisögu: Lítil stúlka fæðist, fljótlega eftir aö hún kemur heim með mömmu sinni kemur hjúkrunarfræðingur í heim- sókn og fylgist með að hún dafni vel. Stúlkan heldur síð- an áfram með sama hjúkrunarf ræðing til skólaaldurs og þar tekur skólahjúkrunarfræöingurinn við ásamt skóla- lækni. Allir þessir vinna á heilsugæslustöðinni og hafa náið samstarf og skrá í sjúkraskýrslu hvers og eins ef eitthvað bjátar á. Mörgum árum seinna þegar stúlkan er orðin ung kona verður hún barnshafandi. Hún fær alla nauðsyn- lega þjónustu á heilsugæslustöðinni, hjá því fólki sem þekkir hana. Ef hún og/eða læknirinn telur þörf á sér- fræði aðstoð þá er sótt eftir því og álit viðkomandi sér- fræðings sett í sjúkraskýrslu. Konan eignast stelpu og strák og fer að vinna úti á fullu. Karlinn vinnur úti allan sólarhringinn og hún situr uppi með ábyrgðina á krökkunum og heimilinu, auð- vitað alltaf blönk. Álagið eykst og verður óþolandi því fylgir svefnleysi ásamt andlegri og líkamlegri vanlíðan. Á heilsugæslustöðinni vinnur vel menntað fólk heil- brigðisstétta. Með góðri samvinnu konunnar, læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara og e.t.v. annarra leysist málið. Löngu seinna er stúlkan orðin gömul kerling og kemst ekki lengur ferða sinna. Með því góða samstarfi sem er á stöðinni og þeim upplýsingum úr sjúkraskrá sem til eru veröur auðvelt að meta hvaða heimaþjón- ustu kerlingin þarf. Þessi dæmisaga gefur vonandi einhverja mynd af þeirri þjónustu sem hugsanlegt er að fá á heilsugæslu- stöð. Eftir gamla heimilislækna kerfinu er læknirinn, mæðraverndin, ungbarnaeftirlitið, félagsráðgjafinn, sjúkraþjálfarinn og heimaþjónustan hvert á sínum stað og sáralítið samstarf á milli þessara hópa. í Reykjavík er gert ráð fyrir a.m.k. 13 heilsugæslu- stöðvum. í dag eru aðeins 5 auk Seltjarnarness, þar sem Reykjavík fékk inni. Af þessum 5 eru 3 í bráða- birgða húsnæði. Úti á landi er uppbygging heilsugæslustöðva komin all langt. Það er vegna þess að lög um heilbrigðisþjón- \ ustu nr. 59/1983 og reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar nr 160/1982 hafa tekið gildi á landsbyggðinni. Borgaryfirvöld þ.e. sjálfstæðismenn hafa hins vegar ár eftir ár beöið um frest á gildistöku þessara laga fyrir Reykjavík, þeirteljaað lögin henti ekki í Reykjavík. Þess vegna hafði Davíö Oddsson frumkvæði af því að skipuð var nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu m.t.t. Reykjavíkur. Nefndin skilaði skýrslu sinni (Golíat) árið 1985. Ein af niðurstöðum nefndarinnar var að hleypa fleiri rekstrarformum í heilsugæsluna þ.e. opna fyrir einkarekstur. í 19. grein laga um heilbrigðisþjónustu er skilgreind sú þjónusta sem veita skal á heilsugæslustöðvum eftir því sem við á: 1) almenna læknisþjónustu, hjúkrunarþjónustu, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, vaktþjónustu, vitjanirog sjúkraflutninga. 2) lækningarannsóknir. 3) sérfræðilega læknisþjónustu, tannlækningar, læknisfræðileg endurhæfing. 4) heimahjúkrun. 5) heilsuvernd, s.s. heilbrigðisfræðsla, mæðra- og ungbarnavernd, heilsugæsla í skólum, ónæmis- varnir, berklavarnir, kynsjúkdómavarnir, geð- vernd, áfengis-, tóbaks-, fíkniefnavarnir, sjón- vernd, heyrnavernd, heilsuvernd aldraðra, hóp- skoðanir og skipulögð sjúkdómaleit, félagsráð- gjöf, umhverfisheilsuvernd, atvinnusjúkdómar. Á þessari upptalningu má sjá að þar sem heilsu- gæslustöðvar starfa samkvæmt þessum lögum er þjón- ustan mjög fjölþætt. Þetta er ein af þeim greinum sem Golíat nefndin gerði breytingatillögur á. Nefndin taldi óþarfa að ákveðin þjónusta væri veitt á heilsugæslu- stöðvum ef hún væri veitt annars staðar á svæðinu. Þetta er þröngsýni sem getur verið skaðleg fyrir- byggjandi starfi, þ.e. ef ákveðnir faghópar eru útilokaðir frá heilsugæslustöðvum og því samstarfi sem er nauð- synlegt þegar unnið er að fyrirbyggjandi starfi. Þeir fag- hópar sem ég er aðallega að tala um eru sálfræðingar, félagsráðgjafar og sjúkraþjálfarar. Það er ákaflega mikilvægt að á öllum heilsugæslustöðvum starfi þver- faglegur samstarfshópur. Við verðum að forðast að skipta einstaklingum upp í andleg, félagsleg og líkam- leg vandamál og að hver sérfræðingur vinni í sínu horni einangraður með ,,sitt“ vandmál. í Reykjavík er nú starfandi ein einka heilsugæslu- stöð, Heilsugæslan Álftamýri 5. Læknarnir sjá um að reka þann hluta sem snýr að meðferð en borgin greiðir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.