Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 22

Vera - 01.04.1987, Blaðsíða 22
n engan áhuga á góðu uppeldi“ Vigdis Hjort er einn af þeim ungu norsku rithöfundum sem vakið hafa athygli síðustu ár. Hún fékk árið 1983 verðlaun menningar og vísindastofnunarinnar fyrir bestu barna- bókina frá hendi byrjenda „Pelle Ragnar i den gule garden'! 1985 kom út „Ratne Rik- hard“ sem vakti athygli og á síðasta ári Ijóð- ræn perla í skáldsagnaformi „Gjennom Skogen" En sú bók hennar sem fyrst er til að koma út á íslensku er „Birkir + Anna, sönn ást“ sem fékk verðlaun norsku Gagn- rýnendasamtakanna sem besta barnabókin 1984. Styrkur Vigdisar er framar öðru fólginn í hve vel hún notar málið, grípandi stíl ásamt næmni og skilningi á börnum og tilfinninga- lífi þeirra sem fullorðnir koma oft ekki auga á. , í Birkir + Anna, lýsir Vigdis Hjort með innsæi og hlýju og ekki síst með húmor fyrstu ástinni sem getur verið svo áhrifamikil að við gleymum henni aldrei og svo innileg að við aldrei síðar meir elskum svo heitt og verðum jafn gagntekin af ást. Við höfum mælt okkur mót eitt rigningar- j kvöld utan við Osló. Vigdis, stelpuleg og J frískleg með blautt hárið og hispurslaus ogl sjarmerandi. | Við erum tvær konur sín af hvoru þjóð- j| erni, hvor með sinn bakgrunn, hvor af sinni kynslóðinni og þetta er í fyrsta sinn sem við hittumst. Við erum forvitnar hvor um aðra og spenntar að kynnast. Strákurinn Jakob 12 ára snvst viljugur í kring um okkur svo- sem eins og áþreifanlegt dæmi um það sem við eigum sameiginlegt, þ.e. börn og viðhorf okkar til þeirra og hvernig það birtist í bókmenntum, líka svonefndum barnabók- um. Og við förum að tala saman og samtal- ið varð auðvelt og opinskátt. ÞSK: Eins og þú sérö hafa íslendingar valið aö hafa kápumynd bókarinnar „Birkir + Annarsönn ást af hamingjusömu augna- bliki í sögunni. Þó er það nú ekki oft sem það gerist í bókinni að þau Birkir og Anna eru tvö ein saman í bókinni. VH: Ég hef reynt, bæöi meö Önnu í „Birkir + Anna“ og Ellen í „Gegnum skóginn'” að lýsa jákvæðri reynslu af vaknandi kyn- kvöt. Mér finnst nefnilega aö okkur hætti til aö beina athyglinni aö hroöalegri uppgötvun og reynslu ungra stelpna í sambandi viö kynlíf, þvingun, ofbeldi og ógeði. Ég held aö þetta sé ekki svona í rauninni. Það er alveg Ijóst aö ungar stelpur dreymir og ímynda sér mikiö, einmitt á þessu sviöi og að’oftast skynji þær þaö sem eitthvaö eftirsóknarvert og gott. Þess vegna hef ég valiö aö lýsa reynslu þessara tveggja stúlkna á jákvæðan hátt. ÞSK: Þegar nýjasta bókin þín „Gegnum skóginn” kom út var um þaö rætt. aö nú værir þú sem værir svo athyglisverður barna- bókahöfundur farin aö skrifa fyrir fulloröna. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.